Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Már Högnason: Félagsmeinafræðingur og þýðandi fyrir sjónvarp Sú var tíð 1 íslenskri bók- menntaumræðu að ævinlega var talað um Thor, Guðberg og Svövu eins og nokkurs konar Þrjú á palli íslenskra nútimabókmennta. Þau voru ævinlega spyrt saman þótt þau ættu svo sem ekkert sameiginlegt annað en að hafa hvert með sínum hætti brotist undan römmum hefð- um í íslenskum prósa á sjöunda ára- tugnum. Nokkuð er síðan Thor var settur á heiðurslaun alþingis og nú á dögunum var Guðbergur heiðrað- ur á sama hátt - en Svava gleymd- ist. Hvers vegna gleymdu þeir Svövu? *** Svava Jakobsdóttir er brautryðj- andi í íslenskum bókmenntum. Á sjöunda áratugnum skrifaði hún smásögur sem áttu ekki sinn líka í íslenskum bókmenntum, voru öðru- vísi en allt sem áður hafði verið skrifað hér á landi. Þetta voru bein- skeyttar furðusögur, lágmæltar martraðarsögur, þurrlegar gaman- sögur, absúrd ádeilusögur. Hvernig er hægt að lýsa þeim? Jarðbundnar fáránleikasögur? Kannski, en aldrei einskær heilaspuni. Dæmisögur? Vissulega en aldrei einræðar og auðveldar til þýðinga yfir í pólitíska oröaleppa. Umfram allt er í þeim sterkur persónulegur tónn tempraðrar örvæntingar. Þær voru fremur stuttar, skrifaðar af ná- kvæmni, yddaðar og naprar. Sú rauskennda mælgi sem félagar hennar i Þremur á palli hafa stund- um tíðkað í þeirri von að þeir slampist á eitthvað gott er víðsfjarri í skrifum Svövu: þar vottar ekki fyr- ir stagli og fyndni hennar hreykir sér ekki heldur þjónar sögunni. Þessar bækur höf ðu feiknarleg áhrif á gráum viðreisnarárunum þegar hlutverkaskipting kynjanna var niðumjörvuð eins og raunar allt í samfélaginu. Konur lásu þess- ar bækur og ekkert var sem áður, þær urðu að endurmeta allt - móð- urímyndina, húsmóðurstarfið, fjöl- skylduna, neysluæðið: allt þurfti að hugsa upp á nýtt. Og svo kom Leigj- andinn, þessi nístandi nóvella sem gat verið um herinn í Miðnesheiði, gat verið um hjónabandið, neyslu- kapphlaupið eða tilbrigði við sjálft Fást-stefið. Áhrif Svövu voru þó ekki síður fólgin í sjálfu fordæminu sem hún gaf öðrum konum, sjálfri hvatningunni sem þær fengu til að drýgja sinar eigin dáðir. Það má með rétti kalla þær Jakobínu Sig- urðardóttur fyrstu nútímalegu kvenrithöfunda okkar, sem náðu að halda sínu striki og öðlast virðingu alls bókmenntasamfélagsins en koönuðu ekki niður innan veggja heimilisins eða var hægt að af- greiða sem skrýtnar kellingar eins og var hlutskipti skáldkvenna hér á landi furðu lengi. Með bókum þeirra Svövu og Jakobínu um miðj- an sjöunda áratuginn opnaðist ný vídd í íslenskum bókmenntum. Svo fór Svava á þing þar sem hún sat um árabil fyrir Alþýðubandalag- ið en eftir að þvi lauk hefur hún sent frá sér fleiri smásagnasöfn, greinasafn og að auki skáldsöguna Gunnlaðar sögu sem er einstæð og róttæk tilraun til að endurmeta ræt- ur okkar karllægu menningar. Sú bók kom út undir lok níunda ára- tugarins og vakti miklar umræður. Svava hefur reyndar ekki verið „Svo langt hefur þetta flokksrœði meira að segja gengið að kosningastjóri Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum fœr hér að njóta vasklegrar framgöngu sinnar við að ginna kjósendur til fylgis við þann