Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformadur og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjðlfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ólíkt höfiimst við að Flokksmennska er ein tegund blaðamennsku, sem var útbreidd fyrir mörgum áratugum, en er nú horfin aö mestu. Helzt eimir eftir af henni hjá Ríkisútvarpinu, þar sem yfirmenn eru þá aðeins ráðnir, að þeir hafi flokks- skírteini Sjálfstæðisflokksins upp á vasann. Vændismennska er þeim mun meira stunduð og gætir ýmissa sérhagsmuna úti i bæ. Mest er hún stunduð á sér- tímaritum, til dæmis þegar tímarit birtir viðtöl við bók- arhöfunda eigin forlags en ekki annarra. Sjónvarpsstöðv- ar birta slíkt efni, m.a. frá auglýsingastofunni Zink. Leigumennska hefur lengi verið öflug hér á landi. Hún er einkum rekin á auglýsinga- og kynningarstofum blaða- manna, sem taka að sér að sjá um fjölmiðlasamskipti fyr- ir stofnanir, samtök og fyrirtæki og reyna að nota gömul sambönd sín inni á ritstjórnum alvörufjölmiðla. Kostunarmennska hóf innreið sína með sjónvarpi. Stofnuð hafa verið blaðamennskufyrirtæki, sem fá hags- munaaðila til að fjármagna þætti, er fjalla um efni, sem skiptir miklu fyrir sama hagsmunaaðilann, hvort sem það eru samtök útvegsmanna eða ríkisstjórnin. Sölumennska hefur ótal myndir i fjölmiðlun. Skemmti- leg tegund er stunduð á Strik.is, þar sem snarlega eru birtir ritdómar, eingöngu ákaflega jákvæðir, um bækur í tæka tíð, svo að tilvitnanir í miðilinn komist í auglýsing- ar bókaútgefenda og auglýsi miðilinn um leið. Kranamennska hefur lengi verið mikið stunduð og efldist mjög við tilkomu sjónvarpsviðtala. Hún felst í að skrúfa frá einu sjónarmiði, en ekki öðrum. Þessi tegund hefur gengið í endurnýjun lífdaganna með tölvupósti, sem auðvelt er að klippa og líma á síður. Kjaftamennska er í mikilli tizku um þessar mundir, enda ódýrt og vel þegið sjónvarpsefni, sérstaklega ef hin- ir málglöðu geta verið skemmtilegir á köflum. Efni skemmtikraftanna er ekki fróðlegt, en drepur tima nú- tímafólks, sem skjárinn hefur tekið í gíslingu. Frægðarmennska er skyld atvinnugrein. Hún felst í að taka frægt fólk og láta það leika hlutverk blaðamanna. Þetta þjónar persónuáhuga gíslanna við sjónvarpsskjáinn og getur framleitt kostuleg viðtöl, þar sem alls engar upp- lýsingar koma fram, er neinu máli skipta. Kynóramennska er sérhæfð hliöargrein i bransanum. Hún þjónar kynórum ungra stráka, sem eru ekki komnir i færi og hefur að markmiði að mynda inn í klofið á nafn- greindum stúlkum íslenzkum. Höfundarnir telja, að strákarnir verði með þessu til friðs í þjóðfélaginu. Kíkismennska myndar fræga fólkið og hrópar upp yfir sig: Sjáið fínu kjólana, sjáið sætu stúlkurnar, sjáið flottu pörin! Allt fræga fólkið er ofsalega hamingjusamt á myndunum. Samkvæmt könnunum nýtur þessi blaða- mennska mikils trausts og hæfir þar skel kjafti. í öllum þessum tíu ofangreindu hornsteinum nútímans rikir áhugi á velferð venjulegrar og hefðbundinnar blaða- mennsku og áhyggjur af, að hún fari „yfir strikið“ í rann- sóknum sínum á ýmsu því, sem aflaga fer í hinu full- komna imyndarþjóðfélagi hornsteinanna. Venjuleg og hefðbundin blaðamennska er fyrirferðar- lítil innan um