Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 38
revolvens, Drep. uncinatus, Campylum stellatum, Callier-
gonella cuspidata, Dicranella squarrosa. Sphagnum spp. o.fl.
Dýralíf: Sniglar og kóngurlær mest áberandi.
VI. Lyng-gras(fléttu)mór. Þurrt mólendi, með fágum,
ávölum þúfum, hallar um 5—10° í AuNAu, við SV-horn
túngirðingarinnar.
Nokkuð samfelldur gróður af lyngi, grasi, mosa og skóf-
um, allt fremur lágvaxið. Húmuslagið, um 10 sm, dökk-
brúnt, fremur laust (moldkennt), þar undir gulleit og rauð-
leit lög, sbr. túnreitina.
Aðaltegundir: Bláberjalyng, krækilyng, beitilyng, fjall-
drapi (lágvaxinn), móasef, þursaskegg, móeski, mosalyng,
hnappstör.
Aukategundir: Sýkisgras, lyfjagras, kornsúra o. fl.
Mosar: Hylocomium splendens, Rhacomitrium canescens
(grámosi), Rh. lanuginosum (gamburmosi), Rhytidiadefp-
hus triquetrus, Dicranum spp, Ptilidium ciliare o. ff. lifur-
mosategundir.
Skófir: Cornicularia aculeata (kræða), Stereocaulon sp.
(grábreyskingur), Cladonia spp. (3—4 tegundir).
Sveppir: Panaeolus sp.
VII. Melur, uppi á Hagaásum, um 50—70 m h.y.s., stak-
steinóttur, mjög blandaður jökulleir, þurr og harður í
þurrkum, halli lítill. Gróðurviskar og mosatægjur á stangli,
annars bert. Efst um 9 sm grábrúnleitt, moldarblandað lag,
með steinvölum, síðan hrein jökulurð.
Aðaltegundir í viskunum: Rjúpnalauf og mosarnir Rha-
comitrium canescens (grámosi), Rh. lanuginosum (gambur-
mosi), Schistidium apocarpum, og skófin Cornicularia acul-
eata (kræða).
Aukategundir: Krækilyng, hvítmaðra, lambagras, blá-
vingull, gullmura, melskriðanblóm o. fl.
VIII. Hrís-lyngmór, í holtinu ofan við þjóðveginn (Graf-
arholti), fremur þurr og allmikið þýfður (krappþýfi), halli
um 5—10° í Au. Nær samfelld þekja af lyngi og fjalldrapa,
um 10—20 sm á hæð, en undir því samfelld mosaþekja, með
skófum á stangli. Húmuslagið 8—10 sm, dökkbrúnt, laust,
40