Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 15
Westerwoldiskt rýgresi (Lolium multiflorum var. wester- woldicum) varð til við úrval úr ítölsku rýgresi. Það gerðist í Hollandi þannig, að ítölsku rýgresi var sáð að vori til sumarbeitar. Beitilandið var ekki allt hagnýtt sem slíkt og á hluta þess óx grasið til hausts og þroskaðist þá fræ á sum- um öxunum. Grasið var slegið, þurrkað og flutt í hlöðu og uppsópi úr hlöðunni var sáð vorið eftir. Við þetta varð til úrval af einæru, fljótsprottnu rýgresi. Um 1890 var þegar farið að rækta einært rýgresi undir heitinu „Westerwoldskt raaigras“. Margir stofnar eru á markaðinum af Westerwold- isku rýgresi og um nöfn og fjölbreytni þeirra má segja hið sama og um ítalskt rýgresi. Erfðaeiginleikar berast í lifandi verum milli ættliða með svonefndum erfðaþráðum eða litningum. Venjulega fær hver einstaklingur helming litninga sinna frá hvoru foreldri við æxlun og er þá einstaklingurinn nefndur tvílitna (dip- loid). Við kynbætur sumra tegunda jurta má koma því til leiðar, að afkvæmin fái tvöfalt fleiri litninga en foreldrar þeirra höfðu. Það gerist þannig, að afkvæmin fá óskertan litningafjölda beggja foreldra. Slíkar jurtir eru nefndar fer- litna (tetraploid). Kynbætur sem þessar hafa verið gerðar á rýgresi með góðum árangri. 1. Lýsing. Blöð rýgresis eru breið og gljáandi á neðra borðinu. Þau eru því sem næst flöt, en markar þó fyrir kili á þeim. Neðst á blöðunum eru flipar, sem grípa um stráið. Blómskipun er ax og eru smáöxin legglaus og snúa röndinni að axinu. Westerwoldiskt rýgresi greinist frá ítölsku á því, að það skríður eftir um 60 vaxtardaga, en annars er erfitt að greina sundur einstaka stofna rýgresis. Ferlitna stofnar hafa breiðari blöð en tvílitna stofnar. Þeir eru dekkri að lit, gróskumeiri og eru að jafnaði upp- skerumeiri, en beztu tvílitna stofnarnir standa þeim þó fyllilega á sporði8. Innbyrðis virðist hins vegar vera lítill uppskerumunur á ferlitna stofnum1. 2 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.