Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 58
RANNSÓKNIR ALAN ROBERTSON OG HARALD SKJERVOLD
Ef markmiðið er það eitt að fá sem mesta erfðaframför
virðist einfalt að nota áðurnefnda líkingu til að reikna þær
stærðir sem þarf að þekkja. Hér kemur þó til það vandamál,
að stærðirnar í líkingunni eru innbyrðis háðar. Þegar farið
er að sækjast eftir lausn koma því inn margir þættir, sem
áhrif hafa á útkomuna.
I mynd 2 er sýnt á hvern hátt má hugsa sér að flokka þess-
ar stærðir. í fyrsta lagi höfum við stærðir, sem eru bundnar
af eðli stofnsins t. d. arfgengi, og á þessum stærðum skiptir
öllu máli að hafa sem nákvæmast mat. I öðru lagi eru svo
þeir þættir, sem ráðast af framkvæmd kynbótastarfsins,
þetta eru þeir þættir sem við getum ráðið að einu eða öllu
leyti og hlutverk kynbótaskipulags er að finna kjörstærðir
fyrir, t. d. hópstærð í afkvæmarannsókn og notkun ungra
nauta. í þriðja lagi höfum við þætti sem ráðast af markaði,
kostnaður við kynbótastarfið og tekjur þær, sem það gefur,
sem taka ber tillit til eins og síðar verður fjallað um.
Við afkvæmarannsókn getum við t. d. rannsakað marga
einstaklinga, sem eiga fá afkvæmi hver. Þannig skapast
möguleikar á miklum úrvalsstyrkleika á grundvelli rann-
sóknarinnar, en hún verður óörugg. Annar kostur er að
rannsaka fáa einstaklinga en hafa stóra afkvæmahópa. Þá
fáum við öruggan afkvæmadóm, en úrvalsstyrkleikinn verð-
ur aftur á móti lítill. Af þessu er ljóst, að sé fjöldi afkvæma
£+ll\.C,sera rrxSast
a.j ei U Sto/niins
4^«, sem si^ómencfur
kynfxJÍ asiarþins ukoeð*
Mynd 2. Flokkun þdtta við gerð kynb.úatlunar (e. Petersen et al. 1973).