Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 35
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 35 I>V Helgarblað Uppistandinu vegna kosninganna í Bandaríkjunum er ekki lokið: Atkvæðin verða talin Víst þykir aö ótöldu vafaatkvæð- in í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum verði talin þrátt fyrir allt. Mörg dagblöð hafa þegar farið þess á leit við yfirvöld um að fá að telja atkvæðin. Það verður mögulegt vegna upplýsingalaganna. Mann- réttindabaráttumaðurinn Jesse Jackson hefur lýst þvi yfir að hann muni einnig biðja um að fá að telja atkvæðin. „Við viljum láta telja þessi atkvæði og sýna hver hafi í raun sigrað í kosningunum áður en nýr forseti verður settur í embætti 20. janúar. Það er sama hvern Hæstiréttur krýnir. Við ætlum að sanna að A1 Gore hafi fengið flest at- kvæði,“ sagði Jackson nú í vikunni. Reyndar verður heimilt að telja allar sex milljónir atkvæðanna í Flórída og jafnvel þótt talningin taki marga mánuði getur niðurstað- an orðið óþægileg fyrir 43. forseta Bandaríkjanna. Sérfræðingar segja að kosn- ingaglundroðinn í Flórída hafi bara verið toppurinn í ísjakanum. Það er álit þeirra að alls hafi 2 milljónir at- kvæða aldrei verið taldar vegna úr- elts kosningafyrirkomulags. Rann- sókn dagblaðsins Los Angeles Times, sem gerð var um öll Banda- ríkin, sýnir að ástandið í Flórída var langt frá þvi að vera undantekn- ing. Það er frekar regla en undan- tekning í Bandaríkjunum. í New York-borg eru notaðar kosningavélar sem ekki eru fram- leiddar lengur. Hver vél sam- anstendur af 27 þúsund hlutum. Með skrúfjárni, töng og örlitlu hug- myndaflugi er mögulegt að breyta tölunum sem skrá atkvæðin. Erfitt er að finna fólk sem vill starfa við kosningarnar. Fyrir 13 klukku- stunda vinnu eru greiddir 120 doll- arar. Margir eru með svo lélega menntun að þeir geta ekki lesið kosningahandbókina. Vegna skorts á starfsmönnum myndast raðir við kjörstaðina. Kjósendur verða óþol- inmóðir og snúa heim. í Texas ecu til svokallaðar kosn- ingamellur, sem gegn vissri þjón- ustu, ekki bara kynferðislegri, kaupa utankjörstaðaatkvæði af kjósanda, fá það undirritað og selja það síðan einhverjum stjórnmála- flokki. Markaðsverðið er 20 dollarar á atkvæði. Margar geta þénað um 6 til 7 þúsund dollara á kosningaári. í Indíana ætti fjórði hver kjósandi á listunum ekki að vera þar, að því er óháð ráðgjafarfyrirtæki fullyrðir. Fyrir nokkrum árum tóku gildi nýj- ar skráningarreglur sem gera það mögulegt að láta skrá sig á 3 þúsund mismunandi stöðum. Algjört öng- þveiti myndaðist. Þúsundir hafa verið skráðar oftar en einu sinni, þúsundir hafa flutt án þess að vera teknar út af skrám og þúsundir lát- inna eru enn á skrám. Ráðgjafarfyrirtækið segir sams konar vandamál ríkja í Texas, Arizona, Idaho, Wisconsin og Utah þar sem fimmti hver á listunum ætti ekki að hafa kosningarétt. í Alaska ríkir einnig óreiða. Þar eru 38 þúsund fleiri á skrá en þeir sem eru á kosningaaldri. Ætlar að láta telja atkvæðin Mannréttindafrömuöurínn Jesse Jackson og nokkur bandarísk dagblöð hafa beðið um á grundvelli upplýsingalaga að fá að telja öll vafaatkvæði. Jackson leiðir hér mótmælagöngu í Tallahassee, höfuðborg Flórída, gegn úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Bush hefur ástæðu til að vera órólegur George W. Bush hefur ástæðu til að vera órólegur á forsetastóli. Frá 1840 hefur verið með 20 ára millibili verið kjörinn forseti sem annað hvort hefur látist í forsetatíð sinni eða verið skotinn, að því er erlend- ir fjölmiðlar greina frá. 1840 var William Henry Harrison kjörinn forseti. Hann fékk lungna- bólgu og lést aðeins 1 mánuði eftir að hafa svarið forsetaeiðinn. 1860 var Abraham Lincoln kjör- inn. Hann var skotinn til bana í Ford-leikhúsinu í Washington. Banamaður hans var John Wilkes Booth. 1880 kusu Bandaríkjamenn James Garfield í embætti forseta. Maður, sem taldi sig svikinn um fint starf eftir að hafa stutt Garfield í kosningabaráttunni, skaut forset- ann hálfu ári eftir að hann tók við embættinu. Morðinginn valdi fal- lega byssu sem honum þótti hæf til sýningar á safni. 1900 var William McKinley kos- inn í annað sinn. Hann var skotinn George Bush Á 20 ára fresti hafa verið kjörnir forsetar sem hafa látist í embættistíð sinni eða verið skotnir. til bana af manni sem kallaði sig stjórnleysingja. Morðinginn sagði það rangt að einn maður hefði svo mikil völd. 1920 'var Warren Harding kjör- inn. Hann þótti meðal spilltustu for- seta Bandaríkjanna. Þremur árum seinna lést hann af völdum hjartaá- falls. Sumir fullyrtu að honum hefði verið byrlað eitur. 1940 var Franklin D. Roosevelt kjörinn í þriðja sinn. Hann er eini Bandaríkjaforsetinn sem kjörinn hefur verið oftar en tvisvar. Roose- velt lést af völdum heilablæðingar 1945 þegar nokkrir mánuðir voru liðnir af fjórða kjörtímabili hans. 1960 var John F. Kennedy kos- inn. Hann var myrtur í Dallas 1963. 1980 var Ronald Reagan kjörinn forseti. ímars 1981 skaut 25 ára gamall maður, John Hinckley, Reag- an. Hann kvaðst gera það vegna ást- ar sinnar á leikkonunni Jodie Fost- er. Reagan særðist talsvert við skotárásina. Nokkrir gerðu það að gamni sínu að kjósa oftar en einu sinni þann 7. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt rannsókn stúdentablaðs í Marquetteháskólanum í Milwaukee í Wisconsin viðurkenndu 174 af 1 þúsund námsmönnum að hafa kosið 2 til 4 sinnum. Líklegt þykir að einhver kjör- dæmi í Flórída að minnsta kosti fjárfesti í nýtískulegri kosningavél- um. Ólíklegt þykir að draumurinn um að allir í Bandaríkjunum geti kosið með sömu aðferð rætist. Þrátt fyrir allt telja mörg ríki að þeirra aðferð sé sú besta. Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Minkapelsar Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt að 12 mánuðum. Klassískur fatnaður Bocace-skór 4 PELSINN Þarsem vandlátir versta Kirkjuhvoli, sími 552 0160. Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.