Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað Sviðsljós Er gítarinn enn þá boðflenna? Hljóðheimur- inn er að breytast - Pétur Jónasson gítarleikari leikur íslensk tónverk fyrir gítar og kammersveit Þegar Pétur Jónasson var níu ára ákvaö hann aö veröa glt- arleikari. Tilgangur hans meö því var aö líkjast gítar- hetjunum í Bítlunum, Lennon og Harrison, enda haföi hann, aö eigin sögn, hlotiö „strangt Bítlauppeldi". Þetta var áriö 1970 og Pétur varð nemandi Eyþórs Þor- lákssonar sem var einn af brautryðjendum í því að kenna ís- lendingum aö leika á gítar. Eyþór kenndi mörgum að spila en lék sjálfur tónlist af margvíslegu tagi og mun hafa tekið fyrsta íslenska „gítarsólóið" í þvi magnaða lagi, Vegir liggja til allra átta eftir Sig- fús Halldórsson. Ekkert af þessu vissi Pétur þegar hann mætti en Eyþór tók hann réttum tökum. „Ég man að hann ræddi mikið við mig um tónlist og hvaða tón- list ég hrifist af og síðan gætti hann þess að kenna mér að leika á gítar eftir hefðbundnum klass- ískum aðferðum en líka að kenna mér aðrar aðferðir sem mætti nýta í annars konar tónlist. Þetta flnnst mér til fyrirmyndar og hef beitt þessu við mína eigin nem- endur,“ segir Pétur þegar hann rifjar upp fyrstu skrefin á tónlist- arbrautinni. Fjarlægðist Bítlana og Eyþór Pétur er í dag kominn spölkorn frá Bítlunum og Eyþóri Þorláks- syni því nýkominn er út diskur þar sem Pétur leikur verk þriggja íslenskra nútímatónskálda sem eiga það sameiginlegt að vera kammerverk með gítar, samin sérstaklega fyrir Pétur. Atli Heimir Sveinsson skrifar Dansa dýrðarinnar, Þorkell Sigurbjöms- son skrifar Hverafugla og Hafliði Hallgrímsson skrifar Tristía. Með Pétri á diskinum leikur hluti CAPUT-hópsins, þeir Kolbeinn Bjarnason á flautu, Guðni Franz- son á klarinett, Sigurður Hall- dórsson á selló og Daníel Þor- steinsson á píanó. Hvemig tónlist er þetta? „Þetta er nýr hljóðheimur þar sem gítarinn er settur í nýtt sam- hengi. Tónlistin er ljóðræn og taktföst og öll tónskáldin eru að fjalla um íslenska náttúru í ein- hverjum myndum og sumt minn- ir á sagnaljóð," segir Pétur. Hvað er nútímatónlist? En er þetta nútímatónlist? „Mörgu fólki finnst hugtakið nútímatónlist eitthvað fráhrind- andi en það er þessi tónlist ekki. Tónlist snertir fólk djúpt og það tekur oft mjög afdráttarlausa af- stöðu til hennar á grundvelli sterkra tilfinninga sem hún kall- ar fram. Elsta verkið er samið fyr- ir 15 árum svo sumir myndu ekki kalla þetta nútímatónlist. Fyrir 30-40 árum var tónskáld- um mjög umhugað um að reyna á þolmörk hlustenda og skilgrein- ingar á tónlist og þá var samið og flutt mikið af framandi tónlist. Ég held að tónskáld semji út frá eig- in tilfinningum í dag og hafi þess vegna færst nær áheyrendum of svo má segja. Skilgreiningar á því hvað er nútímatónlist og hvað er dægur- tónlist eða popp eru mjög á reiki. Merkimiðarnir tolla stöðugt verr á eftir sem hljóðheimurinn breyt- ist og framboð á fjölbreyttri tón- list verður meira. Öll tónlist hef- ur breyst og skilgreiningar fólks á henni jafnframt." Við fótskör meistaranna Pétur Jónasson hefur lært gít- arleik í tveimur heimsálfum, bæði í Mexíkó og Spáni, og setið við fótskör frægustu gítarmeist- ara samtímans. Hann hefur feng- ið margvfsleg verðlaun, bæði Sonning-verðlaunin og tilnefn- Pétur Jónasson gítarleikari Hann byrjaöi níu ára gamall aö læra hjá Eyþóri Þorlákssyni og hefur síöan setiö meö gítarinn í fanginu. ingu til tónlistarverðlauna Norð- urlandaráös fyrir leik sinn og komið fram á tónleikum í flestum álfum heimsins. Einfari og boöflenna Gítarinn hefur gegnt því sér- stæða hlutverki