Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað DV 1 garóinum eru byrjuó blóm, þau biója mig að fara úr skóm. Úr brumi gœgist lítiö lauf líkt og tippi úr buxnaklauf (Ódfluga) Síðasta vetur var 1 Þjóðleikhús- inu dagskrá þar sem flutt voru lög Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistarstjóra Þjóðleikhússins, við ljóð Þórarins Eldjárns. Aðsóknin að tónleikunum var mikil en komust þó ekki allir sem vildu til að sjá og heyra herlegheitin. Úr því hefur ver- ið bætt með útkomu geisladisksins Best að borða ljóð sem inniheldur lög Jóhanns og ljóð Þórarins. Flytjendur eru allir landsliðsmenn í tón- og leiklist: Bergþór Pálsson, Edda Heiðrún Backman, Marta Guð- rún Halldórsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Stefán Karl Stefánsson og Örn Ámason. Hljóðfæraleikararnir eru, fyrir utan Jóhann sjálfan, Bryndís Pálsdóttir (fiðla), Richard Korn (kontrabassi) og Sigurður Flosason (saxófónar). Sonur Jóhanns og Bryn- dísar, Jóhann Páll, syngur einnig í Markaðssöngnum úr leikritinu um Litla-Kláus og Stóra-Kláus. Engin vafaatkvæöi Samstarf Jóhanns og Þórarins hófst árið 1980 þegar revían Skomir skammtar eftir Þórarin og Jón Hjart- arson var sett upp í Iðnó. Jóhann stýrði, söng og lék á píanóið. Síðan hafa leiðir þeirra legið saman með hjálp leikhússins en Þórarinn hefur þýtt og samið söngtexta fyrir margar sýningar, bæði í Þjóðleikhús- inu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. „Strax árið 1980 kom í ljós einn af hæfileikum Jóhanns sem ég hef oft vegsamað. Hann er einhver besti og mesti atkvæðateljari sem fyrirflnnst á landinu. Það er svo skrýtið að jafn- vel í stétt tónskálda er misjafnt hversu slyngir menn em að skynja brag. Jóhann er svo fullkominn á þessu sviði að ég hef síðustu vikur veriö logandi hræddur um að hann yrði kallaður til Bandaríkjanna vegna allra þeirra vafaatkvæða sem þar liggja. Hann getur handtalið og fóttalið og hvaðeina. Og vafaatkvæði skynjar hann eins og skot,“ segir Þórarinn og Jóhann skýtur inn í: „Og lendi ekki í teljandi vandræðum." „Fyrst Þórarinn hrósar mér fyrir þetta þá verð ég að segja að ég þekki fáa bragsniUinga sem eru jafn fúsir að beygja sig undir hugmyndir mín- ar og hann,“ segir Jóhann. „Ég er svo hlýðinn," segir Þórar- inn. Víxl á háum tónum Verklagið í samstarfi Jóhanns og Þórarins er misjafnt. Ýmist em lögin samin fyrst eða ljóðin og svo kemur það fyrir að hugmyndum er kastað á milli. „Jóhann kemur með ábendingar um bragliði og auðsyngjanleg orð. Það er mjög mikilvægt að aðlaga sig því,“ segir Þórarinn. „Það er gott að fá ábendingar þegar maður hefur álp- ast tU að hafa á þungu söngatkvæði eitthvert nefhljóð eða kokhljóð sem er varla hægt að syngja." „ÓþægUeg sérhljóð lenda stundum á löngum og háum nótum í tónlist- inni og þá hryUir mann við. Það er til dæmis ekki gott að syngja í á háum og löngum tóni,“ segir Jóhann. „Orð eins og víxl er tU að mynda ekki heppUegt í slíkum tUvikum," bætir Þórarinn við. Ort í neyð „Ég vU ekki kalla það að yrkja,“ segir Jóhann við spumingu um það hvort hann leggi sjálfur stund á kveð- skap. „Ég hef búið tU nokkrar tæki- færisvísur en hef ekki flíkað þeim verkum." Eftir smáumhugsun rifjast upp fyr- ir Jóhanni: „Ég hef reyndar samið söngtexta sem hafa verið fluttir í sýn- ingum í Iðnó og Þjóðleikhúsinu. Það hefur verið út