Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 6
teknu“ og „drollarar“, hætta búskap og leita yfir í aðrar at- vinnugreinar eða hvería til framleiðslu, sem krefst minna fjármagns. Ég hef verið að leita að betra hugtaki en „sandpokaburð- ur landbúnaðarins“ eins og Cochrane kallar þetta og hefi komist að því, að við getum hæglega kallað þetta iðnvæð- ingu landbúnaðarins. Það sem gerist, er einmitt, að fram- leiðslan krefst stöðugt hráefna, véla og annars, sem keypt er frá öðrum framleiðendum, byggðarlögum eða löndum, en byggir í sífellt minna mæli á hinum heimafengnu fram- leiðsluþáttum, sem eru fyrst og fremst landgæði og vinnuafl. Framleiðslan verður í auknum mæli fullvinnsla á hráefnum utan frá, unnin með vélum, sem einnig koma utan frá. Sífellt minni þáttur framleiðslunnar byggir á staðbundnum gæðum og þannig verður einnig stöðugt minna af söluverði framleiðsluvaranna greiðsla fyrir framlag byggðarlagsins. Þetta kemur greinilega í ljós í samanburði bandarískra landbúnaðarhagfræðinga á landbúnaði þar í landi fyrir hundrað árum og í dag. Þá byggðist landbúnaðarframleiðsl- an 80% á heimafengnu framlagi en 20% á utanaðkomandi fjármagni. Nú orðið er þessu öfugt farið. Margar spurningar vakna í sambandi við þessa iðnvæð- ingu landbúnaðarins, bæði út frá langtímasjónarmiðum at- vinnuvegarins og í þjóðfélagslegu samhengi. Ég vil hér minnast á nokkur vandamál, sem ég tel að leiðbeinendur mættu einnig hugleiða. / fyrsta lagi. Er iðnvæðing landbúnaðarins í samræmi við þá mikilvægu þjóðfélagskröfu, að byggðarlög haldist í byggð? Svarið er, að samræmið er næsta lélegt. Með iðn- væðingu landbúnaðarins gerist það ekki aðeins, að jarðnæði verður óþarft og þörfin fyrir vinnuafl minnkar, heldur sæk- ir í þá átt, að framleiðslan fer fram miðsvæðis. Framleiðslan verður að minnka á þeim svæðum, sem frá náttúrunnar hendi eða af markaðsástæðum hafa minnsta möguleika til að nýta sér nýjungar, en hún eykst á þeim svæðum sem hafa betri möguleika. 1 öðru lagi. Á hvern hátt hefur iðnvæðing í landbúnaði 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.