Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 54
JÓN VIÐAR JÓNMUNDSSON:
HELSTU ERLENDAR RANNSÓKNIR
Á SKIPULAGNINGU KYNBÓTA
HJÁ NAUTGRIPUM
Kynbótastarfsemi öll hefur tekið miklum breytingum á síð-
ustu áratugum. Áður var kynbótastarfsemi bundin við ein-
staka bændur, sem oft höfðu nokkrar tekjur af sölu kynbóta-
dýra. Á síðari árum hefur þróunin orðið í þá átt, að kyn-
bótastarfið er samvinnustarfsemi. Þessari starfsemi er í sí-
auknum mæli, t. d. í nautgriparækt, stjórnað af starfsmönn-
um bændanna, ráðunautunum. Önnur breyting er, að fjár-
mögnun kynbótastarfseminnar hefur í auknum mæli orðið
félagsleg, þ. e. samtök bænda eða ríkisvaldið sjá um hana.
Eðlileg afleiðing þessa er að reynt er að skipuleggja kynbóta-
starfið á þann veg að fjármagnið nýtist sem best.
Samhliða hefur komið til aukin þekking í hóperfðafræði,
því fagi, sem allar nútíma kynbætur byggja á. Hin nýja
tækni hraðvirkra reiknivéla hefur gert mögulegt að fram-
kvæma alla þá miklu útreikninga, sem nauðsynlegir eru
við gerð kynbótaáætlunar.
Rétt er að gera sér fyllilega Ijóst, að lausn flestra vanda-
mála er falin í þeim forsendum, sem unnið er út frá.
Áreiðanleg lausn er háð því að hafa sem nákvæmast mat á
þeim stuðlum, sem áætlunin byggir á. í mynd 1 er sýnt á
hvern hátt eðlilegt er að haga vinnubrögðum við gerð kyn-
bótaáætlunar. Hér skal aðeins enn einu sinni undirstrikuð
56