Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 15 DV Fréttir Þjálfunarsundlaug í Kristnesi í Eyjafirði: Ríkið hefur lagt eina milljón króna í verkið - en félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt fram tæpar 20 milljónir DV, AKUREYRI:_________________ Frá því framkvæmdir hófust við byggingu þjálfunar- og endurhæf- ingarsundlaugar í Kristnesi við Eyjafjörð hefur ríkið lagt eina millj- ón króna til verksins. Þá milljón af- henti Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra þegar laugin var vígð á dögunum. Ráðherrann gat hins vegar ekki flutt viðstöddum þær fregnir sem margir þeirra biðu eftir að ríkið hygðist í fjárlögum fyrir árið 2001 veita þær 15,5 millj- ónir til verksins sem þarf til að greiða upp framkvæmdakostnað- inn. Nýbygging þjálfunarlaugarinnar hefur verið eitt af brýnustu fram- kvæmdaverkefnum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri frá því það tók við rekstri Kristnesspítala árið 1993. Sundlaugarrýmið var þá þegar til staðar í viðbyggingu við elsta hluta Kristnesspítala en hönn- un og undirbúningur laugarinnar var þá kominn skammt á veg. Fram- kvæmdir við laugina hófust svo árið 1996 en þá höfðu safnast um- talsverðir fjármunir í söfnun sem Lionsklúbbarnir í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum hófu árið 1993 og hefur staðið óslitið síðan. Ekkert áranna sem laugin hefur verið í byggingu hefur ríkið lagt fé til verksins. Kostnaður við sundlaugina er áætlaður 56 milljónir króna en framkvæmdafé í dag nemur 40,5 milljónum króna. Fróðlegt er að líta á framlög félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til þessa verkefnis en þau skiptast þannig að framlög Lionsklúbba nema 7,1 milljón, fram- lög einstaklinga 5 milljónum, fram- lög félagasamtaka 4 milljónum, penna- og bolasala hefur skilað 1,3 milljónum og framlög fyrirtækja nema 0,8 milljónum. Samtals eru þetta 18,2 milljónir króna. Annað fé skiptist þannig að framlög sveitarfé- laga nema 1,5 milljónum, vextir eru 1,8 milljónir, Akureyrarbær hefur lagt fram 15 milljónir, framlag úr söfnuninni Rauð fjöður á Norður- löndum nemur 3 milljónum og svo kom milljón króna framlag ríkisins á vígsludegi, en ekki meira. -gk DV-MYND GK Sundlaugin i Kristnesi Laugin loks tilbúin en enn vantar um þriöjung þess Ijármagns sem laugin kostar. Sérvalið og unnið Kálfakjöt, Nautakjöf Lambakjöt, Svínakjöt og Villibráð Sælkera sósur, krydd og olíi Innfluttar sælkeramatvörur Hátfðarmatur frá Gallerý Kjöt Urbeinað sauðahangikjöt Kofareykt hangilæri Tvíreykt sauðafillet Nýslátrað lambakjöt Lambageirar fylltir með koníakssoðnum sveskjum Magáll Heitar sósur Bláberjasósa Rauðvínssósa Villisveppasósa ^ Kofareyktur Hamborgarahryggur ^ Sænsk Julskinka Svínalundir fylltar með villisveppum Svínabógur, reyktur og nýr Svínalæri, reykt og nýtt Svínaflæskesteg fflfr- * W V'í' «. /, Æ i—</<■ • ■ •« * ■? Hreindýramedalíur Villigæsir Aligæsir Aliendur Andabringur Rjúpur Graflamb Grafin gæs Reykt gæs Súluungar Heimalagað rauðkál Sælkera gjafakörfur Tilsögn og uppskriftir eru að sjálfsögðu á staðnum og á heimasíðunni okkar. GRENSÁSVEGUR 48. SÍMI 553 1600/553 1601 • www.kjot.is • FAX 568 1699.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.