Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 37 DV Helgarblað Hugvekja á jólaföstu Það er plagsiður hjá mér á að- ventunni að leggja mig minnst tvisvar á dag, um hádegisbilið og kvöldmatarleytið. Þetta hjálpar mér við að fasta í kristilegum anda á jólafostunni því stundum sef ég af mér bæði hádegismatinn og kvöldverðinn en ligg svo andvaka á nóttunni og hugsa um jólin og Jesúbarnið, guð og gullkálfinn, musterið og ræningjabælið, sjálfan andskotann og blessaðar búðarlok- urnar sem jólahaldið snýst um. Nú bar svo við þegar ég lagði mig um hádegisbilið á dögunum að ég var vakinn óþyrmilega upp af værum blundi og með miklum fyr- irgangi. Ég hrökk upp með andfælum og yfír mér stendur blessuð konan min einsog þrumuský og krefst við- tals. Ég var hins vegar staddur i miðj- um jóladraumi að stinga út úr fjár- húsum með þrem vitringum frá Austurlöndum, sauðataðið orðið aö gulli, jesúbarnið í jötunni en Jósep og María að telja spörðin. Satt að segja átti ég mér öngva ósk heitari en að fá að sofa áfram og klára þennan hugljúfa jólaföstu- draum. Ég hafði legið á bakinu og þess vegna frekar auðvelt fyrir mig að velta mér á hliðina og snúa til veggjar og freista þess að sofna aft- ur. En svona til að reyna að gefa konunni elskulega í skyn að mig langaði til að staldra aðeins við í draumalandinu sagði ég ofur blíð- lega: - Það er aldrei nokkur andskot- ans svefnfriður. Lokaðu á eftir þér þegar þú ferð. - Þetta er komið gersamlega úr böndunum, sagði hún strax, ger- samlega komið úr böndunum. Ég er hætt þessari andskotans dellu. Nú byrjaði konan min að hrista mig, svo mér var nauðugur sá einn kostur að leggjast á bakið og láta einsog mér væri mikið kappsmál að komast að þvi hvað væri komið úr böndunum. En konan mín, þessi gæfa og elskulega kona, var orðin einsog þrumuský og tók svo til orða: Ég er búin að tala um þetta við mömmu, systkini min, fólkið þitt og alla og það eru allir sammáia um að breyta þessu. - Nú er þá ekki réttast að breyta þessu, svaraði ég og sneri mér til veggjar. - Er hægt að fá viðtal við þig? sagði hún nú og ég skynjaði það í hljómfalli orðanna og af nærri hálfrar aldar sambúðarreynslu að hér var ekki verið að óska eftir viðtali heldur voru samræður hafn- ar. Ég hugsaði sem svo: - Hvað ætli hann afi hefði sagt ef hún amma hefði ráðist svona á hann með kjafti og klóm í miðjum eftirmiðdagsblundinum meðan steikin hefði verið að ryðja sig í maganum? Mér rann svolítið í skap við þessa hugsun en svo sagði blíðlega einsog mér er svo tamt: - Hvur andskotinn er eiginlega að fara svona úr böndunum? - Þessi jólagjafadella, svaraði hún. Og svo hélt hún áfram: - Við ákváðum semsagt í haust, mamma, ég og fólkið þitt að hætta þessum jólagjafaaustri útum allar trissur. Þetta fannst mér það viturlegasta sem ég hafði heyrt lengi og sagði með hlýrri blíðu og ástúðlega: - Nú þá er bara að stoppa þenn- an andskotans jólahorror. Þá tók hún fram blað og það fór ekki milli mála að nú átti ég að fá að sjá árangurinn af þeirri tíma- mótaákvörðun að fella niður jóla- gjafinar. Á blaðinu voru snyrtilega vélrit- uð sextíuogfjögur nöfn og búið að setja kross fyrir framan þau öll með kúlupenna. Semsagt búið að kaupa gjafirnar. - Þat var ok, sagði ég, en ég segi þetta stundum þegar ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Svo rétti ég henni blaðið aft- ur. Þarna stóð hún einsog formað- ur fjárveitinganefndar með blaðið í