Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 77

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 77
81 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 DV t. Tilvera hann laut að mér og þakkaði mér fyr- ir kvöldið sá ég að ekki var um að vill- ast; þama var komin fyrsta ástin mín bara þrjátíu árum eldri og nokkrum kílóum þéttari einsog gengur. Ég fann að ég roðnaði þegai- hann sagðist hafa ferðast langa leið til að heyra þennan upplestur vegna þess að hann hefði verið svo forvitinn að sjá konu á mín- um aldri með þessu nafni. Ég leit nið- ur sem snöggvast en gat auðvitað ekki verið þekkt fyrir annað en að spyrja hvers vegna. - Æi, það er nú löng saga að segja frá því, svaraði hann brosandi og spurði svo hvort ég þekkti eitthvað til í nágrenninu. Ég svaraði sem satt var að ég gerði það nú ekki og þá bauð hann mér samstundis með sér í bíltúr, sagði að hann hefði gaman af að spjaila og sýna mér svona það allra helsta sem hann þekkti sjálfur á þessum slóðum. í rauninni sá ég enga ástæðu til að segja nei, ég hafði hreinlega enga af- sökun og ekkert betra við tímann að gera. Og svo þótti mér auðvitað bót í máli að þekkja manninn þótt hann vissi náttúrlega ekkert af því. Jæja, það skipti engum togum, við ókum um langt fram á nótt og það fór svo vel á með okkur að þegar við kvöddumst fyrir utan hótelið bauð ég honum heim, í mat, ef hann ætti einhvemtíma leið til íslands. Satt að segja gerði ég ails ekki ráð fyrir að þurfa að standa við loforðið. En tveimur mánuðum seinna, akkúrat upp á dag, hringir síminn og vinurinn er kominn til landsins, í þriggja daga millilendingarstoppi á leið til Bandarikjanna. Hann hermir umsvifalaust upp á mig loforðið sem ég sagði að ég hefði auðvitað sérstaka ánægju af að efna. Ég bað hann um að mæta klukkan átta næsta kvöld. Hann ætti sannar- lega inni góðan mat. Pottþéttir réttir Já, svona var nú komið fyrir mér. Ég þessi grundvallaraumingi í allri matargerð og svona löngu steindauð, átti sem sagt von á fyrstu ástinni í mat. Mig sundlaði þegar ég settist nið- ur og byijaði að velta fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að hafa til handa hon- um og svo fór nú heldur ekki hjá því að mér dytti í hug að ég yrði nú að svipta hulunni af leyndarmálinu þótt hallærislegt væri. Ég ákvað að láta slag standa, láta hlutina bara gerast svona einhvernveginn af sjáifu sér og í tiiefhi af því, að hafa handa honum það eina sem ég var verseruð í. Þetta er sem sagt einn af þessum réttum sem mistekst aldrei og er alltaf pottþéttari en maður sjálfur við öll tækifæri. Og forrétturinn er einfaldari en allt sem einfalt er. Sama er um eftirréttinn. Forréttur Game Paté gæsalifur með dropa af rifsberjasultu, borin fram á salatblaði með asíum. Aöalréttur Lambalundir, skornar í aílangar ræmur, kryddaðar með salti og pipar og steiktar í eina mínútu á hvorri hlið. Desilítra af rjóma hellt yfir lundimar, teskeið af sojasósu blandað saman við svo og tveimur teskeiðum af rifsberja- hlaupi. Meðlæti: 1. Kartöflumús, kartöflurn- ar stappaðar með salti og smjöri, rjómalögg blandað útí og allt þeytt saman. 2. Salat. Salatblöð með tómöt- um, gúrkum og ananasbitum. Eftirréttur Kaffi og amaretto. Ég lagði auðvitað eins fallega á borð- ið og ég kunni, kveikti á kertum og lág- um Mozart, hvítvínið beið kælt í ís- skápnum, rauðvínið á borðinu og steikin kumraði á 25 í eldhúsinu. Og ioksins hringdi bjallan enda klukkan tvær yfir átta. Ég fékk hjartslátt þegar ég opnaði og horfðist í augu við ókunnugan mann. Hann rétti mér skeyti og bað mig að kvitta fyrir, sem ég gerði, lokaði, sett- ist niður í kertaljósri stofunni, opnaði skeytið, þaö var þetta með rauðu rós- unum, og las eftirfarandi: Vigdís mín. Dó í gær. Þinn Lassi. Millifyrirsagnir eru blaösins. Jóhann G. Jóhannsson Hann sýnir ásamt Guðbirni Gunnarssyni verk í Sparisjóði Garðabæjar. Myndlistar- helgií sparisjóði Myndlistarmennimir Bubbi - Guð- bjöm Gunnarsson og Jóhann G. Jó- hannsson halda samsýninguna Sam- spil í boði Sparisjóðs Hafnarflarðar, Garðatorgi 1 í Garðabæ, en þar er til j staðar sýningarsalur sem fjöldi lista- } manna hefur nýtt sér um árabil til sýn- inga á verkum sínum. Þetta er jafn- í framt eina aðstaðan sem boðið er upp s á í Garðabæ fyrir myndlistarsýningar. Sýning