Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 84

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 84
85 við getum fullnægt fóðurþörf kúnna með okkar heimaafl- aða fóðri, þurfum við að vita hver fóðurþörf kúnna er í hverju tilfelli, hve mikið þarf af gróffóðrinu í fóðureiningu og hve miklu kýrnar geta torgað af því. Fyrsta atriðið vitum við nokkurn veginn. Það er þaul- rannsakað, svo að þar getur varla skeikað nokkru veru- legu. Viðhaldsfóðrið fer eftir þyngd gripsins í meginatrið- um og má gera ráð fyrir, að það sé um 3—3.5 fóðureining (F. E.) fyrir okkar kýr. Til hægðarauka getum við látið þetta gilda bæði fyrir fullvaxnar kýr og kýr í vexti, því það, sem fullvaxna kýrin þarf meira vegna aukins líkamsþunga, þarf unga kýrin vegna vaxtarins. Fóðurþörf vegna fósturs er næsta lítil lengi fram eftir meðgöngutímanum, en verð- ur 0.5—1 F. E. á síðari hluta hans og fóðurþörf vegna mjólk- ur verður um 1 F. E. fyrir hver 2.5 kg af 4% feitri mjólk, sem kýrin framleiðir. Þekking okkar á fóðurgildi heysins, sem er okkar aðal- fóður, er miklu verr á vegi stödd. Þar höfum við allt frá síðustu aldamótum notast við mjög teygjanlegt hugtak, svo- kallaða meðaltöðu og teljum, að af meðaltöðu þurfi 2 kg í F. E. Upphaflega var mat þetta byggt á nokkrum athug- unum og rannsóknum á þeirri töðu, sem við þá höfðum, en hvort tveggja var, að þær voru of fáar og handahófslegar og svo hefur taðan breytzt mjög á undanförnum áratugum, svo nú er meðaltaðan óljósara hugtak en nokkru sinni áð- ur. Hefur taðan okkar farið batnandi eða hefur henni hnignað? Rök má finna báðum þessum skoðunum til stuðnings. Stórauknar og misjafnlega vel gerðar nýræktir eru nú yfir- gnæfandi hluti túnanna, mikið af þessum nýræktum er vax- ið grastegundum, sem spretta fljótt úr sér og eru líka áfalla- samari en innlendi túngróðurinn var, þótt úr því sé ef til vill of mikið gert, en þetta gæti valdið því, að meðaltaðan hefði versnað. Á hinn bóginn kemur svo mjög aukinn auð- leystur áburður, sem að vísu getur verið tvíeggjaður, sláttur er yfirleitt hafinn miklu fyrr en áður tíðkaðist og nýjar ör- uggari heyverkunaraðferðir hafa verið teknar upp, en hvort
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.