flokk - og er sjálfsagt eini listamaður- inn í Framsóknarflokkn- um eftir að Indriði G. er allur. Kalda stríðinu er lokið. Slíkt kvótakerfi œtti að vera liðin tíð. “ mikið i fjölmiölum hin seinni árin en allir þeir sem eitthvert veður hafa af íslenskum bókmenntum ættu að vita um stöðu hennar þar. Hvernig fóru þeir að því að gleyma Svövu? *** Einfaldasta skýringin hlýtur að vera sú að þeir vissu aldrei af henni. Og hvers vegna skyldu þing- menn svo sem bera skynbragð á bókmenntir? Verra er hitt, að þeir virðast ekki hlusta á það fólk sem þó hefur lagt sig eftir því að kynna sér íslenska bókmenntasögu. Þar fer allt fram í hrossakaupum flokk- anna, þar er kvótakerfi. Svo langt hefur þetta flokksræði meira að segja gengið að kosningastjóri Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum fær hér að njóta vask- legrar framgöngu sinnar við að ginna kjósendur til fylgis við þann flokk - og er sjálfsagt eini listamað- urinn í Framsóknarflokknum eftir að Indriði G. er allur. Kalda stríð- inu er lokið. Slíkt kvótakerfi ætti að vera liðin tíð. lenti í æsku með höfuðið í gin frændans DV-MYND ÞÖK Lítt samrýndir feögar Már Högnason er mjög hrifinn af konum en karlar eiga ekki upp á pallboröiö hjá honum eftir aö frændi hans og bróöir Gísla stakk honum upp í sig. Gísli segir aö Már hafi þá fengiö taugaáfall og hafi ekki jafnaö sig almennilega eftir þaö. Crowe og Ryan: Ástaratlot- in vekja hlátur Svo virðist sem ástarsamband Nýsjálendingsins Russells Crowe og Meg Ryan hafi haft meiri áhrif en bara þau að eyðileggja hjónaband hennar og Dennis Quaid. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis við myndina þar sem ástin byijaði, Proof of Life. Við pi-ufu- sýningu á myndinni virtust áhorfend- ur ekki geta tekið myndina alvarlega. Sérstaklega þóttu ástaratriðin með Meg og Russel vel heppnuð grínatriði. Sagan í myndinni þykir heldur ekk- ert til að hrópa húrra fyrir. Hún fjallar um sáttasemjara sem verður ástfang- inn af konu gíslsins sem hann er að reyna að bjarga. Kannski ekki til þess fallið að vekja samúð áhorfenda. Hvað sem sögunni liöur þá hlógu áhorfendur aldrei á réttum tima held- ur bara á neyðarlegum augnablikum þegar allir áttu að límast við sætin, annaðhvort af losta eða harmi. En hvort tveggja þótti aðeins fyndið. Þetta gekk að sögn gesta svo langt að sumir gengu út áður en textinn rann niður tjaldið i lokin. Ekki er vitað hvort Dennis Quaid var viðstaddur sýninguna en menn telja að hann hefði skemmt sér manna best yfir viðbrögðum áhorfenda. Hvað er líka skemmtilegra en þegar heilu bíósalimir hlæja að því þegar fyrrver- andi kona manns hefur mök við Nýsjá- lending á hvíta tjaldinu? Dennis Quaid myndi segja: „Fátt.“ mmsssmmm Már Högna- son er fæddur í nóvember 1988 í Reykjavík en býr nú hjá Gísla Ásgeirssyni og Margréti Jónsdóttur í Hafnarflrði. „Hann er þvi nokkuð sem Hafnfirð- ingar kalla „aðfluttur andskoti“,“ segir Gísli sem telur Má vera mjög vanafast- an og gera mjög upp á milli manna. „Hændastur er hann að húsfreyj- unni. Hann er í raun hennar eign og afneitar mér. Hann vill endalaust sitja í kjöltu húsmóður sinnar sem dekrar hann mjög. Hann nýtir sér það óspart en er fáskiptinn við aðra. Hann virðist líta á mig sem óskilgreint fyrirbæri sem gefúr honum að éta og hleypir út.