Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 35 I>V Helgarblað Uppistandinu vegna kosninganna í Bandaríkjunum er ekki lokið: Atkvæðin verða talin Víst þykir aö ótöldu vafaatkvæð- in í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum verði talin þrátt fyrir allt. Mörg dagblöð hafa þegar farið þess á leit við yfirvöld um að fá að telja atkvæðin. Það verður mögulegt vegna upplýsingalaganna. Mann- réttindabaráttumaðurinn Jesse Jackson hefur lýst þvi yfir að hann muni einnig biðja um að fá að telja atkvæðin. „Við viljum láta telja þessi atkvæði og sýna hver hafi í raun sigrað í kosningunum áður en nýr forseti verður settur í embætti 20. janúar. Það er sama hvern Hæstiréttur krýnir. Við ætlum að sanna að A1 Gore hafi fengið flest at- kvæði,“ sagði Jackson nú í vikunni. Reyndar verður heimilt að telja allar sex milljónir atkvæðanna í Flórída og jafnvel þótt talningin taki marga mánuði getur niðurstað- an orðið óþægileg fyrir 43. forseta Bandaríkjanna. Sérfræðingar segja að kosn- ingaglundroðinn í Flórída hafi bara verið toppurinn í ísjakanum. Það er álit þeirra að alls hafi 2 milljónir at- kvæða aldrei verið taldar vegna úr- elts kosningafyrirkomulags. Rann- sókn dagblaðsins Los Angeles Times, sem gerð var um öll Banda- ríkin, sýnir að ástandið í Flórída var langt frá þvi að vera undantekn- ing. Það er frekar regla en undan- tekning í Bandaríkjunum. í New York-borg eru notaðar kosningavélar sem ekki eru fram- leiddar lengur. Hver vél sam- anstendur af 27 þúsund hlutum. Með skrúfjárni, töng og örlitlu hug- myndaflugi er mögulegt að breyta tölunum sem skrá atkvæðin. Erfitt er að finna fólk sem vill starfa við kosningarnar. Fyrir 13 klukku- stunda vinnu eru greiddir 120 doll- arar. Margir eru með svo lélega menntun að þeir geta ekki lesið kosningahandbókina. Vegna skorts á starfsmönnum myndast raðir við kjörstaðina. Kjósendur verða óþol- inmóðir og snúa heim. í Texas ecu til svokallaðar kosn- ingamellur, sem gegn vissri þjón- ustu, ekki bara kynferðislegri, kaupa utankjörstaðaatkvæði af kjósanda, fá það undirritað og selja það síðan einhverjum stjórnmála- flokki. Markaðsverðið er 20 dollarar á atkvæði. Margar geta þénað um 6 til 7 þúsund dollara á kosningaári. í Indíana ætti fjórði hver kjósandi á listunum ekki að vera þar, að því er óháð ráðgjafarfyrirtæki fullyrðir. Fyrir nokkrum árum tóku gildi nýj- ar skráningarreglur sem gera það mögulegt að láta skrá sig á 3 þúsund mismunandi stöðum. Algjört öng- þveiti myndaðist. Þúsundir hafa verið skráðar oftar en einu sinni, þúsundir hafa flutt án þess að vera teknar út af skrám og þúsundir lát- inna eru enn á skrám. Ráðgjafarfyrirtækið segir sams konar vandamál ríkja í Texas, Arizona, Idaho, Wisconsin og Utah þar sem fimmti hver á listunum ætti ekki að hafa kosningarétt. í Alaska ríkir einnig óreiða. Þar eru 38 þúsund fleiri á skrá en þeir sem eru á kosningaaldri. Ætlar að láta telja atkvæðin Mannréttindafrömuöurínn Jesse Jackson og nokkur bandarísk dagblöð hafa beðið um á grundvelli upplýsingalaga að fá að telja öll vafaatkvæði. Jackson leiðir hér mótmælagöngu í Tallahassee, höfuðborg Flórída, gegn úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Bush hefur ástæðu til að vera órólegur George W. Bush hefur ástæðu til að vera órólegur á forsetastóli. Frá 1840 hefur verið með 20 ára millibili verið kjörinn forseti sem annað hvort hefur látist í forsetatíð sinni eða verið skotinn, að því er erlend- ir fjölmiðlar greina frá. 1840 var William Henry Harrison kjörinn forseti. Hann fékk lungna- bólgu og lést aðeins 1 mánuði eftir að hafa svarið forsetaeiðinn. 1860 var Abraham Lincoln kjör- inn. Hann var skotinn til bana í Ford-leikhúsinu í Washington. Banamaður hans var John Wilkes Booth. 1880 kusu Bandaríkjamenn James Garfield í embætti forseta. Maður, sem taldi sig svikinn um fint starf eftir að hafa stutt Garfield í kosningabaráttunni, skaut forset- ann hálfu ári eftir að hann tók við embættinu. Morðinginn valdi fal- lega byssu sem honum þótti hæf til sýningar á safni. 1900 var William McKinley kos- inn í annað sinn. Hann var skotinn George Bush Á 20 ára fresti hafa verið kjörnir forsetar sem hafa látist í embættistíð sinni eða verið skotnir. til bana af manni sem kallaði sig stjórnleysingja. Morðinginn sagði það rangt að einn maður hefði svo mikil völd. 1920 'var Warren Harding kjör- inn. Hann þótti meðal spilltustu for- seta Bandaríkjanna. Þremur árum seinna lést hann af völdum hjartaá- falls. Sumir fullyrtu að honum hefði verið byrlað eitur. 1940 var Franklin D. Roosevelt kjörinn í þriðja sinn. Hann er eini Bandaríkjaforsetinn sem kjörinn hefur verið oftar en tvisvar. Roose- velt lést af völdum heilablæðingar 1945 þegar nokkrir mánuðir voru liðnir af fjórða kjörtímabili hans. 1960 var John F. Kennedy kos- inn. Hann var myrtur í Dallas 1963. 1980 var Ronald Reagan kjörinn forseti. ímars 1981 skaut 25 ára gamall maður, John Hinckley, Reag- an. Hann kvaðst gera það vegna ást- ar sinnar á leikkonunni Jodie Fost- er. Reagan særðist talsvert við skotárásina. Nokkrir gerðu það að gamni sínu að kjósa oftar en einu sinni þann 7. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt rannsókn stúdentablaðs í Marquetteháskólanum í Milwaukee í Wisconsin viðurkenndu 174 af 1 þúsund námsmönnum að hafa kosið 2 til 4 sinnum. Líklegt þykir að einhver kjör- dæmi í Flórída að minnsta kosti fjárfesti í nýtískulegri kosningavél- um. Ólíklegt þykir að draumurinn um að allir í Bandaríkjunum geti kosið með sömu aðferð rætist. Þrátt fyrir allt telja mörg ríki að þeirra aðferð sé sú besta. Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Minkapelsar Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt að 12 mánuðum. Klassískur fatnaður Bocace-skór 4 PELSINN Þarsem vandlátir versta Kirkjuhvoli, sími 552 0160. Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.