Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 88
Tafla 4. Skipting á útsæðiskartöflum, 1 ár,
afbrigði Gullauga.
Áburður 60 tonn mykja-)-100 kg N, 52 kg P og 125 kg K/ha.
Söluhæf uppskera hkg/ha Smælki hkg/ha
Kartöflur með 1 auga 155 37
Kartöflur með 2 augu 174 39
Kartöflur með 3' augu 213 31
Oskornar kartöflur 227 31
um, þannig að mismunandi fjöldi augna varð á kartöflun-
um í hverjum lið.
Á töflu 4 sjást niðurstöðurnar og kemur þar glögglega
franr að mikið hefur að segja að kartöflurnar hafi a.m.k. 3
augu, og er uppskeran reyndar nokkru mest þegar kartöfl-
urnar eru óskornar. Smælki minnkar nokkuð þegar uppsker-
an vex. Af tilraun þessari má helst draga þá ályktun, að var-
ast beri að fara ógætilega með útsæði, þannig að spírum
fækki verulega.
E. Vaxtarrými.
I töflu 5. eru birtar niðurstöður úr tilraunum með mis-
munandi vaxtarrými kartaflna. Tilraunirnar voru gerðar á
árabilinu 1954—1958 og afbrigðin sem notuð voru eru
Gullauga 5 ár, Rauðar íslenzkar 3 ár og Ben Lommond,
Green Mountain og Bintje í eitt ár hvert. Oll afbrigðin
komu mjög svipað út og var því öllum slegið saman í eitt
meðaltal. Kartöflurnar voru settar í hryggi með 60 sm milli-
bili milli hryggja.
Eins og af töflunni sést, fer uppskera söluhæfra kartaflna
vaxandi eftir því sem þéttar er sett niður. Þó er aukningin
lítil eftir að náð er 4 kartöflum á lengdarmetra (25 sm milli-
bil). Mætti því draga af þessu þá ályktun, að það millibil
væri einna hagkvæmast. Smælki vex mikið eftir því sem
91