“ Hugsanaráðgjöf Gisli hefur lengi notað Má Högna- son sem skálkaskjól. „Fyrir bæjarstjómarkosningamar árið 1990 vann ég sem lausamaður á Hafnflrska fréttablaðinu. Þá var Már Högnason fastur pistlahöfundur í blaðinu. Hann gaf sig út fyrir að veita hugsanaráðgjöf og hjálpaði fólki að koma sér upp skoðunum. Þetta var mikið notað á þessum tíma enda eru kosningar tími sem skoðan- ir eru nauðsynlegar. Síðar um sumarið hóf Már að aug- lýsa í blaðinu að hann tæki að sér að leggja hendur á fólk. Þetta vakti mikla athygli og hringdu margir til að fá nudd eða aðstoð handrukkara. Einu sinni hringdi þó gamall maður sem vildi fá handayfirlagningu til að lækna sig. Hann var gráti nær þegar ég sagði honum að Már væri köttur. Þá skammaðist ég mín reyndar dálít- ið.“ Félagsmeinafræöin „Már hafði mikið að gera þetta sumar og var til dæmis viðtal við hann í morgunútvarpinu og stutt viðtal í Helgarpóstinum. Viðtalið við Má var snemma morguns og þegar ég mætti til kennslu töldu margir sig hafa þekkt málróminn. Már lærði meinafræði í Skandinavíu, nánar tiltekið í Lundi. Hann uppgötvaði fljótlega að það ætti ekki alveg við hann þannig að hann skipti yfir i félagsfræði. Þegar hann kom heim til íslands gaf hann sig út fyrir að vera félagsmeina- fræðingur og ætlaði sér að stinga á kýlum samfélagsins. Þegar bömin mín svömðu í sím- ann og spurt var eftir Má þá biðu þau vanalega í hálfa mínútu og gáfu mér til kynna með bendingum hvern væri verið að biðja um. Þetta gekk vel og fannst þeim þetta nokk- uð fyndið þar til þau komust á img- lingsár." Þýöir litamyndir Eftir 1996 fékk Már annað hlutverk. Hann tók að sér þýðingar fyrir Sýn. „Þeir sem hafa fylgst með á Sýn hafa ef til vill tekið eftir nafni Más Högnasonar sem þýðanda við lok mynda sem sýndar eru seint á kvöldin. Þessar myndir era oft kenndar við ákveðinn lit og hefur Már tekið að sér að feðra þær fyrir fóstra sinn. Sumir sem koma hingað til okkar spyrja stundum um þýðingarstörf Más og koma þannig skemmtilega upp um hvað þeir horfa á í frístundum." Tók í nefið Gísli segir að eins og Má sé hlýtt til kvenna sé honum í nöp við karlmenn. „Hann hvekktist mjög í æsku. Frændi hans og bróðir minn tróð hon- um nefnilega upp í sig en hann hefur átt nokkum vanda til þess. Yfirleitt taka kettlingar þessu vel en Már var orðinn nokkuð stálpaður þegar þetta gerðist og held ég að hann hafi orðið fyrir taugaáfalli. Honum hefur síðan verið illa við karlmenn og sérstaklega þennan frænda sinn. Afi hans gaf Má einu sinni í nefið þannig að hann mátti hnerra heilt kvöld. Eftir þessar ógöngur er hann mjög hræddur við ókunnuga og van- treystir fólki mjög. Hann heldur sig mjög til hlés. Hann skiptir sér til dæm- is mjög lítið af mér þótt ég sé vinni mikið heima. Þegar Margrét kemur heim úr vinnunni er upplitið á honum allt annað. Hann snýst í kringum hana. Ég er nú frekar svekktur út í hann. Mér finnst hann ekki skilja stöðu sína sem gæludýr. Hann telur sig vera sjálfstæðan einstakling og ger- ir mjög upp á milli fólks.“ Hvers vegna gleymdu þeir Svövu? Guðmundur Andri Thorsson skrífar í Helgarblaö DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.