Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 84
85
við getum fullnægt fóðurþörf kúnna með okkar heimaafl-
aða fóðri, þurfum við að vita hver fóðurþörf kúnna er í
hverju tilfelli, hve mikið þarf af gróffóðrinu í fóðureiningu
og hve miklu kýrnar geta torgað af því.
Fyrsta atriðið vitum við nokkurn veginn. Það er þaul-
rannsakað, svo að þar getur varla skeikað nokkru veru-
legu. Viðhaldsfóðrið fer eftir þyngd gripsins í meginatrið-
um og má gera ráð fyrir, að það sé um 3—3.5 fóðureining
(F. E.) fyrir okkar kýr. Til hægðarauka getum við látið
þetta gilda bæði fyrir fullvaxnar kýr og kýr í vexti, því það,
sem fullvaxna kýrin þarf meira vegna aukins líkamsþunga,
þarf unga kýrin vegna vaxtarins. Fóðurþörf vegna fósturs
er næsta lítil lengi fram eftir meðgöngutímanum, en verð-
ur 0.5—1 F. E. á síðari hluta hans og fóðurþörf vegna mjólk-
ur verður um 1 F. E. fyrir hver 2.5 kg af 4% feitri mjólk,
sem kýrin framleiðir.
Þekking okkar á fóðurgildi heysins, sem er okkar aðal-
fóður, er miklu verr á vegi stödd. Þar höfum við allt frá
síðustu aldamótum notast við mjög teygjanlegt hugtak, svo-
kallaða meðaltöðu og teljum, að af meðaltöðu þurfi 2 kg
í F. E. Upphaflega var mat þetta byggt á nokkrum athug-
unum og rannsóknum á þeirri töðu, sem við þá höfðum,
en hvort tveggja var, að þær voru of fáar og handahófslegar
og svo hefur taðan breytzt mjög á undanförnum áratugum,
svo nú er meðaltaðan óljósara hugtak en nokkru sinni áð-
ur. Hefur taðan okkar farið batnandi eða hefur henni
hnignað?
Rök má finna báðum þessum skoðunum til stuðnings.
Stórauknar og misjafnlega vel gerðar nýræktir eru nú yfir-
gnæfandi hluti túnanna, mikið af þessum nýræktum er vax-
ið grastegundum, sem spretta fljótt úr sér og eru líka áfalla-
samari en innlendi túngróðurinn var, þótt úr því sé ef til
vill of mikið gert, en þetta gæti valdið því, að meðaltaðan
hefði versnað. Á hinn bóginn kemur svo mjög aukinn auð-
leystur áburður, sem að vísu getur verið tvíeggjaður, sláttur
er yfirleitt hafinn miklu fyrr en áður tíðkaðist og nýjar ör-
uggari heyverkunaraðferðir hafa verið teknar upp, en hvort