Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 51 I>V Helgarblað að kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Dyr standa opnar Sögur um að þetta gæti veriö skýringin hafa kraumað í bæjarfé- laginu allt siðan daginn eftir elds- voðann. Þegar flaumósa yfirmaður frystihússins kom að dyrunum þar sem eldurinn logaði hvað glaðast inni fyrir og ætlaði að sækja lykla sína til að hleypa slökkviliðsmönn- um inn brá þeim illilega þegar kom í ljós að dymar voru opnar. Annar verkstjóri í frystihúsinu hafði átt leið um húsið um klukkan fimm um daginn og veitti því þá eft- irtekt að dymar voru opnar. Hann fór upp á þak til að laga jólaskreyt- ingu sem þurfti að laga og læsti dyr- unum þegar hann fór. Þær má opna að innanverðu svo hann taldi að þeir sem þarna væru við störf gætu komist fyrirhafnarlaust út. Þetta er í þriöja sinn sem ísfélag Vestmannaeyja verður fyrir miklu tjóni á nærri 100 ára ferli félagsins og í öll skiptin hefur eldur komið við sögu. Einar Sigurðsson stofnaði árið 1939 Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja sem átti eftir að sameinast ísfé- laginu. 8. janúar 1950 stórskemmd- ist húsnæði Hraðfrystistöðvarinnar af eldi. Þar var þá rekið stærsta frystihús landsins. Siðan kom eldur við sögu þegar Hraðfrystistöðin ger- eyðilagðist i eldgosinu í Vestmanna- eyjum 1973. Bruninn fyrir rúmri viku er því þriðja stórtjónið á 50 árum sem fyrirtækið verður fyrir. I hin tvö skiptin var byggt upp að nýju í Vestmannaeyjum. Foringinn fallni Þótt það sé ekki ofmælt að líta á bruna ísfélagsins sem gífurlegt áfall, bæði fyrir samfélagið og fyrir- tækið sjálft er langt frá því að það sé ein stök bára á annars lygnum sjó. Sigurður Einarsson, forstjóri ís- félagsins, féll frá, langt fyrir aldur fram, 4. október sl., aðeins 49 ára að aldri, eftir skammt veikindastríð. Sigurður og fjölskylda hans áttu 80% í fyrirtækinu og óhætt er að fullyrða að fráfall Sigurðar hafi ver- ið reiðarslag fyrir samfélagið í Eyj- um ekki síður en fjölskylduna. Sig- urður var um margt mjög óvenju- legur maður og beitti starfsorku sinni ekki síður á félagslegum vett- vangi í bæjarfélaginu en fyrir hönd fyrirtækisins. Það er óhætt aö fullyrða að ísfé- lag Vestmannaeyja hafi verið i sár- um eftir fráfall Sigurðar þegar bruninn bættist síðan við tæpum tveimur mánuðum eftir jaröarfor hans. Einn dag í einu Meðan húsið var enn óbrunnið voru margir sem veltu því fyrir sér hver framtíð fyrirtækisins væri eft- ir að forustumaður þess væri fall- inn frá og hvað fjölskyldan hygðist fyrir. Þessum vangaveltum var að hluta til svarað fyrir skömmu þegar stjóm fyrirtækisins lýsti því yfír að hún hefði mikla trú á fískvinnslu. Nú þegar menn standa yfir rúst- um fyrirtækisins vakna aftur spumingar um framtíöina og nú snúast spumingarnar um það hvort fyrirtækið verði byggt upp aftur. Einar Sigurðsson er elsti sonur Sig- urðar Einarssonar heitins. Hann hefur lítt viljað tjá sig við fjölmiðla um framtíðaráform enda enn unnið að hreinsun af fullum krafti. Hann segir í viðtali við vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag að eigendur taki einn dag fyrir í einu og fyrsta verkefnið sé að koma að- stööu fyrir loðnufrystingu í gang í tæka tíð en næstu skref séu að tryggja framtíð ísfélagsins „til lengri tíma“. Staða okkar er sterk Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði í samtali við DV um framtíð og stöðu „Viö þetta féil andinn í bæjarfélaginu enn neðar en áður og það er forgangsverkefni