Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Nýjar sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar tilbúnar eftir helgi: F æðingarorlof inu verður vart frestað - mikil andstaða og skiptar skoðanir um „matseðil“ sparnaðartillagna Fæöingarorlofiö blífur Margt bendir nú til þess aö ríkisstjórnin velji ekki þann kost aö fresta fæöingarorlofinu í sparn- aöarskyni en fari þess í staö aörar leiöir. Talsverðs titrings hefur gætt bæði innan og utan Alþingis vegna þeirra sparnaðartillagna sem boð- aðar hafa verið við þriðju umræðu um fjárlög. Sérstaklega hafa hug- myndir um frestun fæðingarorlofs- ins vakið upp hörð viðbrögð og er nú svo komið, samkvæmt traust- um heimildum DV, að nær öruggt er að að hætt verði við þá frestun. Milljarður umfram þörf Aðdragandi málsins var sá að sérstök niðurskurðarnefnd, sem raunar hefur verið kallaður „óformlegur vinnuhópur", fór yfír fjárlagafrumvarpið og gerði tillög- ur um niðurskurð upp á tæpa fjóra miUjarða króna. TiUögur nefndar- innar voru ekki formlegar eða end- anlegar tiUögur, heldur meira hug- myndir, og hefur raunar verið lýst sem „matseðli spamaðartiUagna“. Á þessum matseðli voru tiUögur um mun meiri spamað en nauð- synlegur þótti, eða um miUjarð um- fram þörfina. Þannig var búið tU svigrúm til að velja og hafna „rétt- um af þessum matseðli“ eins og það var orðað í samtali við DV. í þessum óformlega vinnuhópi áttu sæti formaður og varaformaður ijárlaganefndar Alþingis, þeir Ólaf- ur Örn Haraldsson og Einar Oddur Kristjánsson, auk Baldurs Guðlaugs- sonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu og annarra embættismanna þaðan. Vinnuhópurinn skilaði síðan tiUögum sínum til ríkisfjármálanefnd- ar ríkisstjómarinnar en í henni eiga sæti formenn og varaformenn stjóm- arflokkanna sem síðan fór með málið fyrir ríkisstjórnina í heUd. Hin póli- tíska ákvörðun um hvaða spamaðar- leiðir verða á endanum valdar af mat- seðli vinnuhópsins verður tekin í þessari ríkisfjármálanefnd ríkis- stjómarinnar. Hins vegar hefur verið þreifað á þingflokkum stjórnarliðsins og tiUögurnar eða matseðUlinn kynnt- ur þar án þess þó að honum hafi ver- ið stiUt upp sem neinum lokatiUögum. Samkvæmt upplýsingum DV hafa menn verið að vonast tU að það skýrist um helgina eða strax eftir helgina hvemig niðurskurðarpakkinn muni líta út og þá yrði sú tiUaga kynnt fjárlaganefnd þingsins strax. í gær töldu þó ýmsir viðmælendur blaðsins líklegt að málið gæti dregist fram eftir vikunni því erfiðlega gengi að ná lendingu í því. Niðurskurðartillögur Þær tiUögur sem vinnuhópurinn setti á matseðilinn skiptu nokkrum tugum en þó vora nokkrar þeirra, eða um tugur, talsvert stærri en hinar og hlupu á tugum eða einhverjum hund- urðum miljóna hver. Nokkrir tugir tillagna hins vegar tilheyrðu smærri hópnum og dreifðust á ráðuneyti. Langstærsta einstaka niðurskurðartil- lagan var títtnefnd frestun á fæðingar- orlofi en hún átti að skila um 770 milljónum króna sparnaði ein og sér. Dæmi um aðrar tillögur em frestun á framkvæmdum við skála Alþingis og lítils háttar niðurskurður á vega- og hafnarframkvæmdum, „sem auðvelt væri að auka og gera að stærri lið“ eins og einn heimildarmaður blaðsins orðaði það. í þeim efnum er þó til þess að líta að í frumvarpinu sjálfu er heil- mikill niðurskurður á þessum liðum. Hins vegar er ljóst að hægt er að ná fram talsverðurm spamaði á stórum framkvæmdum, s.s. jarðgangavinnu og því um líku með frestun innan árs- ins og byrja seinna á árinu á verki en áformað hafði verið. Þá hefur DV upp- lýsingar um að ýmsir liðir séu á þess- um matseðli sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við og séu það þá fyrst og fremst verkefni eða fram- kvæmdir sem enn era ekki famar af stað. Velferðarkerfi