Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 76
80 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Tilvera Vigdís Grímsdóttir gefur sögulega uppskrift í bókinni Matarsögum: Að hitta aftur ástina sína og gefa henni gott að borða Bókaforlagiö Salka hefur sent frá sér bókina Matarsögur - uppskriftir og önnur leyndar- mál úr eldhúsum íslenskra kvenna. Spjallaö er við sautján þjóöþekktar konur um mat og matargerö. Konurnar gefa fjölda uppskrifta aö einföldum, fljótlegum sælkeraréttum sem eru í sérstöku uppáhaldi á heimilum þeirra og uppljóstra kitlandi leyndarmálum úr eld- húsinu. Stundum er þaö í rauninni engin vitleysa aö eitthvað sem maður hélt sig hafa graflð hitti mann aft- ur fyrir þegar síst er á því von, jafnvel hundrað árum seinna einsog sagt er. Ætli flest fólk eigi ekki eitthvað í poka- hominu sem vex með því, magnast kannski upp og hleður utan um sig óraunverulegri og ef til vill dularfullri merkingu. Að minnsta kosti get ég ekki annað en látið mér detta þetta í hug þegar ég lít til baka og reyni að festa á blað mina lummulegustu minn- ingu. Sem þrátt fyrir alit er núna um- vafln yndislegri lykt af ljúfri steik, léttri kartöflumús, rauðvini og mikilli undran. Sólskin í Tékkó Jæja, ætli það sé ekki best að koma sér að efninu. Þegar ég var 14 ára auðnaðist mér það mikla veraldarinnar lán, þökk sé mömmu sem sparaöi i heilan vetur, að komast eitt sumar til ævintýralands- ins Tékkóslóvakíu, landsins sem þráði ekkert heitar en frelsi frá Sovét en fékk það auðvitað ekki einsog frægt er. Við sigldum héðan í byrjun sumars, nokkrir óharðnaðir krakkar, með gamla Gullfossi til Danmerkur, en það- an ferðuðumst við með lestum til Prag. Auðvitað var þetta dásamleg ferð í flesta staði með tilheyrandi sjóveiki og allskonar uppákomum á skipinu sem aldrei gleymast en skipta svo sem engu máli fyrir þessa frásögn hér. En hvað um það þegar við komum til Tékkó bjuggum við saman í stórum búðum úti á landi og einsog oftast hendir mig í minningunum þá man ég ekki eftir að hafl rignt einn einasta dag. Mér fmnst að sólin hafl alltaf ver- ið á lofti sískínandi á okkur krakkana sem komum frá öllum löndum Evrópu og trúðum, einsog foreldramir, á frjálsan sósíalisma óháðan afskiptum Rússa. Ég held reyndar að öll dvöl okk- ar þama hafi mótast af þessari tilfinn- ingu. Það var lika mikið frelsi í loftinu og auðvitað allt þetta nýja og óvænta sem vakti í hverju homi og beið þess að koma okkur á óvart. Og auðvitað vora boðin og bönnin til staðar, þessi tvennd, sem fyrir okkur krökkunum var ekki til neins nema að brjóta og helst á leynilegan hátt svo ekki kæm- ist upp. En slikum áformum fylgir afltaf mikil og krassandi spenna í lík- amanum og sálinni og endalaus kraumandi eftirvænting sem ómögu- legt er að lýsa. Fyrsta ástín En það var sem sagt í þessu and- rúmslofti sem ég hitti Lassa fyrst. Hann var ótrúlega flottur og einsog lög gera ráð fyrir fallegasti strákurinn í búðunum, hár og grannur, með ljóst sítt hár, gulbrúna húð og tignarlegt nef, og augun, ég gleymdi þeim aldrei, skásettum og möndlulaga og ótrúlega bláum. Og það skipti mig akkúrat engu máli þótt vinkonur mínar segðu að Svíar væra ömurlegir upp til hópa og hann væri greinilega ekkert betri. Nei, mig varðaði í þetta skipti ekkert um hvað þær sögðu, ég var nefnilega svo yfir mig komin af hrifningu að ég einfaldlega vorkenndi þeim og þeirra lúðalega smekk. Því eftir að ég hafði komið auga á hann i fyrsta sinn, dreymdi mig hann á nóttunni og á dag- inn reyndi ég alltaf að vera eins nálægt honum og ég gat. Ég vissi sem