Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgaiblað DV Hvaða jólasveinn er nú þetta? satt og logið um Sveinka og jólin Þaö mætti stundum halda aö það stæöi kalt stríö milli tveggja fylkinga jólasveina. önnur er ill- kvittin, hrekkjótt og klædd grá- brúnu vaðmáli og ferðast um og fremur óknytti og gripdeildir og stríðir mönnum og máUeysingj- um. Hin tegundin er rauðklædd í fallegum búningi, með svart belti og í svörtum stígvélum með hvítt hár og skegg og fer um syngjandi og gefur börnum gjafir og syngur og trallar. Hann er feitur og vel- sældarlegur en hinir eru horaðir og krangalegir. Þessum fylkingum lýstur ekki beinlínis saman en andstæðingar þess feita rauðklædda eiga það sameiginlegt að telja hann vera holdgerving gosdrykkjaframleið- andans Coca-Cola og tákn fyrir þá heimsvaldastefnu sem felst í út- breiðslu drykkjarins vinsæla til allra horna heimsins. Sveinki hinn rauðklæddi er stundum kall- aður „Kólasveinninn" í niðrandi merkingu og sagður vera auglýs- ingafígúra búin til af ímyndar- smiðum Coke til þess að tengja saman foman átrúnað og nútíma söluherferðir. En er þetta alls kostar rétt? Lít- um aðeins á það sem er satt og log- ið um Sveinka garminn og hvaðan hann kemur. Var jólasveinninn Hund- Tyrki? Jólasveinninn heitir á ensku Santa Claus sem er vísun til þess dýrlings sem hann er kenndur við sem er heilagur Nikulás eða St. Nicholas. Það er ekki sérlega mik- ið vitað fyrir vist um heilagan Nikulás. Sumar sögur segja að hann hafi verið italskur biskup sem var uppi á 4. öld eftir Krist en aðrir segja að hann hafi fæðst í borginni Patara á suðurströnd þess sem nú er Tyrkland. Þaðan hafi ítalskir ribbaldar stolið lík- amsleifum hans og haft á brott með sér til Ítalíu og síöan sé karl- inn talinn ítalskur. Sá sem þetta ritar kom eitt sinn til Patara sem er meint fæðingarborg Sveinka, eða það stóð að minnsta kosti í leiðsögubókinni. Ekki varð vart við neitt í þessari syfjulegu fátækt- arborg sem minnti á að þar hefði fæðst heilagur maöur. Ekki tókst heldur að hafa uppi á neinum heimamanni sem kannaðist neitt við jól eða jólasvein enda trúa menn á Allah þar um slóðir og hirða lítt um jól. Jóiasveinninn kemur með heimanmundlnn Goðsögur um Nikulás biskup á Ítalíu segja að hann hafi verið frægur fyrir örlæti sitt og meðal annars kastað peningapokum inn um glugga þriggja bláfátækra systra að næturþeli og þannig út- vegað þeim heimanmund. Þessi saga minnir um margt á jólasvein- inn sem kemur á gluggann með nákvæmlega það sem mann hafði alltaf langað í. Fígúrur á borð við jólasveininn rauðklædda sem gefúr gjafir um þetta leyti árs er að fínna í þjóð- sögum margra landa og mætti nefna hinn þýskættaða Christkindlein, hin franska Pere Noel og Pelsnickle sem þekkist sums staðar í Evrópu. Nikulás var meðal vinsælustu dýrlinga í Evrópu á miðöldum og við hann kennd sérstök messa, Nikulásarmessa sem ber upp á 6. desember. Þá var vani að gefa börnum gjafir í tilefni dagsins og glittir þar enn í hlutverk jóla- sveinsins. Þegar lúterskan ruddi sér til rúms í Evrópu datt heilagur Nikulás úr móð víðast hvar nema í Hollandi þar sem átrúnaður á hann hélst sterkur. Jólahald og barnelgnlr Jólin sjálf sem hátíö þróast gegnum aldimar óháð sögunni um Nikulás og leiðir þessara tveggja fyrirbæra skerast ekki fyrr en ná- lægt okkar timum. Jólin eru fornt blót heiðinna manna sem voru að fagna hækkandi sól að nýju en voru klædd í kristinn búning í pólitískum tilgangi til að greiða fyrir kristnitöku. Lengi fram eftir öldum höfðu jólin á sér svip heið- inna blóta með tilheyrandi drykkjuskap og skrílslátum. Frá sextándu öld eru til síðustu heim- ildir um sérstakan hrekkjakóng sem er krýndur á jólum er fer fyr- ir í óknyttum og svalli. Um svipað leyti má sjá að barneignum fjölgar mjög í september ár hvert, níu