Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 43
út loftrými jarðvegsins, en það hefur afgerandi þýðingu fyr-
ir jartagróður og annað líf jarðvegsins, að þar sé hæfilegt
af föstum efnum, vatni og lofti. Ekki voru tök á því að mæla
eðlisþyngd fastra efna í mold úr þessum jarðvegssniðum á
Víkurbakka. Hins vegar er vitað að eðlisþyngd hreinna
steinefna er sem næst 2,7, en því meir sem er af lífrænum
leifum verður eðlisþyngdin minni og ef um hrein lífræn
efni er að ræða er eðlisþyngdin ekki hærri en 1,3. Jarðveg-
ur með 50% lífrænar leifar hefur því eðlisþyngd kring um
2,0. Á þennan hátt má að nokkru gera sér grein fyrir því
hver eðlisþyngd hinna ýmsu jarðvegsgerða á Víkurbakka er.
T. d. má áætla að föst efni í jarðvegi í gamla túninu á Vík-
urbakka og í mónum og snjódældinni í 5—15 sm dýpt hafi
eðlisþyngd í kringum 2,4 og rúmfang hins fasta hluta því
20—30%. Holurými er þá 70—80% hvar af nokkur hluti er
fylltur af vatni en annars af lofti. Þar sem vatnsmagn allra
sýna var ákveðið eins og það var í jarðveginum við sýnatöku
má reikna nokkurn veginn hvert loftmagnið var í ofan-
nefndum jarðvegsgerðum og reyndist það frá 10—15% í
snjódældinni, 20—25% í grasmónum og upp í áaðgiska 30%
í lyng- og hrísmónum og túninu. I efsta lagi mósins eink-
um og sér í lagi þó hrísmósins er loftið þó mun meira eða
allt að 60%. í mýrinni aftur á móti virðist loft vera mjög af
skornum skammti. Þessir eðliseiginleikar jarðvegsins hafa
að sjálfsögðu mjög afgerandi þýðingu fyrir bæði jurta og
dýralíf og eru að verulegu leyti ákvarðandi um mismun á
tegundum og gerð lífvera í þessum vistum.
Víkjum þá að efnamagninu. Ef athugað er í töflu 1, fos-
fórmagnið reiknað á þunga af mold, sést að fosfórinn er all-
hár í efstu 2,5 sm í hrísmónum en hér er magn af föstum
efnum lítið og því heildarfosfórinn ekki mikill. Er neðar
dregur í móinn lækkar fosfórmagnið verulega og er strax í
5 sm dýpi orðið mjög lágt. Gefur auga leið að ef land þetta
er brotið til ræktunar og unnið til 15—20 sm dýptar, þannig
að öll sú mold blandast saman, þá verður aðgengilegt fosfór-
magn þessarar blöndu mjög lágt. í melnum, sem aðallega
er ísaldarleir, er fosfórmagnið allhátt. Er þetta í samræmi
45