Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Bruninn í ísfélaginu í öðru ljósi: Vargur í véum - íbúar Vestmannaeyja sem lamaðir yfir fregnum um að brennuvargur leynist meðal þeirra Það er ekki gaman að koma til Vestmannaeyja. Dökkt ský af von- leysi, tortryggni og svartsýni virðist grúfa sig yfir bæinn og varpa skugga á hann. Samt er himinninn heiður og fjöllin eru sérkennilega snjólaus á miðri aðventu. Allir Vestmannaeyingar urðu fyr- ir áfalli þégar frystihús ísfélags Vestmannaeyja gjöreyðilagðist í eldi síðastliðiö laugardagskvöld. Á einni kvöldstund fóru verðmæti fyr- ir rúmlega miUjarð í súginn, 150 manns misstu vinnuna og fjárhags- legt öryggi margra heimUa í Vest- mannaeyjum var sett í uppnám. Starfsfólk og eigendur stóðu hjálp- arvana og tárfeUandi frammi fyrir eldhafinu. ísfélag Vestmannaeyja var stærsti vinnustaður í kaupstaðnum, stofnað 1901 í upphaflegri mynd og markar upphaf sögu frystingar fisks á íslandi. 100 ára saga fuðraði upp á fáum klukkutímum þrátt fyrir hetjulega baráttu slökkviliðs heima- manna og aðstoðarmanna úr Reykjavík. ísfélagiö hefur veriö vinnustaður þetta fólk, ásamt öUum þeim sem hafa lyklavöld í ísfélaginu, liggur undir grun í óformlegri rannsókn almennings. Andrúmsloftið í bæn- um einkennist fyrir vikið af reiði, sárindum og undrun, svo ekki sé minnst á tortryggni. Nokkra daga eftir brunann hrósuðu menn happi yfir því að enginn skyldi vera að vinna í hús- inu og að það var lán í óláni að veðrið var með eindæmum gott en það dró úr hættunni á að eldurinn bærist f önnur hús. Hafi verið um íkveikju að ræða er augljóst að tímasetning og veðurfar var ekki til- viljun háð heldur valið til þess að forðast manntjón og beina eldstjón- inu að þessum byggingum og eng- um öðrum. Ástandið er óbærilegt „Við þetta féll andinn í bæjarfé- laginu enn neðar en áður og það er forgangsverkefni að leysa málið til þess að hreinsa nöfn allra þeirra sem liggja undir grun. Meðan við teljum að brennuvargur sé á meðal okkar er ástandið óbærilegt," sagði Rekstrarráðgjafar í sjávarútvegi, sem DV ræddi við, voru sammála um að afkoma bolfiskfrysting- ar væri almennt séð með þeim hætti um þessar mundir að vel væri viðunandi. Þeir voru líka sam- mála um að nú þegar væri veruleg umframgeta í frystingu í Vestmannaeyjum í samanburði við framboð á hráefni og engin rekstrarleg rök væru fyrir því að byggja umframgetuna upp aftur. D^MYNDIR HILMAR ÞÓR Jólaskrautið upp aftur Þaö er unniö höröum höndum viö hreinsun rústanna af ísfélagi Vestmannaeyja. Þaö er táktyrænt fyrir baráttuandann meöal fólksins aö lagt var kapp á aö setja aftur upp jólaskreytingu á hálfbrunnu þakinu. maður, nákominn eigendum fyrir- tækisins, í samtali við DV. Eldsins varö vart um kl. 22.00 á laugardagskvöld. Upptök hans voru í tengibyggingu sem m.a. var kassa- og umbúðageymsla, auk þess sem þar voru geymd ýmis tæki, svo sem lyftarar. Að sögn heimamanna var beitt eins konar útilokunaraðferð við rannsókn eldsupptakanna. Stað- fest er að eldurinn átti ekki upptök sín í neinum vélum sem þarna voru, ekki spratt hann af rafmagni og ekki af gáleysi eins og t.d. sígar- ettuglóö. Það sem stendur eftir er þá og annað heimili fjölmargra Eyja- manna í margar kynslóðir, Dæmi eru um að þrjár kynslóðir hafi unn- ið hjá ísfélaginu og i sumum tilvik- um heilar fjölskyldur sem nú standa uppi tekjulausar skömmu fyrir jól. Salt í sárin Þótt áfallið af brunanum væri mikið var það eins og salt í sárið þegar lögreglurannsókn á upptök- um brunans leiddi í ljós að líklega hefði verið kveikt í húsinu af ásettu ráði. Allt í einu fóru sögur að kvis- ast með eldingarhraða um bæjarfé- lagið. Allir bæjarbúar skoðuðu at- burðarás hins örlagaríka laugar- dagskvöld aftur í smásjá i von um að minnast mannaferða eða atvika sem varpað gætu ljósi á hvað gerð- ist. Lögreglan hefur þeint þeim til- mælum til fólks aö gefa upplýsingar um mannaferðir við brunastaðinn eftir kl. 17.00 sl. laugardag. Bærinn logar í kjaftasögum „Þetta er hrikalegt ástand. Bær- inn logar í kjaftasögum. Bömin koma með ný nöfn á grunuðum heim úr skólanum og loftið er lævi blandið," sagði starfsmaður ísfélags- ins við blaðamann DV. Menn horfa gransemdaraugum á alla í kringum sig og listinn yfir þá sem eru taldir koma til greina er nokkuð langur. Fyrir tveimur vik- um var 17 starfsmönnum ísfélags Vestmannaeyja sagt upp störfum í hagræðingarskyni þegar fyrirtækið ákvaö að hætta rekstri vélaverk- stæðis og trésmíðaverkstæðis. Allt Kaffistofan er hjarta fyrirtækisins Þaö er í kaffistofunni sem menn gera út um málin og hvíla sig frá erfiöinu. Hér sjást ummerki hins gífuriega hita sem fór eins og náttúruafl gegnum húsiö. Þaö veröur aldrei setiö og spilaö í þessum stólum aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.