Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 67'>—» DV Tilvera Námuþorp í Wales friðað Velska námuþorpið Blaenavon var nýlega tekið flokk alþjóðlegra gersema sem eru undir vemd UNESCO. Þorpið sem á sínum tima var ein af undirstöðunum iðnbylt- ingarinnar í Englandi er nú komið í flokk með píramítunum í Egypta- landi og stóru kóralrifjunum í Karí- bahafmu. í fréttatilkynningu frá UNESCO segir að í þorpinu sé að finna ómet- anlegar minjar frá upphafi þess tíma sem tækniframfarir samtím- ans byggja á. Uppbygging Blaena- von hófst í kringum aldamótin 1700 þegar hópur fjárfesta ákvað að setja þar upp járnbræðslu og nýta nátt- úruauðlindir í nágrenni þorpsins. Þorpið þykir einstaklega vel varð- veitt og þar má finna fimm stóra jámbræðsluofna, eldstæði, vatns- knúna lyftu og risastórar kola- geymslur. Blaenavon er átjándi staðurinn í Englandi sem nýtur sérstakrar verndar UNESCO, hinir eru dóm- kirkjan í Canterbury, Stonehenge og Tover of London, svo eitthvað sé nefnt. Nú eru rúmlega sex hundruð staðir á lista UNESCO yfir alþjóð- legar gersemar og má þar m.a. nefna Krónborgarkastala i Dan- mörku, rómversku vegghleðslurnar 1 Lugo á Spáni og kastalarústir í Ryukyu í Japan. Kuldalegt í byrjun janúar verður opnað nýtt hótel í Quebec í Kanada. Það er í sjálfu sér ekki frá- sagnarvert nema fyrir þær sakir að hótelið er risastórt snjóhús, byggt úr 2500 tonnum af ís og 4500 tonnum af snjó. Á hótelinu eru sex herbergi með gistiaðstöðu fyrir 22 gesti. Við byggingu hótelsins var hvorki notað timbur né jám og lýs- ingin er öll gerð með ljósleiðurum til að minnka hitann frá ljósunum. Veggir eru gerðir úr fjögura feta þykkum snjó og gluggamir úr klakastykkjum. Rúmin eru skorin út í ís og fóðruð með dádýraskinni og í þeim er hlýr svefnpoki þannig að gestun- um verði ekki kalt á nóttunni, en hitinn í herbergjum er um 30° C. í hverju herbergi er klósett en bað- herbergi í upphitaðri viðbyggingu. Þeir sem hafa áhuga á að gista á þessu sérstæða hóteli geta leitað frekari upplýsinga á www.icehotel- canada.com. hotel Kúrekar viö Hudsonfljót Listasafnið í Denver hefur opnað sýningu þar sem sýnd eru málverk þar sem fjailað er um líf kúreka, myndimar á sýningunni spanna tímabilið frá 1832 til 1979. Talsmað- ur sýningarinnar segir að líf kúreka hafi mótast af Husonfljóti og að það sé mjög áberandi á sýningunni. Flest eru nákvæm landslagsmál- verk þar sem smáatriði eru í fyrir- rúmi. Sýningin stendur til 21. janú- ar. Kip Áramót í Básum með Útivist: Áramótabrenna, flugeldar og blysför - Ferðafélagið Útivist mun að venju fagna nýju ári i Básum á Goðalandi (Þórsmörk) en áramóta- ferð Útivistar stendur í fjóra daga. Farið er úr bænum kl. 8.00 að morgni 30. desember og komið til baka síðla dags 2. janúar árið 2001. Starfsfólk Útivistar gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum- skemmtilega, upphitaðir skálarnir eru skreyttir hátíðarbúningi og þeg- ar dimmir er umhverfið lýst upp með kertaljósum. Á kvöldin eru kvöldvökur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman. Á gamlárs- kvöld verð- ur kveikt í brennu og mun fólk safnast þar saman til að kveðja gamla árið og fagna því nýja við bjarma brennunnar. Nýárskvöld verður farin Básar í vetrarbúningi Útivist boöar til árlegrar áramótaferðar í Bása á Goðalandi. blysfór og fram fer mikil flugelda- sýning. Á daginn meðan birta leyfir er farið í gönguferðir, bæði léttar og svo aðrar meira krefjandi, má þar nefna gönguferð inn í Tungur, upp á Réttarfell og ef til vill upp á Úti- gönguhöfða. Fararstjórar verða Vignir Jónsson og Ása Ögmunds- dóttir sem þekkja Goðalandið og Þórsmörkina mjög vel og um kvöld- vökustjóm og gítarleik sér hinn ódrepandi Sigurður Úlfarsson. Nán- ari upplýsingar er að fá á skrifstofu r Útivistar við Hallveigarstíg. Hátalarabúðin í bænum . -... ggpsæ«| ^ I áratugi á toppnum ný lína frá ZVkU þessum virta danska framleiöanda TAKMTIV margverðlaunaðir breskir gaeðahátalarar þar sem hönnun, Sonus JClber smíði og hljómur sameinast í kjörgrip Vertu vel tengdur með MDNSTER CRBLE því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn V s - íS&SilÍiS )á kemurðu til okkar Hátalarar hafa alltaf síöasta orðið og teika því lykilhlutverk í tækjasamstæðunni. Við bjóðum fjölbreytt úrval vandaðra hátalara, sem hafa fengið frábæra dóma í fagtímaritum. f verstuninni er sérstakt hlustunarstúdíó með öllum gerðum hátalara. Þangað getur þú komið með uppáhaldsdiskinn þinn og gert raunhæfan samanburð. Við veitum faglega ráðgjöf eftir þörfum hvers og eins. g?A[ZmC3D þar sem gæðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík sími 535 4061
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.