að leysa málið til þess að hreinsa nöfn allra þeirra sem liggja undir grun. Meðan við telj- um að brennuvargur sé á meðal okkar er ástandið óbæriiegt." fyrirtækisins að staða þess væri mjög sterk. „Við ráðum yfir 10,5% loðnukvót- ans, 8,2% úr norsk -íslenska síldar- stofninum og eigum 6 síldarkvóta af íslandssOd. Fyrirtækið á um 1600 tonna þorskkvóta og samtals um 3.300 þorskígildistonn í bolflsk- kvóta." Þessi skipting endurspeglar hve mikið fyrirtækið reiðir sig á upp- sjávarfisk, síld og loðnu. Lágt verð á En er afkoma bolfiskfrystingar svo góð að fortakslaust verði byggt upp aftur? „Það er víða á landinu verið að frysta fisk með góðum árangri," svarar Jóhann og lætur við það sitja. Sumir hafa líkt eldsvoöanum við eldgosið 1 Vestmannaeyjum árið 1973. Er sú samlíking sann- gjörn? „Ég býst við því. Fólk stendur algerlega varnarlaust við svona áfóll og úr því ætti að bæta alveg eins og fyrirtæki geta tryggt sig gagnvart slíku. Þó er rétt að geta þess að fyrirtæki og einstaklingar í Eyjum og uppi á landi hafa sýnt ísfélaginu og starfsfólki þess ótrú- lega mikla samúð bæði í orði og verki.“ Röð áfalla og óhappa Heimamenn í Vestmannaeyjum, sem DV ræddi við um ástandið í bænum, vildu tengja saman nokk- ur áföll sem bæjarfélagið hefur orðið fyrir og horfa á málin í ögn víðara samhengi en áfaUið sem áfall var samt fyrst og fremst móralskt. Þetta er hluti af þeirri mynd sem heimamenn sjá þegar þeir virða fyrir sér ástandið. Hlustum ekki á sögusagnir Allt þetta er rétt að hafa í huga þegar reynt er að gera sér grein fyrir ástandinu í Vestmannaeyj- um. Mörgum virðist finnast mælirinn vera fullur og lífið andróður þar sem hvert áfallið rekur annað. Við þessar aðstæður er tilhugsunin um að meðal bæjar- búa leynist brennuvargur, sem lagt hafi atvinnulífið í rúst, næst- um óbærileg. „Það er augljóst að það er brýnt að upplýsa málið sem allra fyrst. Það sem er samt brýnast er að fólk haldi stillingu sinni og haldi sig við staðreyndir málsins," sagði séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur í Vestmannaeyjum, í sam- tali við DV. Kristján hefur staðið í ströngu síðustu daga við sálgæslu og aðhlynningu þeirra sem kviöa framtíðinni og urðu fyrir áfalli við brunann. Fréttirnar um að brun- , DV-MYND Á vettvangi á brunastað Frá vinstri: Daöi Pálsson, verkstjórí í Isfélaginu, Jón Ólafur Svansson framleiöslustjóri og Einar Sigurösson, elsti sonur Siguröar heitins Einarssonar og forsvarsmaöur fjölskyldunnar á þessum erfiöu tímum. afurðum uppsjávarfiska hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur verið rekið með tapi tvö síöustu ár sem nemur rúmlega 150 milljónum á ári. Á síðustu fimm árum hefur ísfélag- ið fjárfest fyrir um þrjá milljarða, aðallega í endurbótum á loðnuverk- smiðjum í Eyjum og skipastól en einnig verulega í landfrystingu sem varð eldinum að bráð. Mikið fé hef- ur verið lagt í aðstöðu frystingar á síld og loðnu en sá hluti vinnslunn- ar bjargaðist nær óskemmdur úr brunanum og mun líklega komast í gang eftir áramótin. En var afkoma bolfiskvinnslunn- ar í Eyjum góð? „Hún var viðunandi," segir Jó- hann. „Við höfum mjög gott starfsfólk og vorum að bæta okkur mikið í bolfiskvinnslunni, m.a. í nýtingu. Fyrirtækið batt vonir við bolfisk- vinnslu og hefur fulla trú á henni eins og sést af yfirlýsingu frá byrjun nóvember. Það var ætlun okkar að reka hér öflugt frystihús." Vildu sameiningu Á tiltölulega skömmum tíma hafa verið gerðar tvær tilraunir til þess að sameina ísfélag Vest- mannaeyja við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem er stórt og öflugt fyrirtæki sem átt hefur við verulegan rekstrarvanda að etja undanfarin ár og býr við erfiða skuldastöðu og mun meiri taprekst- ur en ísfélagið. Samrunatilraunir báru engan árangur og seinni til- rauninni lauk í byrjun nóvember sl. Hvað olli því? „Ég get ekki svarað því,“ segir Jóhann Pétur. „í bæði skiptin var ísfélaginu full alvara og hafði samþykkt sam- eininguna formlega fyrir sitt leyti.