Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 38
38 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Citroén Berlingo er dæmi- gerður franskur vinnubíll. Hér á klakanum köllum við slíka bíla virðisaukabíla en þessar útgáfur lítilla sendibíla urðu fyrst vinsælar í Frakklandi. Berlingo-bíll- inn er í stærri kantinum og er einnig fáanlegur fyrir fleiri farþega og heitir þá Multispace. Hátt til lofts og vítt til veggja Þegar sest er inn í bílinn kemur strax í ljós að þar er gott pláss og þar geta jafnvel hæstu menn setið án þess að reka höfuðið í. Smástund tekur að venjast uppréttri stöðu fyr- ir ökumann og sætin eru nægilega há til að fætur gefi stuðning. Stjórn- tæki eru þó tæplega nægilega vel staðsett þar sem aðeins þarf að teygja sig í stýri og gírstöng, alla- vega fyrir meðalmann eins og und- irritaðan. Heldur stutt er líka á milli kúplingar og bremsu ef öku- maður er stórfættur eða í stórum vinnuskóm. Sætin í bílnum eru hin þægilegustu og sem aukabúnað má fá farþegasæti sem hægt er að leggja niður á bakið og búa þannig til borð fyrir ökumann. Útsýni er gott fram úr bílnum en mætti vera betra aftur og mundi þá helst muna um hliðar- rúðu hægra megin en þar verður til stórt, blint svæði í akstri. Stórir hliðarspeglar hjálpa þó mikið og er mjög gott að bakka bílnum eftir þeim. Á báðum afturrúðum eru líka þurrkur sem er kostur. Góð fjöðrun en slakari bremsur Vélin í Berlingo er 1,4 lítra bens- ínvél með beinni innspýtingu og Stærðin leynir sér ekki þegar horft er á Berlingo utan frá. Hann er hár á alla kanta án þess að það komi teljandi niður á aksturseiginleikum hans. DV-myndir Hilmar Reynsluakstur Citroén Berlingo Van: Burðarmikill og aðgengilegur Hægt er að fella niður bitann við topplúguna þegar á þarf að halda. Á báðum hliöum Berlingo eru renni- hurðir sem auövelda allt aðgengi um bílinn. Pær eru með læsingu sem halda huröunum í fullri opnun. dugir bílnum alveg þokkalega. Hann er auðveldur í öllum snúning- um og leggur ágætlega á. Bíllinn er frekar hljóðlátur í akstri, jafnvel á nagladekkjum eins og reynsluakst- ursbíllinn var útbúinn. Best er þó fjöðrunin sem er mjúk, þrátt fyrir mikla burðargetu, og bíllinn vaggar ekki mikið i akstri. Ef lagt er mikið á hann getur þó framhjól á nær- horni misst aðeins grip en leggja þarf vel á bílinn til að það gerist. Ekki er þó mikið lagt i bremsur, að- eins eru skálar að aftan og engin hemlalæsivörn. Öryggispúði er fyr- ir ökumann en ekki farþega og fyr- ir aftan farþega er öryggisgrind. Mikil buröargeta og gott aö- gengi Aðalkostir bilsins felast í farang- ursrýminu. Eins og áður sagði er hann með mikla burðargetu og ekki siður pláss aftur í. Hátt er til lofts og auð- velt að ganga um bílinn og heildarlengd flutn- ingsrýmis er 1,7 metrar sem er mjög gott. Báð- um megin eru hliðar- hurðir á rennibrautum sem skorðast fastar fullopnaðar og aftur- hurðirnar einnig. Þar að auki er topplúga aft- ast og þegar flytja þarf langa og ómeðfærilega hluti, eins og stiga, kemur hún sér vel. Milli topplúgunnar og afturdyranna er svo burðarbiti sem fella má niður með einu hand- taki þegar þörf er á. Á