Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 33 DV Helgarblað aði afgreiðslustúlku og þangað fór hún að sækja um starfið. Bakaríið var til húsa við Bankastræti, þar sem nú er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. „Þegar í ljós kom að kaupið var ekki nema 35 krónur á mánuði leist mér ekki á, þakkaði fyrir mig og gekk út úr bakaríinu. En ég var ekki komin nema fáein skref þegar það rann upp fyrir mér að bakaríið var áfast húsinu þar sem Rögnvaldur átti heima. Ég sneri við og tók vinnuna." Rögnvaldur hafði tólf ára gamall skellt sér í inntökupróf í píanóleik i Tónlistarskólanum sem varla var þá nema árs gamall og til húsa í Hljóm- skálanum við Tjamarbrúna. „Þar með var listamannsferillinn hafmn,“ segir hann. „Ekki þótti öllum gæfulegt að leggja út á þá braut. - Ætlarðu að láta hinn soninn fara í þetta líka, sagði kona við mömmu þegar Hörðm- bróðir minn var kominn í píanótíma í Tón- listarskólanum, - það er bara ein staða fyrir tónlistarmann í útvarpinu og þar er hann Emil Thoroddsen." En stúlkan frammi í bakaríinu var hvergi bangin, og hlustaði eins og í leiðslu á tónana sem bárust fram í búð- ina þegar jafnaldrinn hamaðist á pí- anóið. Hún harmaði víst ekki hvað það var hljóðbært í gömlu timburhúsunum á Bakarabrekkunni, en þetta dreifði at- hyglinni. „Einn morguninn um tíuleytið var Rögnvaldur að spila Scherzo eftir Chopin. Ég setti kafflbollann frá mér á reiknivélina og hlustaði yfir mig hrif- in. Gleymdi stað og stund. Svo þurfti ég að afgreiða og þegar ég stimplaði á kassann hafði ég gleymt bollanum, skúffan kom þjótandi fram og kaffið dembdist yfir mig.“ Þau hittust svo fyrir alvöru haustið 1935, bæði 17 ára gömul og hafa síðan fylgst að jafnt í sól og regni. Að vera 17 ára haustið 1935 ... Landið var enn mjög einangrað. Þó var verið að opna talsamband við út- lönd og leggja homsteininn að Ljósa- fossvirkjun. Rögnvaldur: „Það var stórviðburður ef erlendir tónlistar- menn komu til landsins, ekkert flug og löng sigling hingað norðureftir. Fásinnið var mikið og fátæktin, en samt var heimurinn rosalega spenn- andi. Þótt það væri kreppa og fólk hefði varla að éta fannst okkur veröld- in fógur eins og Tómasi.. Arfurinn frá Evrópu, langþróaðar hefðir í tónlist, myndlist, og bókmennt- um, var að berast upp á klakann. Svo ólíklega sem það kann að hljóma þá varð samkomustaður þeirra sem létu heillast af þess háttar andans gæðum lítið hús við Garðastræti. Þar bjó Er- lendur Guðmundsson, starfsmaður og síðar skrifstofustjóri hjá tollinum, og var húsið nefnt eftir móður hans sem þá var látin, Unuhús. Rögnvaldur: „Ég kom þangað með skólabróður mínum úr Tónlistarskól- anum sem hét Ásgeir Júlíusson og varð seinna teiknari og stofnandi Tón- listarfélags Hafnarfjarðar. Hann var frændi Erlendar. Þá var lítið um tón- leika í bænum, og aldeilis ekki græjur í hverju húsi. Erlendur átti einstakan dýrgrip: þennan stóra grammófón með stórri trekt og trénálum sem þurfti að ydda ... Svo sat maður dolfallinn yfir öllum plötunum." Eins og græn engispretta í Unuhúsi mátti oft hitta Halldór. Hann var alltaf að koma og fara, til eða frá útlöndum. Sundurgerðarmaður í klæðaburði, í stórum Kashmir frakka og marglitum sokkum. Helga: „Gagga Lund sagði einhvern tíma löngu seinna í boði hjá okkur, þegar skáldið birtist á nýjum fagur- grænum fötum: Svo er það hann Hall- dór, eins og græn engispretta. . .En hann Halldór varpaði fjötrum af okkur með því að vera svona djarfur...