alla þessa fjölbreytni sérhæfingarinnar, enda þykir ekki fínt að grafast fyrir um staðreyndir og birta þær, jafnvel hinar óþægilegu. Hún er ekki eitt af tízkufyrirbærum ímyndarþjóðfélags nútímans. Eðlilegt er, að sú blaðamennska, sem ein skiptir máli, sé undir smásjá ofangreindra tíu hornsteina þjóðfélags- ins, sem eru bara að vinna fyrir kaupinu sínu Jónas Kristjánsson I>V Hæpinn forseti í Araeríku er nútíminn gamall, stundum hrörlegur eins og hús sem má muna sinn fifil fegri. Það er merki- legt aö í hinu mikla stórveldi, sem leiðir heimsbyggðina í augum þeirra sem þar stjórna, skuli kosningakerfið vera eldra en nokkurs staðar ann- ars staðar. Þegar Bandaríkja- menn velja sér forseta fylgja þeir hugmyndum 18. aldar um hvernig best sé að gera hlut- ina. Hugmyndir 18. aldar um hvernig best sé að kjósa for- seta eru fullar af torskildum flækjum. Það er ekki aðalat- riði að sá sigri sem fær flest atkvæði, löggjafarsamkundur einstakra fylkja hafa vald til að hlutast til um hvorn fram- bjóðandann fylkið velur og svo má áfram telja. Þó er sennilega verst að á stöðum eins og Flór- SAVE OUR. dEA0úRACY Sá sem vinnur með úrskurði er hæpinn sigurvegari - völd hans ekki óumdeilanlega fengin frá fólkinu sem Bandaríkjamenn kenna að sé hið æðsta lögmál frjálsra stjórnmála. Þau eru fengin frá valdakerfinu sjálfu, rétt eins og einn einræðisherra tekur við af öðrum í krafti þeirra valdastofnana sem fyrir eru í ríki hans. ída nota menn ómerkilegar og úreltar vélar til að kjósa og telja atkvæði, svo ónákvæmar og óáreiðanlegar að í hní- fjöfnum kosningum er á endanum ekki hægt að segja til um það með fullri vissu hvaða frambjóðandi hafi fengið flest atkvæði. Og þá verður ein- hver stofnun sem valdið hefur að feOa úrskurð, ákveða hver vann. Sá sem vinnur með úrskurði er hæpinn sigurvegari - völd hans ekki óumdeilanlega fengin frá fólkinu sem Bandaríkjamenn kenna að sé hið æðsta lögmál frjálsra stjórnmála. Þau eru fengin frá valdakerfinu sjálfu, rétt eins og einn einræðisherra tekur við af öðrum í krafti þeirra valdastofnana sem fyrir eru í ríki hans. í sumum ríkjum er það herinn sem ákveður í raun, í öðrum einhvers konar löggjaf- arsamkunda. í gömlu Sovétríkjunum var það stjómmálaráð Kommúnista- flokksins. í Bandaríkjunum árið 2000 er það Hæstiréttur. Áhugaleysi um pólítík eða kæruleysi um ímynd? Því er stundum haldið fram að Bandaríkjamenn séu áhugalausir um pólitík. Þessi skoðun er rökstudd með því að þeir nenni ekki einu sinni að kjósa, ekki nema um 50 prósent at- kvæðisbærra manna fari á kjörstað. í forsetakosningunum í nóvember var kjörsókn með mesta móti og þó ekki nema rétt rúmlega 50 prósent. En kjörsókn er viUandi viðmiðun. í sam- anburði við annaö efni sem stóru sjónvarpsstöðvamar halda að fólki vestanhafs er pólitík í öndvegi. Það sést best hvílíkur almennur áhugi er á pólitík að þann rúma mán- uð sem forsetaframbjóðendurnir tveir, George Bush og A1 Gore, tókust á um úrslit kosninganna létu sjón- varpsstöðvarnar ekki deigan síga. AU- an þennan tíma voru úrslit forseta- kosninganna aðalfréttaefni fjölmiðla og slógu út mörg helstu æsingamál seinni tíma. Það er því varla hægt að saka Bandaríkjamenn um áhugaleysi um pólitík, einhverjar