Bubba og Jóhanns G. stend- | ur til 21. desember. Yfir 40 verk era til sýnis í sýningarsalnum og í afgreiðslu- sal sparisjóðsins og eru flest þeirra unnin á síðustu tveim árum. Jóhann sýnir þar yfir 30 vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni og Bubbi 11 skúlptúra sem unnir eru í j jám, gler og kopar en nokkrir þeirra } vora á samsýningu í í Galiery Frilund, j Gautaborg í Svfþjóð árið 1999 en eru nú í fyrsta sinn td sýnis hérlendis. Bubbi hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, síðast í Strandlengj- unni 2000 þar sem verk hans 360 gráð- ur vakti sérstaka athygli. Meginþema í verkum Bubba era andstæður ís- lenskrar náttúra í deiglu tímans. Jóhann G. hefur haldið Qölda einka- sýninga og verið þátttakandi í samsýn- ingum, auk þess sem hann er löngu þjóðkunnur fyrir tónlist sína. I mynd- list hans hafa hughrif íslenskrar nátt- úra verið aðalviðfangsefnið undanfar- in ár. Þess má geta þess að 3. desember var fyrsta raftónverk hans, 3 pýramíd- ar, sem hann gaf út haustið 1999 á geislaplötu í tiiefni aldamótanna, á dagskrá alþjóðlegrar raftónlistarhátíð- ar, Festival Terza Prattica, sem haldin var 30. nóvember tii 2. desember. Sýningin hefur til þessa verið opin á virkum dögum á afgreiðslutíma sparisjóðsins en í tilefni jólaaðvent- unnar verður hún opin laugard. og sunnud. 16.-17. desember frá kl. 14-17 báða dagana og verður sýngargestum boðið upp á veitingar og létta tónlist á þessari sérstöku myndlistarhelgi í Garðabæ. Bubbi og Jóhann G. taka á móti gestum báða dagana miili kl. 14 Nýir bílar, hlaðnir aukabúnaði ABS - Loftpúði - Litað gler Fjarstýrðar samlæsingar 31" áifelgur - Brettakantar Heavy duty fjöðrun. Fjarstart ef óskað er. Jólasýning Péturs Gauts I dag kl. 16 til 19 verð- ur opnuð jólasýning á nýjum verkum á vinnu- stofu Péturs Gauts í Gall- erí Ömólfi sem er á homi Snorrabrauatar og Njálsgötu. Sýningin Verk eftir Pétur Gaut. verður opin alla daga frá kl. 16-18 fram að jólum. Borgardætur í Salnum Annað kvöld halda Borgardætur jólatónieika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í tilefni af útkomu geisladisks- ins Jólaplatan. Borgardætur eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jón- asdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Um hljóðfæraleik og útsetningar sér Eyþór Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast kl 20.00 og er miðsala hafm. rrr \ Dodge Dakota Quad Cab DV-MYND DANÍEL V. ÓUFSSON Margt að skoða Garðurinn hans Daníels Rúnars og fjölskyldu er mikið fyrir augað og þar er margt að skoða. Jólaljósaglaður fasteignasali j DV, AKRANESI: Aðdáunarvert er að sjá hve fall- } ega fólk skreytir hýbýli sín fyrir jól- in. Vfða um Akranesbæ eru mjög I fallegar skreytingar og segja bæjar- f búar að þær aukist ár frá ári og hafl aldrei verið eins miklar enda lífgar þetta upp á svartasta skammdegið. } Einn bæjarbúa sem skreytir hús sitt sérlega vel nú eins og undanfarin ár er Daníel Rúnar Elíasson fasteigna- sali að Jörundarholti 15. Húsið logar af alls kyns ljósum og fána- stöngin og fleira er einnig skreytt. Þá má sjá jólasveina af ýmsum gerð- um, snjókarla og Mariu og Jósef með Jesúbarnið. Ef eitthvað er þá hafa skreytingar Daníels aukist frá síðasta ári enda hagstætt ár senn á enda og mikið líf í fasteignabrans- anum á þessu ári. -DVÓ Með plasthúsi eða án. Opið laugardag, kl. 12.00-17.00 EVRÓPA BILASALA tákn um traust Faxafen 8 / Sími 581 1560 / Fax 581 1566 www.evropa.is Lzíkurínn Vinningshalar vikunnar Aðalvinningshafi Pixxuveitlo fró Hróa Hefti * 4 rniba ó Pokémon 2 fró Sombióunum Myndbandió Jórnrisinn • Pokémon plokat [nga Guöbjartsdóttir Hlíöarhjalla 41b 200 Kópavogi Aukavinningshafar Pokémon Pizza fró Hróa Hetti • Myndbandió Jórnrisinn. • Pokémon plakat. Þorvarður A. Þórsson Róbert Orri Sigurðson Sævar Örn Einarsson Björn Steinar Brynjólfsson Gestur Jónsson Rakel Ýr Hrafnkell Númi Jón Ingi Jónsson Birkiborg 40 Engihjalla 19 Lækjarsmára 13 Bjargi Hólmgarði 47 Austurbergi 34 Öldugötu 18 Stórholti 27 220 Hafnarfirði 200 Kópavogi 200 Kópavogi 240 Grindavik 108 Reykjavík 111 Reykjavík 220 Hafnarfirði 105 Reykjavík Vinningar verba sendir til vinningshafo. Taktu þátt í Pokémon leiknum nýir vínningshafar Æ&m* í hverri viku. 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.