Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 97
ber allmikið á skemmdum á lambagrasi og rjúpnalaufi sem
snýr móti vestri en lítið austan í móti.
31. maí. Fór um nokkur svæði í austasta hluta Mýrdals-
ins og skoðaði skógræktina í Víkurbrekku, og nokkrum
görðum í Vík. Vestan í Höfðabrekkuhálsi og á kafla inn á
heiðum ber mikið á því að mosi hafi brunnið en sáralítið
sér á öðrum gróðri nema krækilyngi á heiðunum, það virð-
ist ekkert betur farið en út á Hafursáraurum.
I Vík eru miklar skemmdir á grenitrjám. Búast má við að
það dragi úr vexti a.m.k. þetta ár.
14. júní. Fór í athugunarferð með Eyjafjöllum, nokkuð
um Markarfljótsaurana og Fljótshlíð allt að Tumastöðum.
Um Eyjafjöllin öll er það að segja að alstaðar er mosi og
skófir mjög brunnið og víða á bergi hefir mosinn flagnað af
svo að litur á fjöllum hefur sumsstaðar tekið töluverðum
breytingum. Þetta gildir allt austan frá Jökulsá, vestur um
og inn að Merkurgljúfri.
Við Drangshlíðarfjall og Hrútafell sá ég mikið brunnin
blöð á selgrasi og köldugras með svarta og uppundna blað-
sepa. Barrtré eru mjög illa farin víðast undir Eyjafjöllum
og sumsstaðar hafa grenitré sem orðin voru á annan meter
á hæð aldrepist eins og t.d. í Moldnúpi og Skálakoti. Þá er
og illa farið greni í hlíðarbrekkunni upp af bænum
Hvammi.
A Markarfljótsaurum er krækilyngið mikið brúnt nema
á geira norður af Stóra-Dímon þar sem skjóls af fjallinu
hefur gætt og því minna mætt á því, mætti því láta sér detta
í hug að skemmdir á lynginu stöfuðu að nokkru af særingu
sem það hafi orðið fyrir af öskunni, og þar með ekki víst að
þar sé flúorinum einum um að kenna.
I Fljótshlíðinni innanverðri sér nokkuð á mosa en þó
mun minna en í sveitunum austan fljóts. Greni og fura er
allmikið brunnið í Múlakoti og sama er að segja í öðrum
reitum allt út að Sámstöðum, en á Tumastöðum sér lítið á
barri nema á frekar ungum trjám í brekkuhallanum ofan
við veginn og á blettum í dreifsetningarbeðum.
29. júlí fór ég um vestasta hluta Dyrhólahrepps, komst
100