aðrar skýringar hljóta að vera á því hvers vegna svo fáir kjósa. Jón Olafsson heimspekingur að aðferð Bandaríkjamanna væri fjörugar kosningar frek- ar en blóðsúthellingar. En það er hægt að lesa fleiri en eina merkingu í orð- ið styrkur. Sterk ríki eru ekki aUtaf bestu samfélögin. Þó að ein valdastofnun hafi slíkan styrk að hún geti skorið úr um deUumál heiUa þjóða þá er ekki þar með sagt að það sé gott. Það er aUs ekki gott ef styrknum er ranglega beitt og guUnar reglur verða ekki annað en hluti af mælskulist- inni. Það er vissulega gott að stuðningsmenn þeirra Gores og Bush skuli hafa stiUt sig um að reisa götuvígi. En er þar með sagt að lýðræðið hafi sigrað? Niðurstaða Hæstaréttar var fyrirsjáanleg: hún fór eft- ir stjórnmálaviðhorfum dóm- aranna. Þetta vita aUir og það En kannski annað einkenni þeirra hafi birst í kosningaslagnum, megi maður leyfa sér slíkar alhæfingar, og það er ákveðið kæruleysi um ímynd. Eða eru úrslitin í þessum slag líkleg til að auka tUtrú manna á bandaríska stjórnkerfinu? Brestir í kerfinu eða aukinn styrkur? í ræðum sínum í vikunni eftir að Hæstiréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að framkvæma endanlega talningu á vafaatkvæöum reyndu Gore og Bush báðir að halda því fram að sú stað- reynd að Hæstiréttur hefur í raun feUt úrskurð um niðurstöðu í kosn- ingunum sýni styrk kerfisins en ekki veikleika þess. Joseph Lieberman, varaforsetefni Gores, orðaði það svo verður aldrei hægt að halda því fram af alvöru að niðurstaðan hafi ráðist af túlkun á stjórnarskránni. En það er ekki til að auka hróður Bandaríkj- anna og spiUir ímynd þeirra út á við. Eitt grundvaUaratriði réttarríkis er hugmyndin um sanngjarna málsmeð- ferð þar sem sanngjarn merkir hlut- lægur, málsmeðferð sem er óháð hags- munum þeirra sem um málið fjaUa. Meðferð kosningaúrslitanna sýndi svo ekki varð um villst að þegar mik- ið liggur við þá hrynur kerfið og ber- ir hagsmunirnir takast á. Rökin fyrir lýöræöi Fyrir nokkrum árum deildu vaida- stofnanir í Rússlandi um mannaráðn- ingar. Jeltsín vUdi losa sig við ríkis- saksóknara, efri deild þingsins varði hann og tókst á við Hæstarétt Rúss- lands. Þetta varð margra mánaða sjónarspil og aUir vissu að baráttan snerist ekki um prinsipp af neinu tagi heldur ósköp einfaldlega um hags- muni og hvaða valdastofnun væri á endanum sterkari. Það er ákveðin kaldhæðni í því að Bandaríkjamenn skuli þurfa að reyna svo mjög á dómstóla og löggjafarsam- kundur sínar við val á forseta. Sá slagur sem heimurinn hefur nú orðið vitni að á miUi þings og Hæstaréttar Flórída, miUi Hæstaréttar Bandaríkj- anna og annarra dómstóla, kjörnefnda og ýmissa annarra stofnana hefur nefnUega öU sömu einkenni og slagur- inn um ríkissaksóknara í Rússlandi um árið: hagsmunir og völd takast á. Og því er engu líkara en ein helstu rökin fyrir lýðræði, að það tryggi sanngjama málsmeðferð og hlutleysi dómstóla, séu runnin Bandaríkja- mönnum úr greipum. Kosningamar í árgcetu aukið á tortryggni manna... og áregið frekar úr kiörsókn... og þœr munu leiða til krafna um meiri nákvcemni. Við getum því átt von á nyög nákvcemri talningu kjósenáana 12 sem eftir eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.