Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V Elizabeth Hurley: Tapaði fyrir ekki grenju- skjóðunni - fær líka brjóstahaldara Mikiö var gert úr því fyrir nokkrum vikum að Estée Lauder hefði sagt upp samningi sínum við hina bresku og fógru (yfirleitt and- stæð lýsingarorð) leikkonu, Elizabeth Hurley, um að vera andlit snyrtivara fyrirtækisins. Sagt var að hún hefði tapað fyrir hinni sívolandi Gwyneth Paltrow. Nú hafa þó aðrar upplýsing- ar komið fram og segja þær að samn- ingurinn hafi þrátt fyrir allt verið endurnýjaður. Sagt er að Estée Lauder hafi ekki verið sátt við Imynd leikkonunnar. Fyrir utan það að hún skildi við Hugh Grant og að fótin virðast stöðugt rýma utan á kroppi hennar þá var það vesenið þegar hún braut gegn verkfalli amerískra leikara til að leika í auglýsingu. Kaldhæðnislegt er þó að hún var að leika í auglýsingu fyrir Estée Lauder. Þrátt fyrir lélega stéttarvitund hef- ur Elizabeth unnið mjög á um heims- byggðina með leik sínum í hinni gríð- arvinsælu mynd, Bedazzled. Sagt er að hún sé í þann mund að landa 3 milljón punda samningi við brjósta- haldaraframleiðandann Ultimo. Því verður þó ekki neitað að þótt við stöndum með Liz í baráttunni við Gwyneth þá hefði Estée Lauder frekar átt að ráða þá síðarnefndu til starfans. Hún gæti veriö einkar góð í að aug- lýsa vatnsheldan maska. Heimsfrægir listamenn setja gamalt þýskt leikverk upp í Kaupmannahöfn við dúndurundirtektir: Bara leik - ekkert rit - Robert Wilson og Tom Waits eiga Woyzeck Ef þú ert á leið til Kaupmannahafn- ar ættirðu að reyna að fá miða á Woyzeck í Betty Nansen leikhúsinu á Fredriksberg og hafirðu nokkum tíma séð aðra eins sýningu skal ég éta hatt- inn minn. Robert Wilson Sumir telja að bandaríski leikstjór- inn Robert Wilson sé einn af átta leik- stjómm samtímans sem hafi breytt leiklistarsögunni. Ekki veit ég hvort það er satt. Hitt veit ég að túlkun hans og samstarfsmanna hans á leikriti Ge- orgs Búchners, Woyzeck, frá 1837 er ákaflega frumleg. Expressjónistamir á öðrum áratug aldarinnar uppgötvuðu Búchner og tóku að hjarta sér og Wil- son leggur expressjónismann til grundvallar sýningunni. Hann notar gamlar teikniseríur sem íyrirmyndir að persónunum sem em stílfærðar eins og teiknimyndapersónur frá fyrri hluta aldarinnar. Hreyfimynstur hverrar persónu fyrir sig var eins og hjá brúðu eða hreyfimynd og þannig þrömmuðu þær eða trítluðu, stikuðu eða rykktust fram og aftur um svið sem var ólýsanlega glæsilegt. Einnig það var stílfært og mátti glöggt sjá að Robert WOson er arkitekt að mennt því að með fáum, hreinum línum urðu til hús og gluggar, her- bergi og borgir, tákn, undur og stór- merki. Sviðsmyndin skipti hratt um grunnlit eftir því hvaða stemning ríkti í tali eða tónlist, stundum var hún rauð og svört, stundum græn eða blá, hvít og svört. Þessi litadýrð og hámá- kvæm beiting ljósa einkenndust af stíl- færðri naumhyggju sem venjulegur leikhúsgestur er ekki vanur og líkar stórilla. Þetta er framúrstefhulist (klessumálverk og sinfóníugarg) og al- gengt að slík verk séu sýnd örfáum sinnum áður en þau hverfa af fjölun- um við lítinn orðstír. En sú er ekki raunin með þessa sýningu. Woyzeck hefur þegar slegið öll aðsóknarmet og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Það er uppselt marga mánuði fram í tímann en ef þið hringið beint í leik- húsið gætu sæti hafa losnað. Wifson er heldur ekki einn í ráðum. Tom Waits Bandaríski söngvarinn og lagasmið- urinn Tom Waits og Kathleen Brennan kona hans sömdu tónlistina í Woyzeck sem í þessari gerð er söngleikur eða frekar ópera, því að litill texti stendur eftir úr leikriti Búchner. Hann er flutt- ur á dönsku en söngvamir allir á ensku. Það