Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 18
fjórar á báðum stöðum og reitastærð 15 m2. Á Akureyri
var tilraunin á landi, sem notað hafði verið undir græn-
fóður í nokkur ár, en á Hólum var hún á frumunnu landi.
Dálítill arfi kom upp á báðum stöðum og var úðað gegn
honum með Herbatox MP 500 á Akureyri, en hans gætti
mjög lítið á báðum stöðum, þegar leið á sumar.
Efnagreiningar á heyi og jarðvegi voru gerðar á Rann-
sóknarstofu Norðurlands með aðferðum sem þar er beitt.
Efnagreining á jarðvegi sýndi eftirfarandi:
pH P-AL K-AL Ca-AL Mg-AL
Akureyri: 5,5 6,9 3,0 14,8 4,5
Hólar: 5,1 3,0 0,5 11,5 5,1
Tafla 1 sýnir dagsetningar á sáningu og slætti, ásamt
fjölda vaxtardaga, en tafla 2 sýnir hitasummu og úrkomu
á tilraunastöðunum tveimur. Á töflu 2 sést, að á öllu vaxtar-
skeiðinu er hitasumma á Akureyri 1151 D°, en á Hólum
Tafla 1: Sáningar- og sláttudagur ásamt fjölda vaxtardaga
á Akureyri og Hólum.
Akureyri. Sláttutímar: Sáðtímar:
5. júní 19. júní
Einsl. snemma 5/9 92 vaxtardagar 76 vaxtard.
Einsl. seint 27/9 114 vaxtardagar 98 vaxtard.
Tvísl. snemma 13/8 og 27/9 69+45 = 114 vaxt.d. 53+45= 98 vd.
Tvísl. seint 5/9 og 10/10 92+35=127 vaxt.d. 76+35=111 vd.
Hólar.
Sláttutímar: Sáðtímar:
2. júní 16. júnl
Einsl. snemma 28/8 87 vaxtardagar 73 vaxtard.
Einsl. seint 19/9 109 vaxtardagar 95 vaxtard.
Tvísl. snemma 6/8 og 19/9 65 + 44 = 109 vaxt.d. 51+44= 95 vd.
Tvísl. seint 28/8 og 12/10 87+45=132 vaxt.d. 73+45 = 118 vd.
20