Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 74
78 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 y'H rv..J^' Gítarinn eht.Ý 'a Laugavegi45,l^ A, sími552-2125og895-9376.« VT Kassagitarar 51 ÍÆSkt, f«-á 7.900 kr. og snúra. lY* Áður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. / | W3^ ^ Ej|gjSaj| \ Hljómborö frá 3.900^. Völusteinn 10 ára he?"n *em hfur slegia a. 1 Zegn! aftn*«st/;boð. s*gr. kr- 3í.977 Husqvarna Viking Sarah ® VOLUSTEINN Völusteinn / Mörkinni 1/108 Reykjavík Sími 588 9505 / www.voIusteinn.is 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. í Míru 30% afsláttur af postúlíni og glösum. ^Bæjarlind 6, simi 554 6300 www.mira.is ÞstTLu aá hitta Hann verbur til vibtals í NESTI í dag! NESTI Lækjarq. Hafnarf., kl. 10-12, NESTI Geirsgötu, kl. 13-15, NESTI Ártúnshöfða, kl. 16-18 Olíufélagið hf www.esso.is ' Tilvera I>V Fylgjur og fvrirboðar - þeir sem hafa kvikindi eða skrímsli sem fylgju séu af óhræsisættum Það er gömul þjóðtrú að allir eigi sér sérstaka fylgju sem fer með þeim hvert sem þeir fara. Fylgja á sér reyndar tvær merkingar í ís- lensku, þ.e.a.s. ósýnileg vera, maður eða dýr, sem fylgir fólki eða ættum, og hins vegar bamsfylgja eða fóstur- himna. Þrátt fyrir merkingarmun- inn eru fyrirbærin skyld. Hér á landi hefur því lengi verið trúað að ósýnilega veran ætti upp- runa sinn í bamsfylgjunni og að það þyrfti að koma henni sérstak- lega fyrir. 1 Þjóðháttum Jónasar á Hrafna- gili segir að það megi alls ekki kasta barnsfylgjunni á víðavang því þá gátu iÚir andar náð valdi á henni eða dýr étið hana og átti andinn eða dýr síðan að fylgja baminu. Ekki þótti heldur ráðlegt að grafa hana í jörðu nema fergja hana með grjóti þvi annars gátu hundar eða önnur rándýr grafið hana upp og étið. Einnig var sagt að það dýr sem fyrst stigi yfir staðinn sem fylgja var grafin á mundi fylgja barninu. Ör- uggast þótti að brenna fylgjuna og þá átti ljós eða stjama að fylgja við- komandi einstaklingi. Samkvæmt forni trú átti fylgjan að vera eitthvað í líkingu við lund- arfar þess sem hún tilheyrði. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari segir að hyggnir foreldrar hafi grafið barns- fylgjuna undir þröskuldi þar sem móðir barnsins gekk mest yfir. andi kemur í heimsókn. Til er fjöldi þjóðsagna sem segir frá því þegar ættarfylgjur gera vart við sig. Þórður Tómasson í Skógum segir frá í bók sinni, Gestir og gangandi, að á fögrum sumardegi 1991 hafi vinur hans komið að Skógum. „Skömmu eftir brottför hans spurði mágur minn, Magnús Tómasson: „Hvernig er það, fylgir eitthvað honum Vilhjálmi?" „Hvers vegna spyrðu þess?“ sagði ég. „Jú, við átt- um góðan heimiliskött. Nokkru áður en Vilhjálmur kom, þennan sama dag, var kötturinn einn sín liðs á túnblettinum fram- an við íbúðarhúsið okkar á Skógum. Skyndilega ýfðist á honum hvert hár eins og gerist þegar hundur stendur framan í ketti. Ég sagði Vilhjálmi þetta við næstu samfundi okkar. Hann hló við og sagði: „Þetta kemur mér ekki á óvart, Hörglands-Móri fylgir mér.“ Flestar fylgjur sem eru í dýralíki þykja illar nema ef um bjarndýr er að ræða. Þar að auki er sagt að þeir sem hafa kvikindi eða skrímsli sem fylgju séu af óhræsisættum. Draugar frá Islandi fara aftur helm ann nálgist fylgjurnar þá og á dauðastundinni er sagt að þær séu komnar aftur fyrir þá. Einnig er sagt að ef fylgja manns gerir vart við sig eftir að viðkomandi kemur í heimsókn sé hann feigur. Tvær sögur um fylgjur Fylgjur manna geta verið æði mis- munandi og er sagt „að maður einn væri í Mýrasýslu sem móðir hans fylgdi, en af því svo margt illt þótti af henni standa þar sem hann kom gátu héraðsmenn að lokum ekki hýst hann. Önnur sögn, og úr sama héraði, er að þar var maður sem Magnús hét. Hann var bæði holds- veikur mjög og þar á ofan illhryssing- ur. Einu sinni var hann fluttur til lækn- is og var komið með hann að Borg á Mýrum og lofað að vera nætursakir. Það- an var farið með hann að Ánabrekku og féll þá af honum annar fóturinn og dó hann þá skömmu síðar. Prófasts- konuna, sem þá var á Borg, hryllti mjög við honum. Næstu nótt dreymdi hana að hann kæmi þangað aftur, enda var komið með fótinn af honum til kirkjunnar daginn eftir, en það átti að vera fylgja Magnúsar sem bar fyrir hana í svefni." Gestafylgjur Upphaflega voru fylgjur eins kon- ar verndarar mönnum til heilla. Eft- ir að kristni var lögtekin í landinu og kirkjunnar menn fóru að atast i fornum vættum fór að dofna yfir heillafylgjunum og þær breyttust í uppvakninga, afturgöngur eða ætt- arfylgjur, móra og skottur. í seinni tíð eru fylgjur draugar sem fylgja ákveðnu fólki eða ákveðnum ættum og láta gjarnan vita af sér á undan heimsóknum. Það er gömul trú að hver og einn eigi sína fylgju sem gerir vart við sig áður en viðkom- í safni Stofnunar Áma Magnús- sonar er til frásögn Vestur-íslend- ings sem segir að það hafi fjöldinn allur af draugum fylgt vesturfórun- um á sínum tíma. Eftir að húsbóndi fylgjunnar dó leiddist draugunum fyrir vestan haf og flestir þeirra fór aftur heim um leið og tækifæri gafst. Samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar gat deyjandi maður gefið þeim sem hann vildi fylgju sína. Þetta er reyndar í ósamræmi við þá hugmynd að fylgjan deyi um leið og húsbóndi hennar. Sumir segja aftur á móti að þegar merm nálgast dauð- Fylgjulykt Menn þykjast oft verða varir við fylgjur þótt þeir séu ekki sjáendur né að þá dreymi fyrir gestakomu. Verða menn þá varir við einkennilega lykt sem sumir segja að líkist súru smjöri og heitir það fylgjulykt. Ef óvenjuleg- ur drungi eða þreyta leggst yfir menn um miðjan dag er það kallað aðsókn og getur hún bæði verið góð eða slæm. Áður fyrr var talið gott ráð að skyrpa í allar áttir og fussa og sveia tO að hrekja í burt slæmar fylgjur. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.