öldum saman að vera nokkurs konar boðflenna í stássstofum klassískrar tónlistar. Hann á ekkert sæti í skipan sin- fóníutónlistar og hefur til skamms tíma verið sjaldséður í kammertónlist. Lengi vel var ekki kennt á gítar við íhaldssama tón- listarskóla og til er saga af roskn- um skólastjóra á landsbyggðinni sem sagði að gítar væri ágætur í brasilískum pútnahúsum en ekki i sínum tónlistarskóla. Er þetta enn svona? „Það er ekki langt síðan þetta breyttist,“ segir Pétur og glottir. „Ég veit um mann sem knúði dyra í tónlistarskóla hér í Reykja- vík og vildi læra á gítar. Honum var sagt að leita annað því þetta væri tónlistarskóli. Gítarinn hef- ur lengi verið einfari í ættbálki hljóðfæranna. Þetta hefur breyst mjög mikið og virðing manna fyr- ir hljóðfærinu aukist og rödd þess heyrist víðar en áður og meðal annars í nýju samhengi á þessum diski." -PÁÁ Brad Pitt og Jennifer Aniston: Astin er tvær akreinar — en bara í aðra áttina Brad Pitt og Jennifer Aniston eru búin að vera gift í nokkrar minútur og því augljóst að hjónabandið er farið að trosna eins og strigaskór úr fyrra stríði. Amerísk slúðurblöð eru þegar farin að spá endalokum hjónabandsins enda alltaf traustara að segja aö eitthvað endi, þaö eru meiri tíðindi. Ástæöan fyrir sögusögnunum byggjast á því að Jennifer á að vera orðin nokkuð singjöm í samband- inu. Hún vill passa Pittinn sinn af- skaplega vel og vill helst ekki víkja frá honum hálfa stund. Hún er sögð hafa eytt formúu í flug- ferðir á milli Banda- ríkjanna og London og Bandaríkjanna og Ung- veijalands þar sem tök- ur á nýjustu mynd Brads, Spy Game, fara fram. Brad er ekki sagður Jennifer mjög þakklátur fyrir alla athyglina og vill fá meira næði. „Vinur“ þeirra hjóna segir að brúðkaupsdögunum sé lokiö. Þau séu samt mjög ástfangin en Jennifer fái ekki nóg af Brad. „Þið megið trúa því að hlutimir eru ekki ein- tóm hamingja lengur," segir „vinur- inn“. Hvað þá verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er vist að alltaf verður ákaflega gaman þá, hvort heldur verður skilnaður eða ekki. Við fáum þá í það minnsta eitthvað til aö lesa. Harrison Ford í stuði: Sleikir tær á súlukonu - er að ná sér eftir skilnaðinn Það er talið ótvírætt batamerki þegar nýskildir sleikja tær ókunn- ugra. Það virðist alla vega vera raunin í málum Harrisons Fords sem er nýskilinn. Hann hefur und- anfarið verið duglegur að sækja veislurnar og líta í kringum sig. „Hann getur plægt og sáð i önnur akurlönd," segir í Antígónu Sófóklesar og það er næstum því það sem Harrison hefur tekið sér fyrir hendur í einkalifi sínu. Nýjasta sagan af honum er frá nektardansmey í Los Angeles sem sá kappann á bifhjóli sínu í fullum herkiæðum. Hún segist hafa hrópað til hans og hann hafi, henni að óvör- um, komið til hennar og boðið henni far heim á bifhjólinu. Þegar heim var komið segist stúlkan, sem er á 35. aldursári, hafa haldið hon- um þar um nóttina meö töfrum sín- um. „Ég veit um margar konur sem sjá hann í kvikmyndunum og ímynda sér sig með honum. Jæja, hann er alveg jafn rómantískur í einkalifinu," segir stúlkan sem seg- ist hafa reynslu af kossum hans og handarstrokum. „Hann sleikti á mér tærnar." Það sem gerir frásögnina dálítið einkennilega er að hún segir að þau hafi haft brjálæðisleg mök. Síðan bætti hún við: „Við gengum eins langt og við gátum án þess að fara alla leið.“ Ljóst er að vanir menn eins og Clinton hefðu ekki verið lengi að hrekja slika reynslu út úr skilgreiningum kynlífsins. Þú ert nefnilega ekki kominn alla leið til Akureyrar þegar þú ert í Varma- hlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.