Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 86

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 86
- v 90 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Tilvera I>V 1 1 f i Leikhúsið opið Frá kl. 14 til 17 1 dag verður opið hús i Borgarleikhúsinu. Sýnd verða atriði úr leikritun- um Móglí, Skáldanótt og Abigail heldur partí. Einnig verður boð- ið upp á skoðunarferðir um hús- ið í fylgd leikara hússins og trúðsins Barböru, leiklestra úr verkum í æflngu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Klassík ■ JOLATONLEIKAR SINFONIUNN- AR I dag kl. 15 heldur Sínfóníu- hljómsveit íslands sína árlegu jólatónleika í Háskólabíói. Stjórn- andi er Bernharður Wilkinsson. Fjöl- breytt efnisskrá fyrir alla fjölskylduna einkennir hina árlegu jólatónleika Sinfóníunnar. Hljómsveitarstjóri er Bernharöur Wilkinson. kynnir og sögumaöur er Karl Ágúst Úlfsson, Guöni Franzson kemur fram í hlut- verki Hermes, kórstjóri Unglingakórs Grensáskirkju er Margrét Pálma- dóttfr, einsóngvari er Svanlaug Jó- hannsdóttir og einleikari er Stefán Jón Bernharðsson. Nokkursæti laus. ■ JÓLATÓNLEIKAR TÓNLISTAR- SKOLA ARBÆJAR I dag veröa jólatónleikar Tónlistarskóla Árbæjar í Árbæjarkirkju. Tónleikarnir eru tví- skiptir og hefjast þeir fyrr kl. 11 og þeir seinni kl. 13. Fram koma nem- endur skólans og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Aðgangur ókeyþis og allir velkomnir. ■ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR I HALLGRIMSKIRKJU Karlakór Reykjavíkur heldur tvenna aöventu- tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld, kl. 17 og 22. Á efnisskránni eru jóla- lög, sálmar og fieira. Einsöngvari er Hulda Björk Garðars, sópran. Hörð- ur Áskelsson leikur á orgel, Ásgeir H. Steingrímsson og Einkur Orn Pálsson annast trompetleik. Stjórn- andi er Friðrik S. Kristinsson. Miöa- verö er kr.,1500. Forsala aögöngu- miöa er í Ymi, Skógarhlíö og hjá Ey- mundsson, Kringlunni og Austur- stræti. Einnig veröa miðar seldir viö innganginn. ■ SÖNGHÓPURINN HUÓMEYKI í KRISTSKIRKJU Sönghópurinn Hljómeykl heldur jólatónleika í Kristskirkju í kvöld kl. 21. Á efnis- skránni eru hefðbundin jólalög og jólasálmar ásamt jólatónlist. Stjórn- andi Hljómeykis er Bernharður Wilk- inson. Tónleikarnir eru öllum opnir, miðaverö kr. 1000. Opnanir J ANTIK BUTASAUMSTEPPI I dag kl. 11.00, verður opnuö í aöalsal- Hafnarborgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjaröar, sýning á antik bútasaumsteppum. Teppin koma úr safni Marti og Dick Michell . ■ ÍSLENSK RÝMISVERKÍ dag opn ar sýning í Listasafni Islands a úr- vali rýmlsverka sem safniö hefur keypt á undanförnum,árum eftir starfandi listamenn. Á sýningunni verða verk eftir Ragnhildi Stefáns- dóttur, Rósu Gísladóttur, Brynhildi Þorgelrsdóttur,Stelnunni Þórarins- dóttur, Guðjón Ketilsson, Kristin E. Hrafnsson og Daníel Magnússon. Sýningin stendur til 15. janúar 2001. Fundir ■ BOKASVEIFLA MEÐ BORNUM I dag kl. 14 veröur í Grófarhúsi - Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, bókasveifla með börnum. Hún hefst meö sýningu Sögusvuntunnar, tta sögur og einni betur, þar sem Hall- veíg Thorlacius flytur sögur frá menningarborgum Evrópu áriö 2000 viö hörpuleik. Kl. 15 mun Andri Snær Magnason flytja stutt erindi um barna- og unglingabækur.Jóla- sveinar veröa á sveimi í safninu. Þeir munu skemmta gestum, aö- stoöa börn við aö velja sér bækUR. SJá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Jólahald í fjölskyldum getur verið flókið, einkum ef fjölskyldugerðin er margbrotin: Þarfir barnsins í fyrirrúmi Jólin eru hátíð barnanna. Flestir eru líklega sammála um það en oft æxlast málin þó þannig að hinir fullorðnu reyna að púsla saman og sníða jólahaldið að sínum þörfum og nánustu ættingja fremur en barnanna. Nútímafjölskyldur eru oft flóknar í samsetningu, hvert barn getur átt föður- eða móður utan við sína eig- in litlu fjölskyldu ug þrjú eða jafn- vel fleiri pór af öfum og ömmum. Þetta gerir skipulagningu jólanna í barnafjölskyldum enn flóknari en þegar gölskyldusamsetning er af einföldustu gerð. DV leitaði til Álfheiðar Steinþórs- dóttur sálfræðings og bað hana að ræða um og hugsanlega ráðleggja foreldrum ungra barna