Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 100
3. júní - 22 -
10. — vantar
17. — flúor 7 ppm
Það er athyglisvert að 13. maí var sýnið tekið að kvðldi
eftir að allmiklar skúrir höfðu fallið og við það að jarðveg-
urinn blotnaði hefur sennilega losnað flúor úr ösku í gras-
rótinni og það samfara auknu rakauppstreymi í plönturnar
valdið því hvað flúormagn var mun meira í þessu sýni en
því næsta á undan sem tekið var á sama stað en þá var jörð
orðin mjög þur.
Eftir framansögðu mætti halda, ef um flúormengun í
grasi er að ræða, að það væri hættulegra til beitar í vætu-
tíð, því ekki varð hér vart við öskufall milli þess að umrædd
sýni voru tekin.
Þetta er í stórum dráttum að segja af rannsóknum mín-
um á áhrifum Heimaeyjargossins 1973 á gróður á svæðinu
milli Eystri-Rangár og Mýrdalssands. Ekki býst ég við að
mér hafi tekist að sjá allt sem viðkemur áhrifum flúors á
gróðurinn.
Mér þótti hlýða að tengja við gróðurskemmdirnar þann
hluta af rannsóknunum á flúormagni í gróðri og hvernig
það minnkaði er gróður óx, þ.e.a.s. þann hluta sem ég átti
þátt í að rannsaka. 30. sept. 1973.
SUMMARY
This paper deals with vegetation damages, caused by the Heimaey
eruption in 1973, over the area from Eystri-Rangá to Mýrdalssandur
and the amount of fluorine in the vegetation during the period from
16th April to 17th July 1973.
The vegetation damages were considerable due to the ashfall and
the fluorine content of the ash, especially on pine trees, ling and
moss. The ash fell primarily in February 1973, and to a smaller extent
in March.
The following summer ling and moss recovered very well and vege-
tation was luxurant this summer, indicating that some nutrients had
been carried by the ash. However, some moss was completely killed,
and many pine trees were seriously damaged and some were killed.
Around mid-April the fluorine content of grass was quite high
(123 ppm), but around mid-June it was very low and harmless.
103