var svolítið skrýtin blanda. Tónlist Tom Waits í Woyzeck er sams konar undarleg og heillandi blanda af rokki, blús og ballöðum sem heyra má á nýjasta geisladiskinum hans, Mule variations. En í leikhúsinu mátti líka sjá og heyra bráðskemmti- legar tónlistarsamræður við þá félaga Kurt Weill og Brecht enda var sagt að Búchner hefði haft veruleg áhrif á landa sinn Brecht. Sum stefm úr tón- list Waits og Brennan í Woyzeck hljóma enn í kolli mínum og ekki vora flytjendumir af verri endanum, enda hljómsveit og söngvarar/leikarar vald- ir eftir áheymarpróf hjá Wilson og Waits/Brennan sem skilja ekki frekar en Bandaríkjamenn yfirleitt að hægt sé að manna leikrit sómasamlega án áheymarprófa. Wilson-og-Wait-zcek? Woyzcek fjallar um niðurlægingu fátæks hermanns sem selur afnot af líkama sínum í vísindaskyni til að hafa í sig og fjölskyldu sína og missir að lokum vitið. Búchner skildi leikrit- ið eftir ófrágengið í druslulegum blaða- bunka, ónúmeruðum. Blaðsíðumar vora klesstar saman og blekið dofnað þegar menn tóku þessa hörmung fram til að leika hana sextíu árum eftir dauða skáldsins. Það þurfti að nota efnablöndu til að skýra blekið og við það varð upprunalega handritið nán- ast ólæsilegt og frumtextinn er þannig ónýtur. Fyrsta afritið er eins og frum- rit. Yfir þessu hafa menn glaðst mjög og talið sig hafa fulla heimild til að hamast á verkinu, skera það niður, endurraða og túlka eins og þeim sýn- ist. Sýning Wilsons og Waits er magnað leikhús eins og fram er komið, en text- inn er skorinn svo ofboðslega niður að áheyrandi hefði varla einu sinni skilið söguþráðinn ef hann hefði ekki þekkt hann fyrir eða keypt leikskrána þar sem sagt er afar stuttlega frá því um hvað leikritið snýst. „Verkið er svo áhugavert af því að það er engin sál- fræði í því,“ sagði Wilson í viðtali en ekki kunna allir að vera sammála því. í raun var svo lítið notað (eða mis- notað?) af „upprunalega" verkinu að það var frekar eins og áhugaverður bakgrunnur og merkingarauki fyrir verk Wilsons og Waits. Hefði kannski mátt sleppa því að nefna það yfirleitt? Vantar ekki eitthvað í leikrit sem er orðið alfarið leik- en ekkert -rit? Dagný Kristjánsdóttir Hallgrímur Helgason ___ BANANAREPUBLIKANAR Hallgrímur Hefgason skrifar henni úr þeirri „Oral Office" sem Clinton gerði hana að í aðra og meiri „Ovaluable Office". Hann á örugglega eftir að gera góða hluti. Hann á eftir að endur- reisa menntakerfið því eins og hann hefur margsagt þá ætlar hann sér að gera sitt fólk að „best menntuðu Ameríkönum í heimi“. Já. Maðurinn er snillingiir. Hverjum öðrum hefði tekist að verða forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að hljóta minnihluta atkvæða á landsvísu? Og takast að vinna Flórída án þess heldur að hljóta meirihluta atkvæðanna þar. „Mesta lýðræðisríki heims“ hefur afhjúpað sig sem mesta lögræðis- ríki heims. Og Repúblikanaflokk- urinn hefur afhjúpað sig sem Ban- analýðveldisflokkinn. Þeir hömuð- ust gegn því, ásamt sfnum nú lágt sokkna Hæstarétti, að öll atkvæði yrðu talin. Af því fólkinu sem átti að telja þau var ekki treystandi, ekki frekar en fólkinu sem kaus. Þeim tókst það. Því Bushmenn- irnir eru „alltaf reiðubúnir að mæta þeim ófyrirsjáanlegu atburð- um sem munu eða munu ekki ger- ast“. Þeir stálu kosningunum. Jebh. Þeir vildu ekki láta telja öll atkvæð- in. Neibb. Þeim tókst að þæfa málið fyrir dómstólum þar til Gore féll á tlma. Jebb. Þeir strikuðu 8000 svert- ingja útaf kosningaskrá í Flórída. Jebb. Þeir létu lélegustu talningar- vélarnar í negrahverfin. Jebb. Þeir bættu kennitölum eftir á á 20.000 ut- ankjörstaðaatkvæði repúblikana. Jebb. Jebb Bush. Gott er að eiga bróður bakvið tjöldin. Og gaman að fá að