hendinni og sagði: - Þetta er bara það sem við verð- um að gefa. JL ' i iFÍosi Og nú varð ég allt í einu altek- inn þeirri elskulegu jólahugsun að hlaupa undir bagga með henni og kaupa fyrir hana gjöf frá mér til hennar. Maður á nefnilega, elsku vinir mínir, að vera góöur á jólun- um og taka með fólskvalausri gleði þátt i fæðingarhátíð frelsarans og karnívali kaupmanna. Svo vona ég bara að allir græði sem allra mest á öllum svo allir geti nú haldið sem allra gleðilegust jól. Og áður en ég óska öllum gleði- legra jóla vona ég af hjartans ein- lægni að jólainnkaupin hafi nú ekki farið úr böndunum hjá nein- um. floíi George W. tjáði vini sínum aö hann ætlaði að biðja Cathy Wolfman um að giftast sér. Vininum leist illa á fyrirætlanir hans en sagði fátt. Síðar um kvöldið kom George W. til vina sinna hýr á brá og tilkynnti þeim að hann væri bú- inn að trúlofa sig. Trúlofunin varð þó ekki langvinn og langt frá því að blómstra í brúð- kaupi. George W. hefur sjáifur sagt um þessa trúlof- un að það hafi ekki verið rétt ákvörðun og það hafi þau bæði vitað á sínum tíma. Margir telja að ástæðan fyrir bráðlæti George W. í trúlofunar- málinu hafi verið vegna fóður I jaöri sviðssljóssins George W. vildi verða eins og pabbi hans sem hafði alla tíð baðað sig í sviðssljósinu. Hann var forseti Bandaríkjanna, yfirmaður CIA, sendiherra, þingmaður og svo mætti telja. Þegar Bush var kominn vel á fertugsaldur uppgötvaði hann að lítið lá eftir hann. Texas Rangers ævintýrið endaði vel og hann hafði nægt sjálfstraust til að halda áfram. Skýrslan góða um afdrif forseta- barnanna lagði línumar fyrir fram- haldið. Helstu niðurstöður hennar voru: 1) Forsetatíð foðurins verður að hafa verið góð, í það minnsta ekki slæm. Sigri fagnaö George W. Bush fagnar sigri eftir langa og stranga baráttu í kjörklefum og dómshúsum. George W. var í skólanum líkt og venjulega. Úr skólastofunni sá hann foreldra sína renna í hlað á grœna Oldsmóbílnum og að venju þótti honum grilla í Robin, litlu systur sína, í aftursœtinu. Hann hljóp út til þeirra og komst að því að augu hans voru einu.igis að blekkja hann. George eldri og Barbara voru komin til að segja honum að Robin vœri dáin; hún hefði dáið úr hvítblœði fyrr um daginn. 2) Fjölskyldan verður að standa sameinuð á bak viö ákvörðunina um framboð. 3) Ákvörðunina verður að taka snemma, helst á meðan faðir- inn er enn forseti. Pólitískur feriii George W. var hafinn og hann hellti sér út í baráttuna um stól ríkisstóra í Texas. Hann barðist við vinsælan frambjóðanda demókrata og hafði sigur. Þegar hann bauð sig fram aftur árið 1998 náði hann mjög góð- um sigri; hann hafði styrkt stöðu sína verulega í rík- inu með stjórnarhátt- um sínum sem meðal annars birtust í miklu samstarfi við demókrata. Viðhorf hans til dauðarefs- inga urðu sist til þess að rýra vin- sældir hans. Allir vita fram- haldið. Baráttan um forsetaembætti Bandaríkjamanna var hatrömm en að lokum stóð George W. Bush uppi sem sigurvegari. Hann hafði náð metorð- um fóður síns. Nú er bara að sjá hvort hann heldur velli að fjórum árum liðnum og slær þannig fóður sinn út. Byggt á Reuter, New York Times og Washington Post. -sm I slagnum George W. Bush á góöri stundu í miöri kosningabaréttu. JÓIdbækur 10-30% afsláttur Moulinex blandari fylgir hverri bók.# HUSASMIÐIAN Sími 525 3000 • Skútuvogi 16 Fylgir ekki með barnabókum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.