úr neyð tU að hjarga málum á síðustu stundu." Tónlist er áberandi í ættum Þórar- ins en sjálfur er hann meira fyrir orðið. „Ég hef samið eitt lag og það var ásamt bekkjarbróður mínum í tólf ára bekk. Það er við Epitaphium Pa- storis eftir Bólu-Hjálmar. Þetta lag hefur hvergi birst nema sem stef í Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson eru sammála: Best að borða Ijóð - en reyndar bara þau sem eru góð GSM-símum höfundanna. Annað hef ég ekki samið." Hver á heiðurinn? Einn af mörgum kostum tónlist- arinnar á Best að borða ljóð er aö hún er mjög grípandi. Samspil lags og ljóðs skilar góðum áhrifum og það undir eins. Hver skyldi galdur- inn vera? „Jóhann verður að svara því,“ segir Þórarinn. „Ég gerði ekki neitt. Þetta var aUt tU. Ég hreyfði hvorki hönd né fót.“ Jóhann er ekki sammála. „Þórarinn á heiðurinn. Hann orti öU þessi fínu ljóð. Ég hef aUtaf ver- ið hrifinn af verkum hans, þannig að það hefur blundað lengi í mér að semja lög við fleira en leikhússkáld- skapinn hans. Ég tók mig tU fyrir einu og hálfu ári og valdi tuttugu fjölbreytt ljóð sem mér leist vel á að semja tónlist við. Sum eru fuU af skopi og kátínu en önnur einlæg og faUeg. Hvort tveggja á Þórarinn í ríkum mæli. Aðferðin er einfóld. Ég reyni að setja mig inn í stemningu og andblæ ljóðsins og bragarháttinn. Þá koma hugmyndir að því hvaða stUl á að vera á laginu. Ég á svo sem enga skýringu á því hvernig það gerist. Það er ekki alltaf svo að skemmti- legu og fyndnu ljóði hæfi fjörugt og fyndið lag. Það getur verið betra að hafa lagið í sorglegum stU. Kannski er málið að gera þetta í gríni en af alvöru. Þannig vona ég að mér hafi tekist að mæta ljóðum Þórarins á heppUegan hátt.“ Lag fyrir Ijóö Tónlist Jóhanns ber mikla virð- ingu fyrir ljóðum Þórarins. „Það skipti mig höfuðmáli að text- inn heyrðist og skUdist og kæmist fuUkomlega tU skUa; að rímorð og hljóðstafir nytu sín með hæfilegum áherslum," segir Jóhann. „Ég hef síð- an minni áhyggjur af hvort lögin verði frumleg eða merkUeg. í raun og veru vakti aldrei fyrir mér að neitt af Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson „Þaö ersvo skrýtiö aö jafnvel í stétt tónskáida er misjafnt hversu slyngir menn eru aö skynja brag. Jóhann er svo fullkominn á þessu sviöi aö ég hef síöustu vikur veriö logandi hræddur um aö hann yröi kallaöur til Bandaríkjanna vegna allra þeirra vafaatkvæöa sem þar liggja, “ segir Þórarinn um Jóhann. þessu efni yrði tímamótatónsmíðar." „Sumir tónsmiðir hafa hins vegar enga tilfinningu fyrir því hvort ljóð eru laghæf eða ekki,“ segir Þórarinn. „Þetta heyrist oft í útvarpinu. En stundum eru lögin sungin af söngv- urum sem enginn skUur hvort eð er þannig að það gerir ekkert tU. Það skiptir máli að skynja sönghæfni ljóða og vera ekki að reka eitthvað í lag sem á ekki að vera þar.“ Fór fyrir Tóneldisráð Er best að boröa ljóð? „Ef þau eru góð,“ segir Þórarinn. „Þetta er svo einfalt.“ „Þau eru nærandi og styrkjandi en ég veit ekki hvort þau gefa betra útlit,“ segir Jóhann. „RitsalmoneUa er mjög slæmur sjúkdómur og ljóð sem hýsa slíkar sóttkveikjur eru ekki hoU,“ bætir Þórarinn við. Og ljóðin á Best að borða Ijóð eiga að vera í þokkalegu lagi. „Við fengum vottun frá Manneld- isráði og Tóneldisráði áður en disk- urinn kom út.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.