hlíft Það virðist þó nokkuð skýrt að orð Ólafs Amar Haraldssonar, formanns fiárlaganefndar, í þinginu fyrir aðra umræðu, um að heilbrigð- is- og félagskerfi- inu verði hlíft og ekki farið inn í viðkvæm velferð- armál, munu ganga eftir. í það minnsta ef fram- sóknarmenn fá einhverju ráðið. Það kemur fram með áberandi hætti í samtölum við þá aö þar séu menn komnir inn á pólitísk jarðprengju- svæði sem flokkinn langi ekki til að ganga út á. I umræðunni hefur það talsvert verið gagnrýnt að fiárlaganefnd hafi komið með tiilögu um rúmlega tveggja miljarða útgjaldaaukningu í framvarpinu við aðra umræðu, á sama tíma og það liggi í loftinu að skera eigi niður um þrjá milljarða við þá þriðju. Viðmælendur DV í stjórn- arflokkunum segja hins vegar mjög ólíklegt að þeir liðir sem hækkaðir hafi verið við aðra umræðu verði skornir aftur við þriðju umræðu. Ekki nema þá einstaka liður - megin- þorrinn muni haldast inni enda sé ljóst að um 75% af þessum hækkunar- tillögum séu komin beint frá ráðu- neytum vegna brýnna mála en um 25% séu hækkunarmál frá fiárlaga- nefndinni. Fjóröungur sparnaðar Eins og áður segir munar langmest um frestun fæðingarorlofsins af ein- stökum tillögum á matseðli hins „óformlega vinnuhóps". Þessi ráðstöf- un ein og sér jafngildir um fiórðungi af áætluðum niðurskurði. Þetta er hins vegar líka sú einstaka ráðstöfun sem mætir hvað mestri og almenna- stri andstöðu, bæði innan og utan þings. Fjölmargt mælir gegn því að ráðast í þessa aðgerð og samkvæmt góðum heimildum er nú líklegra en ekki að ríkisfiármálanefnd ríkis- stjórnarinnar - þ.e. for- menn og varaformenn stjórnarflokkanna - kjósi að fara ekki þessa leið. Eru fyrir því ýmsar ástæður, m.a. sú að í þvi felist vera- leg röskun á áætlunum sem fólk og fyrirtæki hafa verið að gera og lögfræðiálit, sem fengin hafa verið, ráða heldur frá þessu vegna hugsanlegra bótakrafna á hendur ríkinu. Auk þess er mótspyman við þessa að- gerð mun sterkari og al- mennari en menn áttu von á í fyrstu. Þannig hefur Al- þýðusambandið lýst því yfir að með þessu væri ver- ið að ganga gegn yfirlýsing- um sem fylgdu kjarasamn- ingagerð á sínum tíma og einn stjórnarliði orðaði það svo að það væri eitthvað það vitlausasta sem menn gerðu í þessari stöðu að stofna til frekari illinda við ASÍ og var þar að vísa til hins viðkvæma ástands á vinnumarkaði og að samn- ingar hanga á bláþræði. Mótmæli ASÍ Og sjónarmið Grétars Þorsteinsson- ar, forseta ASÍ, staðfestir að þótt ASÍ sýni viðleitni stjómvalda til að spara skilning og samúð þá sé þetta útspil ekki fallið til að stuðla að friði. Hann segir að menn hafi séð þetta á sínum tíma sem tilraun til að rétta dálítið hlut ASÍ-fólks sem hafði allt aðra stöðu í þessum efnum en starfsfólk á opinberam markaði og menn myndu taka því illa ef stjórnvöld breyttu þessu með einhliða ákvörðunum. „Við sjáum þá heldur ekki samhengið í því að menn séu að setjast yfir hlutina í einhverju sam- ráði ef með hinni hendinni er síðan allt tekið sem þetta varðar," segir Grétar. Hann segist auk þess ósammála því að fæðingar- orlofið geti skilað því sem ríkisstjóm- in er að vonast eftir, nær lagi væri að tala um 500 milljón króna sparnað. Erfiö fæðing En auk gagnrýni ASÍ, sem vissu- lega hlýtur að vega einna þyngst vegna hinnar viðkvæmu stöðu í kjara- málum, hafa einstök stéttarfélög, ung- liðar stjómmálaflokka og síðast en ekki síst BHM harðlega mótmælt þessum hugmyndum. Þannig leggst allt á eitt að mæla gegn frestun fæð- ingarorlofsins og það virðist ætla að verða ofan á. Ljóst er að svigrúmið er fyrir hendi og samningsstaða rikis- stjómarinnar er að því leyti góð að með því að eftir fæðingarorlofið verð- ur erfiðara að gagnrýna annan niður- skurð. Þannig era horfur á að með því að