um það hvernig best sé 'að skipuleggja jóla- hald með þarfir barnsins í fyrir- rúmi. „Það vœri ákjósanlegt markmið að setja sér að börnin þurfi ekki að flýta sér á jólunum. Ung börn eru dagsdaglega látin flýta sér mikið, flýta sér á fœtur, flýta sér í fötin og að borða morgunmat- inn og flýta sér út með foreldrum í leikskóla eða skóla. Aðeins þannig virðist dagurinn ganga upp. Þess vegna er dýr- mœtt að geta átt frí á jól- unum, átt róleg jól. Það þarf að gefa baminu tœkifœri að leika sér með nýju leikföngin sín, maula kökur og vera á náttfötunum fram eftir degi. “ Barnið í brennldepli Álfheiður leggur áherslu á að foreldrar hafi barnið í brennidepli í skipulagi jólahalds. Þá er sérstak- lega átt við að taka mið af getu bamsins til að þola álag og spennu á hverjum tíma. Foreldrar þekkja Bíógagnrýni Barnið í brennidepli á jólunum Fulloröið fólk þarf að skilja á milli eigin þarfa og barnanna að mati Álfheiöar Steinþórsdóttur sálfræðings. Háskólabíó - Love. Honour and Obey ★ * Skúrkar skemmta sér Með Lock, Stock and Smoking Barrels hleypti Guy Ritchie af stað skriðu kvikmynda sem hafa verið að dembast yflr okkur og eru allar verri en fyrirmyndin. Það var ekki fyrr en Guy Ritchie, með Snatch, náði að jafna við sjálfan sig að hægt hefur verið aftur að horfa fram á veginn í gerð slíkra mynda. Love, Honour and Obey er ein eftiröpunin þar sem þröngt samfélag skúrka í London er sögusviðið og enginn lög- reglumaður kemur við sögu. Þessu fylgir að sjálfsögðu svartur húmor, sem er mjög misfyndinn, en slíkur húmor verður að vera fyrir hendi svo áhorfendur geti fyrirgefið hetj- um eða andhetjum sínum fyrir að nota skotvopn gegn meðbræðrum sínum í tíma og ótíma. Leikstjórarnir og handritshöfund- arnir Dominic Anciano og Ray Burdis hafa fengið til liðs við sig úr- val af breskum leikurum. Johnny Lee Miller, Jude Law, Rhys Ifans, Sadie Frost, Kathy Burke, Sean Pertwee og Ray Winstone, allt eru þetta leikarar sem hafa verið aö gera góða hluti undanfarin misseri og ekki er að sakast við þá að mynd- in nær aldrei almennilegu flugi, heldur flöktir á milli þess að vera Jonny og Jude Jonny Lee Miller og Jude Law eru eins og aörar aöalpersónur í myndinni látnir heita eigin nöfnum. skemmtileg og leiðinleg, allt eftir því hvort húmorinn á bak við hverja persónu um sig virkar. Sögumaður og aðalpersóna mynd- arinnar er Jonny (Jonny Lee Mill- er), sendill, með glampa í augunum yfir velgengni æskuvinar síns, Jude (Jude Law), sem hefur hreiðrað um sig í glæpaklíku frænda sins, Ray (Ray Winstone) sem eingöngu viLL ættingja í sinn flokk. Jonny fær þó Jude til að tala sínu máli við Ray, sem samþykkir að prufa strákinn. Jonny gengur allt í haginn og er fljótur að semja sig að lögum glæpa- manna. Eitt er það þó sem hann þráir meira en annað, almennilegur bófahasar. Þegar klíka Rays þarf að hafa afskipti af annarri glæpaklíku vegna þess að hún fór yfir á vald- svið hans eru öll vandamál leyst í mesta bróðemi. Það hefur þó farið fram hjá foringjunum að Jonny ger- ir í því að æsa upp Matthew (Rhys Hilntar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Ifans) úr nágrannaklikunni og þar hitti skrattinn ömmu sína. Þessir tveir skúrkar sjá svo um að friður sem ríkt hefur er eitthvað sem til- heyrir fortíðinni. Það er erfitt að melta Love, Hono- ur and Obey, andstæðumar eru svo miklar. Uppáhaldsiðja glæpaklíku Rays er að syngja karaoke og þau atriði verða aldrei nein fylling í myndina heldur jafn ómerkilegt og sjálft karaokeið er. Betur tekst upp með félagana Domenic og Ray (Dominick Anciano og Ray Burdis), en umræður þeirra um getuleysi Rays og tilraunir Domenics til að hjálpa honum á þessu sviði eru stundum bráðfyndnar þó þær komi myndinni ekki mikið við. Þegar upp er staðið er Love, Honour and Obey aðeins enn ein bresk meðalmyndin sem inniheldur að vísu frumleg at- riði en er samt sem áður ekkert annað en sæmileg eftiröpun. Hilmar Karlsson Leikstjórar og handritshöfundar: Dominic Anciano og Ray Burdis. Kvikmyndataka: John Ward. Aöalleikarar: Johnny Lee Mill- er, Jude Law, Rhys Ifans, Sadie Frost, Kathy Burke, Sean Pertwee, Denise Van Outen og Ray Winstone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.