“ Rögnvaldur: „Hann var óskaplega elskulegur við okkur alla tíð. Ég gleymi ekki hvað hann var uppnum- inn þegar ég spilaði fyrir hann Prókoff- ieff: það gengur ekki að spila alltaf 100 ára gamla tónlist, sagði hann. Halldór var alinn upp við tónlist, einn af fáum í þá daga. Faðir hans lék á fiðlu og á kvöldin kom fólk í heimsókn til þeirra að syngja. Systir hans, Helga, var þekktur píanókennari héma í bænum. Hvernig var það? Spilaði hann sjálfur studdi skáld sitt vel: „Það sem hún Auður ekki lenti í að útvega." Rögn- valdur rifjai- upp eina söguna: „Hall- dór og Auður voru að taka við íbúð- inni sem þau leigðu yfir veturinn. Leigusalinn var nákvæmur maður, og þegar hann hafði rakið ítarlega ýmis smáatriði um afgjald og umgengni nokkra stund var þolinmæði skáldsins að þrotum komin og hann kallaði: Auður, í guðanna bænum komdu og talaðu við þennan mann, ég nenni ekki að tala um svona Kleinigkeiten!" Eins og margar listamannakonur er Auður ráðagóð og Qalltraust. Helga: „Hún annaðist stórt sem smátt: Halldór bað mig að líta fyrir sig á bfia, sagði hún einn daginn, þegar hún kom við hjá okkur á leið í bæinn.“ Um jólin héldu Halldór og Auður boð fyrir alla íslendingana sem þá voru í Vinarborg. Helga: „Þar var dansað og Halldór sagði: Má ég bjóða í spásseritúr, þegar hann sótti okkur dömumar út á gólfið. Rögnvaldur: „Þetta var skemmtileg- ur vetur." Heim snera þau full af krafti, endur- nýjuð eftir samvistir þessa góða fólks. Við tóku tónleikaferðir Rögnvaldar til Sovétrikjanna og Vesturheims, en Helga stofnaði ásamt systur sinni og vinkonu þeirra listverslunina Dimmalimm, sem var merkilegt fram- tak á sínum tíma, en of snemma á ferð. Pabbi þinn vinnur aldrei neitt! Listin er galdur og listamaðurinn, þegar vel tekst til, einhvers konar sjá- andi. Um þá sýn sem kveikir verk hans mætti kannske segja að hún byggðist á einhvers konar ófreskigáf- um. „Eins og oft vill verða hjá höfundi þegar hann er að vinna þá verður veraleikinn kringum hann að dauflegu skuggaríki, sem hann aðeins hrærist í stund og stund með einhverjum smá- vegis hundraðshluta vitundarinnar," skrifar Halldór í Skáldatíma. Það gengur á ýmsu þegar verið er að skapa. Mikill álagstími er fyrir út- komu bókar, eða þegar tónleikar era framundan ... Sveiflukennt lif, stund- um stórkostlega gaman, aðra tíma erfitt. Rögnvaldur: „Stundum er byr, stundum allt á móti. . Helga: „Það þarf svo margt að ganga upp, staður, stund, hjálparhellur . . . Listamenn þurfa oftast sterkan bakhjall, fiölskyld- ur sem styðja þá.“ Umhverfið tekur ekki ævinlega já- kvætt i þetta framlag, síst þegar lista- menn ráðast gegn ríkjandi gOdum og vanahugsun. Rögnvaldur: „Almannarómurinn sagði að þetta væra fyllibyttur, ekki annað. Goðsögnin um sífulla lista- manninn lifði góðu lífi. Aðeins þeir fóra í listir sem gátu ekki annað. Það dugði ekkert hálfkák, baráttan var upp á líf og dauöa. Og eins og í öllum styrj- öldum verðui' mannfall. Enginn hefur lýst því betur en Halldór sjálfur í Ljós- víkingnum.“ Langt fram yfir 1960 vár oft verið að hnýta í listamenn. Krakk- ar á götunum gerðu hróp að bömum þeirra: Pabbi þinn vinnur aldrei neitt! Eldra afbrigði af eineltinu í dag. Margir viðurkenndu alls ekki Hall- dór fyrr en hann hafði fengið Nóbelinn, og eim þann dag í dag má finna fólk sem ekki má heyra hann nefndan. Frá Austurlandi kann ég sögu um hjón, ekki miklu yngri en Halldór. Bóndinn las Gerplu þangað til hún var öll dottin sundur í blöð. Húsfreyjan sagði að hann þyrfti ekki annað með sér á eyðieyju. Hún hafði óbeit á Kiljan og var af- brýðisöm út í bókina. Þegar hún var orðin öldrað og sálin hrum lét hún loks verða af því að gera það sem hana hafði lengi langað og henti ræskninu af Gerplu út með ruslinu. Bóndinn sagði ekki orð, enda kunni hann Gerplu þá utan að og þurfti ekki bók- ina. En ekki löngu síðar brá svo við að gamla konan eignaðist Dagleið á fiöll- um og í hugum yngri kynslóðarinnar á bænum geymist enn minningin um hana þar sem hún situr flötum beinum i rúmi sínu og les aftur og aftur frá- sagnir af ferðum Halldórs upp í aust- firsku kotin á Jökuldalsheiði í bland við pistla um spiritisma, Sovétríkin og rithöfundaþing. I sama mund uppgötv- aði hún ljóð Halldórs og varð yfir sig hrifin af því hvað þau væra falleg. -PÁÁ Nóbelsskáldiö aö störfum í nágrenni Gljúfrasteins Halldór setti allt þjóölífiö á annan endann meö skrifum sínum á þriöja áratugnum. Á þeim tíma var hann ýmist aö feröast um landiö aö skoöa íslenska