Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 15
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 15 DV Fréttir Þjálfunarsundlaug í Kristnesi í Eyjafirði: Ríkið hefur lagt eina milljón króna í verkið - en félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt fram tæpar 20 milljónir DV, AKUREYRI:_________________ Frá því framkvæmdir hófust við byggingu þjálfunar- og endurhæf- ingarsundlaugar í Kristnesi við Eyjafjörð hefur ríkið lagt eina millj- ón króna til verksins. Þá milljón af- henti Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra þegar laugin var vígð á dögunum. Ráðherrann gat hins vegar ekki flutt viðstöddum þær fregnir sem margir þeirra biðu eftir að ríkið hygðist í fjárlögum fyrir árið 2001 veita þær 15,5 millj- ónir til verksins sem þarf til að greiða upp framkvæmdakostnað- inn. Nýbygging þjálfunarlaugarinnar hefur verið eitt af brýnustu fram- kvæmdaverkefnum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri frá því það tók við rekstri Kristnesspítala árið 1993. Sundlaugarrýmið var þá þegar til staðar í viðbyggingu við elsta hluta Kristnesspítala en hönn- un og undirbúningur laugarinnar var þá kominn skammt á veg. Fram- kvæmdir við laugina hófust svo árið 1996 en þá höfðu safnast um- talsverðir fjármunir í söfnun sem Lionsklúbbarnir í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum hófu árið 1993 og hefur staðið óslitið síðan. Ekkert áranna sem laugin hefur verið í byggingu hefur ríkið lagt fé til verksins. Kostnaður við sundlaugina er áætlaður 56 milljónir króna en framkvæmdafé í dag nemur 40,5 milljónum króna. Fróðlegt er að líta á framlög félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til þessa verkefnis en þau skiptast þannig að framlög Lionsklúbba nema 7,1 milljón, fram- lög einstaklinga 5 milljónum, fram- lög félagasamtaka 4 milljónum, penna- og bolasala hefur skilað 1,3 milljónum og framlög fyrirtækja nema 0,8 milljónum. Samtals eru þetta 18,2 milljónir króna. Annað fé skiptist þannig að framlög sveitarfé- laga nema 1,5 milljónum, vextir eru 1,8 milljónir, Akureyrarbær hefur lagt fram 15 milljónir, framlag úr söfnuninni Rauð fjöður á Norður- löndum nemur 3 milljónum og svo kom milljón króna framlag ríkisins á vígsludegi, en ekki meira. -gk DV-MYND GK Sundlaugin i Kristnesi Laugin loks tilbúin en enn vantar um þriöjung þess Ijármagns sem laugin kostar. Sérvalið og unnið Kálfakjöt, Nautakjöf Lambakjöt, Svínakjöt og Villibráð Sælkera sósur, krydd og olíi Innfluttar sælkeramatvörur Hátfðarmatur frá Gallerý Kjöt Urbeinað sauðahangikjöt Kofareykt hangilæri Tvíreykt sauðafillet Nýslátrað lambakjöt Lambageirar fylltir með koníakssoðnum sveskjum Magáll Heitar sósur Bláberjasósa Rauðvínssósa Villisveppasósa ^ Kofareyktur Hamborgarahryggur ^ Sænsk Julskinka Svínalundir fylltar með villisveppum Svínabógur, reyktur og nýr Svínalæri, reykt og nýtt Svínaflæskesteg fflfr- * W V'í' «. /, Æ i—</<■ • ■ •« * ■? Hreindýramedalíur Villigæsir Aligæsir Aliendur Andabringur Rjúpur Graflamb Grafin gæs Reykt gæs Súluungar Heimalagað rauðkál Sælkera gjafakörfur Tilsögn og uppskriftir eru að sjálfsögðu á staðnum og á heimasíðunni okkar. GRENSÁSVEGUR 48. SÍMI 553 1600/553 1601 • www.kjot.is • FAX 568 1699.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.