var að ég hafði fúndið fyrstu ástina og þótt hann vissi ekki að ég elskaði hann af öllu hjarta þá skipti það ekki máli í sjálfú sér. Ég varð bara að vera þolin- móð, mér hafði alltaf verið innprentað að það væri mikil dygð, og stuðla að því í hvívetna að drepa tímann þangað til hann kæmi auga á mig líka. Og ég var þolinmóð enda var mér orðið ljóst að þar sem ég var ástfangin manneskja hlaut ég líka að hafa þroskast einhver ósköp. Ég lagði þvi á mig mikla erfið- leika og uppsölur til að læra að reykja og vera þannig maður með mönnum, sýnast kúl og eftirsóknarverð. Og þeg- ar það tókst, ég held svei mér að það hafi tekið heila þrjá daga, naut ég min í ástarhugsununum þar sem ég hímdi reykjandi og heimsborgarleg við sænska skálann og beið þess að glitti í minn heittelskaða. En hann sá mig aldrei þar af því að hann leit aldrei í kringum sig þegar hann stóð á tröpp- unum með hinum strákunum og gerði leikfimiæfingar áður en þeir marser- uðu niður í matarskálann. Ég fylgdi aftur á móti í humátt á eftir þeim og hugsaði að hann væri ekki bara stærstur og flottastur heidur væri hann líka alltaf hlæjandi einsog lífið hvem einasta morgun væri ofboðslega fyndið. Nei, hann vissi sem sagt ekki af hinni ástfongnu og síreykjandi mér sem þjálfaði þolinmæði mína stöðugt og sat fyrir hverju hans fótspori. Saman En þetta breyttist. Einn daginn náði ég nefnilega í stæði fyrir aftan hann í biðröðinni að morgunverðarborðinu. Ég var með í maganum, mér var illt í hnjánum, ég var með hraðan hjart- slátt og sveitt á enninu þegar ég raðaði hrökkbrauðinu á diskinn minn, með smjöri, lauk og sultu, og steig svo, ég veit ekki hvemig í veröldinni það gerðist, ofan á hælinn á honum. Hann sneri ser samstundis við og horfði undrandi á mig. Ég roðnaði og leit undan í smástund þegar ég sagði exskjús mí. Hann horfði í augun á mér og ég man hvað ég var hrædd um að missa bakkann þegar hann brosti. Maðurinn var ekkert venjulegur. Hann hafði greinilega líka fallegustu tennumar í búðunum. Hvemig var þetta bara hægt? En þegar við vorum bæði búin að fá okkur djúsinn þá gerðist það. Hann benti mér að fylgja sér. Og við, ég og Lassi, settumst saman við borð, átum hrökkbrauð, hlógum og horfðumst í augu. Ég fann og vissi þama sem við sátum að ég var ekki bara ástfangin og þroskuð heldur líka hamingjusöm og mundi sjálfsagt alltaf vera það. Eftir matinn vorum við svo byrjuð saman, sem þýddi að við leidd- umst, sem þýddi að hann strauk mér um hárið, sem þýddi að hann kyssti mig, sem þýddi að hann náði í mig á morgnana og við sátum saman við borðið, sem þýddi að við horfðum hvort á annað þegar fánarnir vora dregnir niður á kvöldin, sem þýddi að við hittumst leynilega þegar allir vora sofnaðir og fórum út í skóg, sem þýddi að viku áður en við fórum burt þá sagði hann: - jag alsker dig - og ég sagði það líka. Og við ákváðum að skrifast á alveg þangað til við yrðum nógu gömul til að giftast, það tæki ekki nema fimm ár og þegar við værum gift þá ætluðum við að búa sex mánuði á íslandi og sex mánuði í Svíþjóð og við ætluðum að eiga þrjú böm og hús á báðum stöðum. Þetta var ailt saman ákaflega einfalt og í rauninni fannst okkur fimm ára bið ekkert tiltökumál. Og svo kvöddumst við, ég man hvað ég grét þegar ég horfði á hann sveifla sér fimlega upp i rútuna, velja sér gluggasæti og veifa og einhvers staðar í leyndum kima míns sorgmædda huga læddist á tánum sá óþolandi grunur að ég ætti kannski aldrei eftir að sjá hann aftur. Þegar rútan ók í burtu hljóp ég inn í skóg, fann tréð sem við vorum vön að sitja undir, dró fram