taka við stöð- unni hans pabba. George W. Bush er orðinn forseti Bandaríkjanna. Nú er rétt ár síðan ég sá hann fyrst, á kappræðufundi með 7 öðrum repúblikönum sem all- ir virtust hæfari til þess að taka við embættinu en hann. Maður roðnaði i hvert sinn sem hann fékk orðið. En nú er sú martröð orðin að veru- leika. Við sitjum uppi með týnda soninn sem lagði flöskuna á hilluna og tók upp dauðarefsingar í staðinn. Við hérna hinumegin við hafið sem hann hefur aldrei flogið yfir, maður- inn sem heldur að „Iceland" sé svarthvít dans- og skautamynd með Sonju Heine, sem heldur að Banda- ríkin séu hluti af Evrópu, sem sagði herforingjastjórnina í Pakistan boða góða framtíð í því landi, já eða... er Pakistan ekki örugglega land? Nú munum við roðna næstu fjög- ur árin. George W. Bush. Einfaldari en Ford, óupplýstari en Reagan, ósvif- inn á viö Nixon og orðheppnari en Dan Quayle. Nokkur dæmi: „Ég hef tekið góðar ákvarðanir í fortíðinni og ég hef tekið góðar ákvarðanir í framtíðinni." - „Fram- tíðin verður bjartari á morgun." - „Ég stend við öll mín mismæli.“ En það er kannski það besta við Bush. Hann stendur við vitleysuna sem hann lætur útúr sér. Svo ein- faldur og góður strákur. Ég meina. Þetta er maður sem getur ekki einu sinni borið fram orðið „subliminal“. í hans munni verður það alltaf „subliminable". En það er einmitt þetta sem gerir hann svo „memora- bleable". Ble-saður. Líklega er hér loksins komin skýringin á því hvers vegna karl faðir hans valdi sér Dan Quayle sem varaforseta. Af því sá litli fugl minnti hann svo á sinn eigin son. Quayle var á sínum tíma mikill gleðinnar gjafi og grínberi inn í stofur landsmanna, maður sem af- sakaði sig fyrir „að tala ekki latínu" þegar hann kom til Latnesku Amer- íku og undraðist það að Equador væri ekki allt fjólublátt eins og á heimskortinu heima. Öll munum við eftir frægri setningu hans: „Hel- för gyðinga var svartur blettur í sögu Bandarikjanna" sem og því þegar hann flaskaði á því að stafa orðið „potato“ fyrir framan 5 bekki af bamaskólabömum í Illinois. George W. Bush er skilgreindur sonur George Bush og Dan Quayle. Gefum honum orðið: „Við eram reiðubúnir að mæta öllum þeim ófyrirsjáanlegu atburð- um sem munu eða munu ekki ger- ast.“ - „Það er ekki mengunin sem skaðar umhverfið heldur öll þau óhreinindi sem er að finna í and- rúmsloftinu." - „Við höfum miklum skyldum að gegna við NATO. Við erum hluti af NATO. Við höfum miklum skyldum að gegna við Evr- ópu. Við eram hluti af Evrópu." Kannski þess vegna sem hann hefur aldrei tekið upp hjá sér að fljúga til Evrópu? Eða til hvers? Maðurinn er borinn og barnfæddur í Evrópu. Og hefur örugglega komið til Parísar, Texas. „I’m sorry, I don’t speak any ranch." í öllum eftirmálum kosninganna óttaðist Bush það mest að Gore myndi áfrýja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna til Evrópudómstóls- ins i Strasborg. En við getum samt alveg slappað af. Dick Cheney og Colin Powell eru örugglega fullfærir um að útskýra fyrir honum að Halldór Ásgrímsson sé ekki framleiöandinn að fyrirhug- aðri endurgerð kvikmyndarinnar „Iceland". Málið vandast þó kannski þegar þeir segja honum að Rússland eigi landamæri að Noregi og sé líka næsta land við Alaska. „Yes, but we can relax, they are on the dark side of the planet." Og þá verður sjálfsagt stutt í eina af þessum frægu furðusetningum nýja forsetans: „Það er kominn tími til þess að mannkynið haldi inn í sólkerfið." Er hann af þessum heimi? En Bush á sjálfsagt eftir að endur- reisa virðingu og traust í Was- hington eins og hann hefur marg- lega lofað. Hann á eftir hefja The Oval Office til vegs á ný og breyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.