Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 65
mun minni þýðingu í kynbótastarfinu, þegar hagfræðilegu
mati er beitt, heldur en þar sem erfðaframförin ein er not-
uð sem mælikvarði.
Lindhé (1968), sem rannsakaði kynbótaáætlanir fyrir tví-
nytjakyn, sýndi að fjárfesting í kynbótum er mjög arðbær.
Sé rétt unnið fást mjög háir vextir af fjármagni, sem til
þeirra er varið.
Hinks (1970a) framkvæmdi útreikninga til að kanna hag-
kvæmni kynbótastarfsins í Bretlandi. Hann fann að hag-
kvæmast væri að auka úrvalsstyrkleika á grundvelli af-
kvæmarannsóknar frá l/4 eins og það er í dag í \/ til \/&.
Sterkara úrval var óhagkvæmt vegna geymslukostnaðar á
sæði. Rétt er að nefna að hann gerði ráð fyrir að fastur
fjöldi reyndra nauta væri notaður árlega. Hann fann einnig
að miðað við þann geymslukostnað, sem reiknað var með
þá, væri hagkvæmra að láta nautin lifa og bíða afkvæma-
dóms en að frysta úr þeim sæði til geymslu. Hann bendir
á þýðingu þess fyrir kynbótastarfið, ef auka mætti frjó-
semi nautanna þannig, að hægt væri að frysta 15.000
skammta árlega í stað 10.000. Þetta segir hann að sé gert t.d.
á Nýja Sjálandi.
Hann (Hinks 1970b) rannsakaði einnig úrval fyrir miólk-
urafköstum og vaxtarhraða samtímis og gerir þá ráð fvrir
einstaklingsúrvali fyrir síðarnefnda eiginleikanum. Við
það verðhlutfall, sem hann gerði ráð fyrir milli kiöts os:
mjólkur (7:1) þá væri alls ekki ráðlegt að framkvæma stranet
úrval fyrir vaxtarhraða. Til að 50% úrval fyrir vaxtarhraða
væri hagkvæmt þyrfti verðhlutfall kjöts og mjólkur að vera
12:1. Jafnframt bendir hann á, að þó að úrval fyrir vaxtar-
hraða sé í flestum tilvikum hagkvæmt, þá skili þó fiármagn-
ið enn betri arði sé því varið til kynbóta fyrir mjólkuraf-
köstum.
Hinks (1971) hefur rannsakað nánar hvernig fjárfesting í
kynbótum fyrir mjólkurafköstum skilaði sér. Hann fann að
oftast skilaði það sér til baka 2—5 árum eftir að fyrstu af-
kvæmi kynbótadýranna koma í framleiðslu. Hann segir
67