“ tengist brunanum gefur tilefni tO. íbúum Vestmannaeyja hefur fækkað mikið á undanförnum árum, eða um 400-500 manns frá 1995, og nú eru íbúar Vestmanna- eyja um 4500 talsins. Sameiningar í sjávarútvegi og margvíslegar breytingar í atvinnulífinu í Eyjum ásamt miklum verðlækkunum á mjöli og lýsi hafa orðiö til þess að tekjur heimamanna hafa minnkað umtalsvert á síðustu tveimur árum sérstaklega og það hefur mikil áhrif á samfélagið. Verðfall á mjöli og lýsi hefur hitt Eyja- menn verr en mörg önnur byggð- arlög vegna þess að sjávarútvegur í Eyjum byggist meira á vinnslu uppsjávarfiska en almennt gerist um sjávarþorp annars staðar á landinu. Ótímabært fráfall Sigurðar Ein- arssonar var reiðarslag fyrir bæj- arfélagið í Vestmannaeyjum því Sigurður var í sterkara leiðtoga- hlutverki á heimavelli en almennt gerist og mikið horft til hans í margvíslegum skilningi. Það fólk sem tók fráfall hans nærri sér verður fyrir enn þyngra höggi nú þegar vinnustaðurinn brennur til kaldra kola og framtíð fyrirtækis- ins er í óvissu. Og Herjólfur líka Átökin um það hver ætti að ann- ast rekstur ferjunnar Herjólfs voru einnig mikið áfall fyrir bæjarfélag- ið. í augum margra annarra lands- manna var einungis verið að fela rekstur ferjunnar þeim sem það gera með hagkvæmustum hætti en Samskip fékk verkið samkvæmt út- boði. í augum heimamanna var ver- ið að svipta bæjarfélagið forræði í ákveðnum málaflokki og taka af þeim völd og vel launuð störf. Það inn hafi líklega verið af manna- völdum gera ástandið enn verra. „Það hefur verið unnið hér mik- ið uppbyggingarstarf síðustu daga. Það er enginn í Pollýönnuleik en það er tekið á málunum. TU þess að gera ekki iUt verra er áríðandi aö fólk taki ekki undir sögusagnir og beri þær áfram. Við verðum að halda okkur við staðreyndir máls- ins eins og þær liggja fyrir hverju sinni.“ Engin rök fyrir uppbyggingu Síðasta spumingin, sem er jafn- framt erfiðast að svara, er sú hvort frystihúsið i Eyjum verði byggt upp aftur í svipaðri mynd. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekkert sagt sem túlkað veröur á einn veg eða annan um það mál. Rekstrarráðgjafar í sjávarút- vegi, sem DV ræddi við, voru sam- _ mála um að afkoma bolfiskfryst- ingar væri almennt séð með þeim hætti um þessar mundir að vel væri viðunandi. Þeir voru líka sammála um að nú þegar væri veruleg umframgeta i frystingu í Vestmannaeyjum í samanburði við framboð á hráefni og engin rekstrarleg rök væru fyrir því að byggja umframgetuna upp aftur. Þegar væri fyrir hendi í Eyjum afkastageta til aö vinna þann bol- fiskkvóta sem ísfélagið ræður yfir. Menn bentu á að bruninn skapaði v í raun tækifæri til þess að skoða sameiningu fyrirtækja í Vest- mannaeyjum í nýju ljósi. Það er því ljóst að eigendanna bíður ákvörðun sem er ólík eftir því hvaða rök veröa lögð til grundvall- ar, hvort þau verða félagsleg, til- finningaleg eða kalt hagkvæmnis- mat. -PÁÁ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.