Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 15
Sýnatökur. Til athugana á árstíðabreytingum jarðvegsfánunnar voru, árið 1970, tekin sýni á sama staðnum, að jafnaði hálfsmán- aðarlega, á tímabilinu frá 1. maí til 20. október. Athugunarstaðurinn var í útjaðri gamals túns við merkin milli Ytri-Víkur og Víkurbakka á Árskógsströnd, þar sem jafnan var lítið eða ekki borið á og sjaldan slegið á seinni árum. (Þetta ár var hvorki slegið né borið á blettinn). Gróð- ur á athugunarstaðnum var blanda af lágu grasi og mosa með fáeinum blómjurtum á stangli. Aðaltegundir: snarrót, vallarsveifgras, hálíngresi, hvít- smári, engjamosi (Rhytidiad. squarrosus), brekmosi (Brac- hythecium sp.) og fagurmosi (Mnium sp.) Aukategundir: vallhumall, vegarfi, skarifífill, túnfífill o. fl. Eins og vanalega voru tekin 5 deilisýni í lóðréttri röð nið- ur í moldina, hvert um 2,5 sm þykkt, og 20 sm2 að flatar- máli eða 50 sm3. M-sýnin (maurar & mordýr) voru tekin í samfelldri röð frá yfirborði til 12,5 sm dýpis, en O-sýnin (ornidýr) í dýptunum 0—2,5; 2,5—5,0; 7,5—10,0; 15,0—17,5; og 22,5—25,0 sm (nema við tvær síðustu sýnatökur, þá voru þau tekin í röð niður). Við fyrstu sýnistöku, þann 1. maí, var enn nokkurt frost í jörðu á athugunarstaðnum, en um 12 sm lag var orðið þítt ofan frá. Við næstu athugun (18. maí) var frostið alveg horfið þarna. Við síðustu sýnistökuna (20.—22. okt.) var nýlega komið um 2 sm frostlag. Sumarið 1970 var veðurfar mjög óvanalegt. Júnímánuð- ur var óvenju hlýr og sólríkur, en júlí hins vegar fádæma kaldur (3,5° neðan við meðallag á Akureyri). Af þeim sök- um m. a. þótti nauðsynlegt að endurtaka árstímabundnar athuganir á jarðvegslífinu. Fóru þær athuganir fram árið 1973 á Víkurbakka. Voru þá tekin sýni af sama blettinum, mánaðarlega, á tímabilinu 15. maí til 3. nóvember. I það sinn voru aðeins tekin sýni fyrir liðdýr (maura 8c mordýr), á sama hátt og áður var lýst fyrir M-sýnin, nema 5. deilisýninu var sleppt. Rannsóknar- 17 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.