Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 61
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 69 I>V Helgarblað íslandsmót eldri og yngri spilara 2001: ✓ Asmundur og Sigtryggur unnu eldri flokk - en Sigurbjörn og Páll flokk yngri spilara Islandsmót eldri og yngri spilara var spilaö um sl. helgi í Hreyfilshús- inu viö Grensásveg. Eins og síðari ár var þátttaka með eindæmum lé- leg og var brugðið á það ráð, enn þá einu sinni, að láta báða flokka spila í einum riðli. Úrslit í eldri flokki urðu þau að Ásmundur Pálsson og Sigtryggur Sigurðsson unnu með töluverðum yfirburðum. Án þess að draga úr getu Sigtryggs virðist sem Ásmund- ur verði betri og betri eftir því sem árin færast yflr hann; allavega setur hann svip sinn á hin ýmsu mót sem eru í gangi á hverjum tíma. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Ásmundur Pálsson-Sigtryggur Sigurðsson 111 2. Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 76 3. Eggert Bergsson-Þórður Sigfús- son 50 4. Björn Theodórsson-Páll Bergs- son 44 í flokki yngri spilara jókst þátt- taka um 100% frá fyrra ári og tóku nú sex! pör þátt. Þar virðist Sigur- björn Haraldsson ráða lögum og lof- um, enda óvenjumiklir hæfileikar þar á ferð. Makker hans i þetta sinn var Páll Þórsson, félagi Sigurbjörns í landsliði yngri spilara. Röð og stig í flokki yngri spilara var eftirfarandi: 1. Sigurbjörn Haraldsson-Páll Þórsson 66 2. Sigurður Björgvinsson-Sveinn Ragnarsson 60 3. Birkir Jónsson-Pétur Péturs- son 58 4. Frímann Stefánsson-Heiðar Sigurjónsson 57 Skoðum eitt spil frá flokki eldri spilara: V/ALUR * D2 M DG3 * K5 * ÁG9753 f 953 *K f ÁDG97G3 * 64 A ÁK1086 M 108642 * 4 * DIO Með Sigtrygg og Ásmund í n-s en Vilhjálm Pálsson og Arnar G. Hin- riksson í a-v gengu sagnir á þessa leið: Vestur Noröur Austur Suöur 3 ♦ pass pass dobl pass 3 grönd pass 4 f * pass 4 v pass pass pass Fjórir tíglar hjá Ásmundi báðu norður um að velja betri hálit. Vilhjálmur spilaði út tígli og Arn- ar drap á ásinn og spilaði laufi. Sig- tryggur drap á ásinn, tók tígulkóng og kastaði laufi úr blindum. Hann spilaði nú hjartagosa sem Arnar drap með kóng. Hann spilaði meira laufi, gosi, kóngur og trompað. Þá kom hjarta á drottningu og Vil- hjálmur drap á ásinn. Hann reyndi hvað hann gat með því að spila tígli í tvöfalda eyðu. Sigtryggur drap heima með síðasta trompinu og byrjaði að dæla frílaufunum. Að lokum lenti Vilhjálmur í tromp- bragði, undir gaffalinn í blindum. Unnið spil og gulltoppur. Laglega leikið í sókn og vörn. y^Smáauglýsingar 1 byssur, feröaiög, feröaþjónusta, fyrir feröamenn, fyrir veiðimenn, gisting, goifvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, likamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiiegubúnaður... tómstundir Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI'.IS 550 5000 Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnorði. Lausn á gátu nr. 3171: Framfærslufé © HWUCN OV trt (tNTKAnOM Hftl WíAJKJNA* MOATH M4KA IMOCAtl <M< ikkurg3p HÆRNIG GETUR MADUR HALDIP HJÓNABANDI HAMINGJUSÖMUI 'VEIT EKKI. TOMMII \ ( BYRJAR HUNI 1 >BETRA AÐ SPYRJA ) \ SVONA SIGGA. HANN ER S ( VERDUR PA HEPPNARI EN ÉGI / V.KVÖLDIÐ! AE> HLAUPA í BURTU LEYSIR ENGAN VANDA. EG ÆTLA 5AMT AE> REYNA...BARA v NUNA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.