Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað DV DV-MYND HARI Halldóra í hlutverki Antígónu „Antígóna hefur snúiö mér í marga hringi og haft mikil áhrif á mig. Þaö er mjög mögnuö upplifun aö hoidgera manneskju sem er svo trú sinni sannfæringu. “ Þjóðleikhúsið frumsýnir á öðrum degi jóla verk Sófóklesar, Antígónu, undir leikstjóm Kjartans Ragnars- sonar. Verkið er eitt af þremur frægustu verkum gríska harm- leikjaskáldsins og segja heimildir að það hafi verið frumflutt áriö 441 fyrir Krist. Antigóna hefur siðustu 24 aldir lifað góðu lífi á leiksviðinu og virðist eiga erindi til áhorfenda, sama hvaða ártal er í gildi. Verkið var fyrst sýnt á íslandi fyrir um tuttugu árum, í leikstjórn Sveins Einarssonar, og var Helga Bachmann þá í hlutverki Antígónu. í þeirri uppfærslu var mikið horft til skelfdegra atburða austur í Víet- nam sem þá voru í hámæli. Hluti af ástæðunni fyrir langlífi Antígónu er aö verkið fjallar hvort tveggja um mannlega reisn og pólitík. Amma er mamma Margir kannast við söguna af Ödipusi sem drap foður sinn og samrekkti móður sinni. Harmleik- imir tveir um Ödipus eru, líkt og Antígóna, eftir Sófókles og, það sem meira er: Ödipus og mamma hans eru foreldrar Antígónu. Það má því segja að fjölskyldumynstrið sem Halldóra Björnsdóttir leikur Antígónu, eitt merkasta hlutverk leikhúsbókmenntanna: Tárin heyrast ekki falla Þú finnur fallega gjöf hjá okkur. Laugavegi 61, sími 552 4910 Antígóna kemur úr sé dálítið flókið - nú, eða einfalt, allt euir því hvern- ig á það er litið. í byrjun leikritsins standa Antí- góna og ísmena, systir hennar, ein- ar eftir þar sem bræður þeirra, Eteókles og Pólíneikes, eru báðir látnir; þeir féllu i sama bardaga þar sem þeir börðust hvor gegn öðrum. Eteókles var fylgjandi Kreoni kon- ungi en Pólíneikes var í innrásarlið- inu. Fyrirskipun konungs er að fylgismaður hans fái viðeigandi greftrun en Pólíneikes enga. Barátta Antígónu snýst um að bróðir henn- ar fái viðeigandi útfor. Ofan á allt saman er Antígóna tilvonandi tengdadóttir Kreons. í verkum snillinganna Halldóra Bjömsdóttir fer með hlutverk Antígónu að þessu sinni. Hún hefur fengist við hlutverk í verkum margra mestu snillinga sög- unnar: Shakespeares, Moliéres, Tsjekhovs, Dostojevskis og nú Sófóklesar. Halldóra leikur einnig burðarhlutverk í Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne en flytja þurfti sýningar af Litla sviðinu á stóra svið Þjóðleikhússins vegna gríðarlegrar aðsóknar. Þegar Halldóra er spurð út í þetta stóra safn dramatískra verka sem hún hefur leikið í segir hún: „Þetta er dálítið dramatískur fer- ill. En þegar ég hef leikið í gaman- leikjum þá er rosalega mikið hlegið að mér,“ segir Halldóra og hlær. „Munurinn á þessu tvennu er sá að í gamanleik uppsker maður strax en í harmleikjunum heyrast tárin ekki falla." Nálgast Antígónu ber- skjólduð „Antígóna er ódauðlegt verk,“ segir Halldóra. „Það segir í verkinu: Margt er undrió en mun þó víst maóurinn sjálfur undur stœrst. Svo virðist sem ekkert hafi breyst í mannlegum samskiptum og til- finningum á þessum þúsundum ára. Eini munurinn er á því hvemig þessar tilfinningar eru bomar á borð fyrir áhorfendur." Antígóna hefur haft mikil áhrif á Halldóru. „Ég nálgast persónurnar sem ég leik algerlega berskjölduð og frá núllpunkti. Ég leyfl hlutverkinu að snúa mér í nokkra hringi þar til ég hef fundið ákveðna átt sem ég og hlutverkið sættum okkur við og fylgir þeirri leið sem leikstjórinn hefur valið. Antígóna hefur snúið mér í marga hringi og haft mikil áhrif á mig. Það er mjög mögnuð upplifun að holdgera manneskju sem er svo trú sinni sannfæringu. Hún er að kljást við hluti sem eru ofar okkar skilningi. Hún vill grafa bróður sinn í helga gröf svo hann komist til Hadesar." Af þessu má ráða að starf leikar- ans er í eðli sínu mjög persónulegt. Hann er stöðugt að fást við sköpun nýrra persóna og hlýtur um leið að reyna mjög á eigið persónuþrek. „Það sem kemur helst á óvart við starf leikarans er hvað það er stund- um einmanalegt. Einrúm er nauð- synlegt til að skapa persónu og að lokum stendur maður einn á svið- inu. í því felst nokkur mótsögn því leiksýningin byggist auðvitað á svo mörgum." Málbeiniö liðkað Halldóra segir að það sé alltaf mjög spennandi fyrir leikara að takast á við háttbundna texta eins og Antígónu. Leikarinn verður að fmna taktinn og skila honum, án þess þó að áhorfendur byrji allir að kinka kolli í föstum takti með text- anum. „Fyrst les ég textann til að fmna taktinn og tilfinninguna. Þegar takt- urinn er kominn í blóðið þá verður hann manni tamari. En það þarf að liðka málbeiniö mjög vel fyrir sýn- ingar.“ Lítil jól en stór Frumsýningin á jólaverki Þjóð- leikhússins er að venju á öðrum degi jóla. „Þetta verða lítil jól en samt svo stór. Það fer lítiö ofan í mig af ham- borgarhryggnum. Ég elda samt handa hinum. Tilhugsunin um jólin verður frekar undarleg þegar svona stendur á. Það er í raun önnur fjöl- skylda sem gengur fyrir. Þetta tekur svolítið á en ég reyni að koma þvi svo fyrir að það verði enginn harm- leikur." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.