Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 6
teknu“ og „drollarar“, hætta búskap og leita yfir í aðrar at-
vinnugreinar eða hvería til framleiðslu, sem krefst minna
fjármagns.
Ég hef verið að leita að betra hugtaki en „sandpokaburð-
ur landbúnaðarins“ eins og Cochrane kallar þetta og hefi
komist að því, að við getum hæglega kallað þetta iðnvæð-
ingu landbúnaðarins. Það sem gerist, er einmitt, að fram-
leiðslan krefst stöðugt hráefna, véla og annars, sem keypt er
frá öðrum framleiðendum, byggðarlögum eða löndum, en
byggir í sífellt minna mæli á hinum heimafengnu fram-
leiðsluþáttum, sem eru fyrst og fremst landgæði og vinnuafl.
Framleiðslan verður í auknum mæli fullvinnsla á hráefnum
utan frá, unnin með vélum, sem einnig koma utan frá.
Sífellt minni þáttur framleiðslunnar byggir á staðbundnum
gæðum og þannig verður einnig stöðugt minna af söluverði
framleiðsluvaranna greiðsla fyrir framlag byggðarlagsins.
Þetta kemur greinilega í ljós í samanburði bandarískra
landbúnaðarhagfræðinga á landbúnaði þar í landi fyrir
hundrað árum og í dag. Þá byggðist landbúnaðarframleiðsl-
an 80% á heimafengnu framlagi en 20% á utanaðkomandi
fjármagni. Nú orðið er þessu öfugt farið.
Margar spurningar vakna í sambandi við þessa iðnvæð-
ingu landbúnaðarins, bæði út frá langtímasjónarmiðum at-
vinnuvegarins og í þjóðfélagslegu samhengi. Ég vil hér
minnast á nokkur vandamál, sem ég tel að leiðbeinendur
mættu einnig hugleiða.
/ fyrsta lagi. Er iðnvæðing landbúnaðarins í samræmi við
þá mikilvægu þjóðfélagskröfu, að byggðarlög haldist í
byggð? Svarið er, að samræmið er næsta lélegt. Með iðn-
væðingu landbúnaðarins gerist það ekki aðeins, að jarðnæði
verður óþarft og þörfin fyrir vinnuafl minnkar, heldur sæk-
ir í þá átt, að framleiðslan fer fram miðsvæðis. Framleiðslan
verður að minnka á þeim svæðum, sem frá náttúrunnar
hendi eða af markaðsástæðum hafa minnsta möguleika til
að nýta sér nýjungar, en hún eykst á þeim svæðum sem hafa
betri möguleika.
1 öðru lagi. Á hvern hátt hefur iðnvæðing í landbúnaði
8