bjarga fæðingarorlofinu muni rík- isfiármálanefnd rikisstjómarinnar eiga auðveldara með að selja stjómar- liðum og verkalýðshreyfingunni nið- urskurðarpakkann að öðra leyti. Á endanum er það þó spumingin um hvemig stjórnarmeirihlutinn lendir fiárlögunum í lok næstu viku sem ræður mestu um það hvort ríkis- stjómin nær að skapa tiltrú á fram- vinduna í efnahagsmálunum. Um það virðast allir vera sammála, bæði stjómmálamenn og aðilar vinnumark- aðarins. Hins vegar verður það erfið fæðing að ná samstöðu um þann 3,5 milljarða afgang sem að er stefnt þótt fátt bendi til þess nú í vikulokin að sá fiárlagaafgangur veröi kostaður með því að fresta eða fóma fæðingarorlofi feðra. Af tilefni útqáfu þriqqja nýrra bóka um hin sívinsælu BJÓÐA ÞAU í ÚTGÁFUPARTÍ að Stangarhyl 4 Partíbókin Bráðsmellin og bráðnauðsynleg Síðasta náttfatapartíið Sjötta bókin um Evu og Adam Félagar mínír Bókin sem er flett aftur og aftur Jón Jósep söngvari úr hljómsveitinni í svörtum fötum áritar vinningsbækur og stjórnar partfinu Allir aðdáendur EVU og ADAMS velkomnir ÆSKAN - góðar faækur fyrir gott fólk Birgir Guðmundsson fréttastjórí 1 Innlendar fréttir víku Samvinnuferöir gjaldþrota Samvinnuferðir-Landsýn urðu gjaldþrota á þriðjudag og nema skuldir fyrirtækisins hartnær 900 milljónum króna. Guðjón Auðuns- son framkvæmdastjóri segir að eng- inn rekstrargrundvöllur hafi lengur verið fyrir hendi. Röð ófyrirséðra atburða hafi valdið gjaldþroti. Margir fara illa út úr gjaldþrotinu en ýmsir sýna áhuga á kaupum á þrotabúinu. Fjöldi fólks hefur leitað til samgönguráðuneytis til að fá endurgreiddar ferðir. Jón I yfirheyrslu Jón Grímsson, sem grunaður er um að vera fyrirmynd styttunnar Leirfinns, mætti til yfirheyrslu hjá Láru V. Júlíusdóttur, sérstökum saksóknara í Geirfinnsmálinu, í gær, fostudag. Sannist aö Jón sé fyr- irmynd styttunnar er talið að rann- sókn á því hvemig Magnús Leó- poldsson flæktist inn í þetta dular- fulla sakamál sé í uppnámi. DV QaOaði ítarlega um rannsóknina á hvarfi Geirfinns fyrir 27 árum í fréttaskýringum í vikunni og ljóst er að enn er margt á huldu. Tónlistarkennarar semja Tónlistarkennar- ar undirrituðu á þriðjudagsmorgun nýjan kjarasamn- ing við launanefnd sveitarfélaga. Kennsla í tónlistar- skólum landsins hófst víða samdæg- urs, eða á miðvikudag. Hinn nýi kjarasamningur, sem gUdir til árs- ins 2004, færir tónlistarskólakenn- urum verulegar kjarabætur. Feöraorlof skoriö niður? Ríkisstjómin ætlar að skera nið- ur útgjöld í fiárlagafrumvarpinu upp á 3,5 miUjarða króna. Meðal þess sem skoðað hefur verið að skera niður er feðraorlofið svo- nefnda en það mun kosta ríkið um 800 miUjónir króna árlega. Hug- myndir um niðurskurð í þessum ranni hafa fengið hörð viðbrögð, ekki síst af hálfu jafnréttissinna og verkalýðshreyfíngar. Eldur í Lýsi TugmiUjóna króna tjón varð á fostudagsmorgun í stórbruna í verk- smiðju Lýsis við Grandaveg í Reykjavík. AUt tUtækt slökkvUið fór á vettvang, enda var mikiU eld- ur í húsinu. Um tíma var fólki í nærliggjandi Qölbýlishúsi gert að yfirgefa íbúðir sínar. Eldurinn kom upp í rannsóknarstofu á annarri hæð. „Þetta er óskapleg reynsla," sagði Katrin Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, við DV. Undlrboö á áburði Norsk Hydro var í vikunni sakað um að stunda undirboð í áburðar- sölu á íslenskum markaði. Bæði Bændasamtök Islands og Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi telja sig hafa sannanir fyrir slíkum undir- boðum. í framhaldi málsins upp- lýsti DV 1 gær að Áburðarverkmiðj- an hygöi á útflutning á áburði Norsk Hydro frá íslandi tU Noregs. Er það talið borga sig þar sem norskir bændur borgi mun hærra verð fyrir áburð en þeir íslensku. -SBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.