mánuðum eftir jólahald. Plntard kemur til sögunnar Á átjándu og nítjándu öld fer að komast meiri hófstiliingarblær á jólahald í Evrópu og Ameríku og þau verða stöðugt meiri kristnihá- tíð. í Bandaríkjunum átti einn mað- ur öðrum fremur þátt í að gera jól- „Það var síðan árið 1931 sem hinn sœnskœttaði auglýsingateiknari Haddon H. Sundblom teiknaði hinn þybbna, síðskeggjaða, rauðklœdda jólasvein inn í auglýsing- ar fyrir Coca-Cola að vin- sœldir hans náðu út fyrir Ameríku. En Sveinki var ekki uppfinning Sund- bloms. Hann var þegar orðinn mjög þekktur í hugum Bandaríkja- manna og staða hans sem jólasveins var traust og örugg. Það var hins vegar kókið sem gerði hann heimsfrœgan.“ in að þeirri hátíð sem þar tíðkast í dag. Þessi maður hét John Pintard og átti ríkan þátt í að gera fjórða júlí, afmæli Washingtons og Kól- umbusardaginn að hátíöisdögum i Ameríku. Árið 1804 stofnaði hann Sögufélagið í New York og gerði engan annan en hinn gjafmilda rauðklædda dýrling heiiagan Niku- lás að sérstökum vemdardýrlingi þess. Ástæðumar fyrir áhuga Pintard á Nikulási vora sögulegar vegna tengsla Hollands við marga frum- byggja New York en Nikulás var miðpunkturinn í jólahaldi að hol- lenskum sið sem var í tísku meðal New York-búa af efri stigum á þess- um tíma. Hið ameríska nafn jóla- sveinsins Santa Claus er einmitt af- bökun af hinu hollenska gælunafni jólasveinsins, Sinterklaas. í bak- sviðinu glittir i óformlegan félags- skap auðugra New York-búa sem kölluðu sig Knickerbockers og vildu halda fast í evrópska siði og venjur. Sögur og kvæði um Sveinka Hér verður að kalla til sögunnar rithöfundinn Washington Irving sem var félagsmaður í Sögufélag- inu í New York. Hann var þekktur fyrir sögur sínar af Ichabod Crane og Rip van Winkle en skrifaði einnig The Sketch Book of Geof- frey Crayon 1819. Þar lýsti hann fjálglega jólahaldi sem einkenndist af gleði, samheldni fjölskyldunnar, gjöfum og örlæti þar sem ríkir og fátækir glöddust saman. Irving lýsti þessu sem hefðbundum ensk- um jólum en viðurkenndi seinna að þetta væri skáldskapur. Þetta var samt það jólahald sem Pintard notaði þegar hann var að reka áróður fyrir „réttu“ jólahaldi. Þessir þræðir runnu síðan saman í vinsælu kvæði eftir Clement Clarke Moore sem hann gaf út 1823 og heitir Heimsókn frá heilögum Niku- lási. Þar blandar hann saman hinni hefðbundnu imynd heilags Nikulásar að hol- lenskri fyrirmynd og jóla- lýsingum Irving og yrkir um þann helga jólafrið sem við könnumst vel við í dag. Þetta varð til að koma Sveinka karlinum i tísku ásamt vinsæl- um teikni- myndum Thomasar Nast sem margir kynnt- ust í dag- blöðum seint á nítj- \ ándu öld og sýndu jólasvein sem er nær alveg eins og sá Sveinki sem við þekkjum í dag. Nast sýndi hinn gjafmilda, hreindýra- vædda jólasvein ferðast um heiminn og strá gjöfum til þægra bama. Og kókið gerði hann heimsfrægan Það var síðan árið 1931 sem hinn sænskættaði aug- lýsingateiknari Haddon H. Sundblom teiknaði hinn þybbna, síðskeggjaða, rauð- klædda jólasvein inn í aug- lýsingar fyrir Coca-Cola að vinsældir hans náðu út fyrir Ameríku. En Sveinki var ekki uppfinning Sund- bloms. Hann var þegar orð- inn mjög þekktur í hugum Bandarikjamanna og staða hans sem jólasveins var traust og örugg. Það var hins vegar kókið sem gerði hann heimsfrægan. Þess vegna er sú skýring pólitískrar rétthugsunar að jólasveinninn sé fótgönguliði bandarískrar heimsvalda- stefnu og stjórnlausrar neysluhyggju og kaupæðis greinilega röng. Sveinki var löngu orðinn frægur áður en kókið varð að sameiningar- tákni hins vestræna heims. PÁÁ Þaö er útbreidd skoö- un margra að hinn bústni, síöskeggjaöi og rauöklæddi jóiasveinn sé búinn til af Coca-Cola-fyrir- tækinu. Þetta er ekki alls kostar rétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.