Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 116
AÐALFUNDUR 1973.
Þriðjudaginn 30. okt. 1973 var aðalfundur Ræktunarfélags
Norðurlands haldinn á Hótel K.E.A. og hófst kl. 10 f. h.
Fundinn setti formaður félagsins Jónas Kristjánsson, bauð
hann fundarmenn og gesti velkomna á fundarstað. Sérstak-
lega bauð hann velkominn Gunnar Guðbjartsson formann
Stéttarsambands bænda, sem nú hafði getað orðið við óskum
félagsins að koma á fundinn.
Jónas Kristjánsson var kosinn fundarstjóri og til vara
Egill Bjarnason. Ritarar voru nefndir Helgi Jónasson og
Þórarinn Kristjánsson. Þá var gengið til dagskrár:
1. Athuguð kjörbréf. Fundarstjóri nefndi eftirtalda
menn í kjörbréfanefnd:
Aðalbjörn Benediktsson,
Hauk Halldórsson,
Þórarinn Haraldsson.
Eftir örstutt hlé gerði Aðalbjörn Benediktsson grein
fyrir áliti nefndarinnar sem lagði til að þessir menn
væru löglega kjörnir fulltrúar á fundinn:
Frá Búnaðarsambandi N.-Þing:
Þórarinn Haraldsson, Laufási,
Þórarinn Kristjánsson, Holti.
Frá Búnaðarsambandi S.-Þing.:
Teitur Björnsson, Brún,
Hermóður Guðmundsson, Arnesi.
Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar:
Haukur Halldórsson, Sveinbjarnargerði,
Stefán Halldórsson, Hlöðum,
Sveinn Jónsson, Kálfskinni.
119