gólfmu er gúmmimotta sem hægt er að taka úr og hreinsa. Gæta þarf Dyr fyrir farþega og ökumann eru stórar og aö- gengilegar og nóg pláss er einnig fyrir farþega. Enn betri bremsur Dekkja- og íhlutaframleiðandinn Continental hefur í samvinnu við nokkra bílaframleiðendur þróað nýtt rafeindastýrt hemlakerfi sem stöðvar fólksbíl fullrar stærðar af 100 km hraða á aðeins 30 metrum, miðað við eðlilegan veg. Þetta er fullum tveimur bíllengdum betra en áður hefur þekkst. Stephan Kessel, fram- kvæmdastjóri Continental, skýrði frá þessu á fréttafundi sem haldinn var nýlega á tilraunabraut Continental, skammt frá Hannover, þar sem virkni þessara nýju hemla var sýnd. Afturdyrnar opnast vel og skorðast í 90 gráðum. Einnig er hægt meö einu handtaki að opna þær í 180 gráður. Citroén Ðerlingo Van Vél: 1,4 lítra bensínvél með Multipoint-innspýtingu. Rúmtak: 1360 rúmsentímetrar. Hestöfl: 75/6000 sn. mín. Tog: 120 Nm/3600 sn.mín. Hámarkshraði: 148 km. Hrööun 0-100 km: 14 sekúndur. Gírkassi: 5 gíra handskiptur. Drif: Framdrif. Eldsneyti: Bensín. Bensíntankur: 55 lítra. Eyðsla í bl. akstri: 7,2 lítrar. Lengd: 4108 mm. Breidd: 1719 mm. Hæð: 1802 mm. Hjólahaf: 2690 mm. Hjólabil framan: 1422 mm. Hjólabil aftan: 1440 mm. Veghæð: 140 mm. Dyr: 6. Opnun afturdyra: 180'. Burðargeta: 800 kíló. Fjöldi farþega m. bílstjóra: 2. Bensíntankur: 55 lítra. Hemlar framan: Diskar. Hemlar aftan: Skálar. Dekk: 175/65 R 14. Stærð farangursrýmis: 3000 lítrar. Eigin þyngd: 1025 kíló. Verð: 1.319.000 kr. Verö án vsk.: 1.059.438 kr. Umboö: Brimborg hf. þó að því hvaða hreinsiefni eru not- uð svo hún verði ekki hál. Best er að nota volgt vatn og sápu. Citroén Berlingo er þokkalega bú- inn vinnubíll og sem bíll fyrir flutn- inga allgóður sem slíkur. Munar þar helst um burðargetu og mikið pláss, aðgengi og ekki síst góða Væntanlega eru nú allir komnir á almennileg vetrardekk - þeir sem á annað borð nota bíl að vetri. Það flokkast undir glæpsamlegan hálf- vitahátt að vera á sumardekkjum yfir veturinn. Efnablandan í þeim glerharðnar þegar komið er niður undir frostmark þannig að þau verða hálli og þar með hættulegri en vetrardekk, burtséð frá munstri. Sama lögmál er að verki þegar vetr- ardekk taka að gerast gömul: þau missa mýkt sína og þar með getu til að sinna þeim vetrarverkum sem þau eru upprunalega ætluð til og sinna meðan þau hafa mýkt til. Af neytenda hálfu er nú almennt fjöðrun. Verðið án viröisaukaskatts, 1.059.438 kr., er einnig nokkuð gott. -NG Plúsar: Rými, aðgengi, fjöörun. Mínusar: Stjórntæki, bremsur talað um að vetrardekk megi ekki verða eldri en sex vetra. Erlendis fara árlega fram marg- víslegar samanburðarprófanir á vetrardekkjum. Á vegum þýska blaðsins Auto Bild fór slík prófun fram í haust. Að henni lokinni taldi blaðið eftirtalin vetrardekk góð: Goodyear Ultra Grip 6, Pirelli Winter 210 Snowsport, Continental Wintercontact TS 790, Firestone FW 930 Winter. Einnig taldi Auto Bild óhætt að mæla með þessum dekkjum: Uniroyal MS Plus 55, Michelin Pilot Alpin, Hankook W400 Winter, Toyo Snowprox S 940. -SHH Hvernig eru dekkin? %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.