alþýöu á annesjum og afskekktum heiöarbýlum eöa hann sat allsnakinn meö einglyrni suöur á Sikiley og hristi upp í löndum sínum meö krassandi bókum og blaðagreinum: ekki alltaf Bach á morgnana?" Löngu seinna skrifaði Halldór um Unuhús „þar sem oft var gestkvæmt og ýmsir gesta sem þar voru innlifaðir töldu vera sálarheimili sitt... ýmsum sem verið höfðu á öðram akademium með stærra nafni þótt þessi best. . . í þessu húsi lifðu listimar allar í þrætu bókarformi. . . þar sátu menn í einn mannsaldur og vora að leita að réttum niðurstöðum um listina lífið og öldina." í formála að bók Hrafnhildar Schram um Ninu Tryggvadóttiu staðfestir skáldið að hin undurfagra Kristsmynd Nínu, steinfellan yfir altarinu i Skál- holtskirkju, er í raun mynd af Erlendi. Vmarfor hin síðari 1961-1962 Eins og fyrr sagði höfðu Rögnvaldur og Helga dvalið í Vínarborg veturinn 1955-1956. Fáum árum seinna - haust- ið 1961 - greip útþráin þau á ný og þau ákváðu að halda öðra sinni með fiöl- skylduna til Vínarborgar. Helga: „Auður og Halldór hugðu líka á utanferð. Auður kom til okkar og stakk upp á að við hefðum samflot. Það var mjög fint, enda synir okkar tveir, Þór og Geir, og dætur þeirra tvær, Sigríður og Guðný (Duna), á sama aldri. Svo fóram við öll saman til Vínar.“ Rögnvaldur: „Þá styrkt- ist okkar vinskapur. Við hittumst næstum daglega." Helga hefur ævinlega verið síprjónandi, heklandi eða saumandi og í Vín sat hún og pijónaði ullarpeysur. Þau voru háffblönk, þessi veitulu listamannshjón. Helga: „Svo dreif Auður mig af stað til að selja peys- urnar. En það vildi enginn líta við þeim fyrr en Auður fann upp á því að fara í fin- ustu tískubúðirnar. Þar fengum við góðar viðtök- ur!“ Rögnvaldur: „Á meðan þær vora í söluferðunum fóram við Halldór á litla matstofu, fengum okkur hádegissnarl og spjölluðum saman. Halldór fekk sér alltaf eitt staup af sterku fyrir mat, undantekning ef þau urðu tvö, og eina litla flösku af tékkneskum bjór. Eflaust var hann þá farinn að velta fyrir sér Skálda- Inga Huld Hákonardóttir rithöfundur Fyrstu dægrin reis ég ekki úr koju, örmagna eftir allt umstangiö við aö komast afstað. Þáverandi eigin- maöur minn, Leifur Þórarinsson tónskáld, og Ijós- hæröi snáöinn okkar Hákon, kallaöur Tumi, nutu hins vegar sjóferöarinnar í botn. tíma sem út kom tveimur áram seinna, því honum varð tíðrætt um ástandið austantjalds. Hann útskýrði fyrir mér lögmál ógnarstjórna: Þegar þú ert búinn að láta drepa mann, þá þarf að drepa þann sem drap, og svo þann sem drap hann, og svo gengur þetta endalaust áfram ... Annars var Prjónastofan Sólin meg- inverkefhi hans þennan vetur. Ég man vel þegar hann hringdi og sagðist vera búinn. Kom svo og las hana fyrir okk- ur öll. Halldór var ekki siður fyndinn persónulega en í bók. Hvernig er myndlistin þar eystra, spurði ég hann þegar hann hafði skroppið til Rúss- lands. „Jah, þeir mála svona þessar löngu Maríu myndir . . .“ og nú gerir Rögnvaldur sig langan í framan því hann er snjöll eftirherma. Svo heldur hann áfram: „Halldór hafði gaman af fólki, var forvitinn um það, alltaf elskulegur við vini sína, en sjálfur var hann dulur á sinn hátt. Væri hann spurður út í verk sín var hann vís til að svara, um leiö og hann skaut augabrúnunum upp á enni: Ha, hef ég skrifað það? Hann þræddi með mér plötubúðimar til að sjá hvað ég keypti. Jesús fæddur í Nasaret... Stundum kom hann með mér á tón- leika og skoðaði þá áheyrendur í krók og kring. Hann velti fyrir sér hvaðan þeir kæmu, og af hverju, af brennandi tónlistarþrá, vegna fiárfestinga eða hvað þeim annars gengi til. Hann var alltaf að safna og skrifa hjá sér, og spurði margs. Ég kenndi honum einu sinni amböguljóð sem ég hafði heyrt og byrjaði svo: Jesús fæddur i Nasaret /þá var ég alveg bet. Honum fannst það bráðfyndið. Svo las ég þetta í einni sögunni hans seinna, þar sem hann sagði að það væri gamall sálmur." Helga segir frá því hvað Auður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.