Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 118
glögga og vel færða og lagði til að þeir yrðu samþykktir
óbreyttir. Þá voru reikningar samþykktir samhljóða.
4. Fjárhagsáætlun. Framkvæmdastjóri Jóhannes Sig-
valdason lasog lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1974.
Síðan voru eftirtaldir fulltrúar kjörnir í fjárhags-
nefnd og fjárhagsáætluninni vísað til hennar:
Þórarinn Flaraldsson, Teitur Björnsson, Sveinn Jóns-
son, Armann Dalmannsson, Gísli Magnússon, Guð-
mundur Jónasson, Aðalbjörn Benediktsson.
Þá var matarhlé gefið.
5. Að loknu matarhléi hélt Gunnar Guðbjartsson for-
maður Stéttarsambands bænda erindi. Ræddi hann um
tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins, með hverjum
hætti hún væri uppbyggð og fjár til hennar aflað. Taldi
hann að val tilraunaverkefna væri of tilviljunarkennt
og þyrfti að skipuleggja það betur, einnig að bændur
þyrftu að nota sér betur niðurstöður tilrauna en nú er.
Þá benti Gunnar á mörg verkefni á sviði rannsókna og
tilrauna, sem þarf að vinna ötullega að á næstu árum
s. s. sneíilefnarannsóknir, matvælarannsóknir, bygging-
arrannsóknir, beitarrannsóknir, rannsóknir á fóðursjúk-
dómum, aíkvæmarannsóknir, gróðurfarsrannsóknir, hag-
fræðirannsóknir o. fl.
Sérstaklega taldi Gunnar þörf á stórauknum fjárfram-
lögum og mannafla til tilrauna og rannsókna í þágu
landbúnaðarins.
Var erindi Gunnars mjög fróðlegt og yfirgripsmikið.
Var erindi hans sérstaklega þakkað. Þá hófust umræður
um þau málefni sem erindið fjallaði um. Þorsteinn
Davíðsson ræddi um rannsóknir á efnatapi í heyi, með-
ferð þess og geymslu. Bjarni Guðleifsson lagði áherslu
á að of mikið væri unnið að langtímarannsóknum en
ekki nægilega að aðkallandi úrlausnarefnum. Þá taldi
hann fjárskort mjög há allri tilraunastarfsemi. Lagði
121