passamyndina af honum, kyssti hana lengi og innilega og grét átakan- lega svona einmana og tóm einsog ég var. Svo fór ég heim í búðimar og drakk minn fyrsta bjór sem breytti öllu í lauflétta bið og dásamlega endur- fundi. Fjarlægð frá Tékkó Á heimleiðinni komum við aftm' við í Kaupmannahöfú, fórum i Tívoli, bát- ana, hringekjuna, bílana og allt hitt og allan timann hugsaði ég um ástina mína og augun hans og ég nennti ekki einu sinni að rífa kjaft við Hollending á minum aldri sem spurði hvort ísland væri ekki öragglega í Ameríku og þar væri töluð ameríska. Nei, ég nennti því ekki af því að ég var að hugsa um Lassa og þess vegna máttu allir raglu- dallar vera í friði fyrir mér. Ekkert í veröldinni skipti máli nema hann. Og þegar ég kom heim beið mín pakki. Það var fyrsti pakkinn frá Lassa, í honum spegill, púðurdós og mynd af honum með svörtum hundi. Ég setti gjafimar á felustað en sendi honum hvítt skóhom og mynd af mér og syst- ur minni þegar við vorum litlar að prjóna dúkkufot. Og svona leið tíminn, við bréfa- skriftir og smágjafasendingar. En þá hitti ég Nonna. Nonni var æðisgenginn, brúnhærð- ur og brúneygur, skemmtilegur og fyndinn, en auðvitað ekki einsog Lassi. En smám saman breyttist það. Ég byrj- aði nefnilega að elska Nonna jafhheitt ef ekki heitar en Lassa og einhvem- veginn dofnaði yfir minningunum mínum frá Tékkó uns þær urðu bara einsog hvert annað fiarlægt ævintýri. En nú vora líka góð ráð dýr. Ekki gat ég haldið áfram að vera með Nonna og skrifast á við Lassa og þiggja aflar gjaf- imar sem hann sendi mér í hverri viku. Og því var það að ég kom að máli við vinkonu mína og bað hana endi- lega að verða mér nú innan handar og redda mér úr vandræðunum. Hún tók því vel og saman skrifuðum við svo ör- lagabréfið til Lassa þar sem hún tjáði honum á tragískan hátt að ég hefði, guð minn góður hvað við táraðumst á meðan við skrifuðum bréfið, orðið undir traktor í sveitinni og dáið. Ég væri sem sagt, því miður, ekki til leng- ur en hefði þó lifað svo lengi að mér tókst að biðja hana að skrifa bréfið og svo hefði ég auðvitað dáið með nafnið hans á vörunum. Ó, Lassi minn, vora sem sagt mín síðustu orð. Svona gat maður nú verið ómerki- legur í þá daga en satt að segja leið ég fyrir ómerkilegheitin og grét fógrum táram þegar vinkona mín fékk sorg- legt bréf frá Lassa sem sagði að hann mundi aldrei jafna sig vegna þess að við hefðum ákveðið að giftast og eign- ast böm og elskast tii æviloka. Svona var Lassi. Mörgum árum síðar Og svo leið tíminn og í þessari sögu gerðist ekkert í sjálfu sér fyrr en tæp- um þrjátíu áram seinna. Ég var þá á leið til Svíþjóðar í dálít- inn rúnttúr að lesa upp og tala um bækur, í þetta skipti var meiningin að ég færi aðallega á bókasöfn í Suður- Svíþjóð. Upplestramir á söfnunum gengu ágætlega, menn hlustuðu og spurðu, svona einsog gengur og fátt í frásögur færandi. En eitt kvöldið var frábragðið. Upplesturinn var í smábæ og nokk- uð margir mættir og svo þegar öllu var lokið var boðið upp á kaffi og kökur og fólki boðið að spyija. Rís þá upp mað- ur frekar hávaxinn, ljóshærður með kollvik, faflegan munn og augun á ská. Ég hugsaði - nei andskotinn - þetta getur bara ekki verið. En einsog ég segi kemur lífið stanslaust á óvart og maðurinn spyr. Segðu mér eitt er nafn- ið þitt algengt á íslandi? Jú, ég taldi það vera. Og þá settist hann niður og virtist ekki hafa áhuga á að spyrja neins frekar. Nema hvað, þegar öllu var lokið, flestir famir og ég á leið á hótelið kemur hann til mín. Og þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.