Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 22
S k rid,%
Meltanleiki, %
Protein, %
Mynd 1. Skrið rýgresis metið i tilrauninni á Akureyri, og meltanleiki
og prótein i tilrauninni á Hólum.
tilraunastöðum. Vöxturinn virðist meiri á Akureyri framan
af sprettutímanum, en hann heldur sér lengur fram eftir
hausti á Hólum.
Mynd 1 sýnir, að meltanleiki fellur með þroska, hvort
sem hann er talinn í dögum eða metið er skrið grasanna,
og er þá ekki tekið tillit til mismunandi sáðtíma. Hraðast
fellur meltanleiki Tewera, þar næst Dasas og hægast á Tet-
ila, sem að meðaltali hefur gefið minnsta uppskeru.
Á Akureyri var þróunin svipuð, meltanleiki Tewera féll
jafnt, en meltanleiki ftalsks rýgresis féll framan af, en óx
síðan aftur við lengstan vaxtartíma. Ekki liggur í augum
uppi, hver skýring er á þessu, en vegna hærra hitastigs á
Akureyri en á Hólum má ætla, að nýir sprotar hafi farið að
vaxa, þegar leið á vaxtarskeiðið5, en slíkt ungviði í örum
vexti hefur háan meltanleika.
Tafla 5 sýnir uppskeru umreiknaða í fóðureiningar, en
það er hagnýtari mælikvarði heldur en uppskera mæld í
heyi. Hátt fóðurgildi vegur hér að jafnaði upp á móti lægri
uppskeru. Westerwoldiskt rýgresi var með mesta uppskeru
í heyi, en lakara fóðurgildi og gefur því í mörgum tilvikum
24