Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Side 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Side 24
Tíðarfar og jarðvegslif. Hér að framan hafa verið nefnd ýmis dæmi um líkleg áhrif tíðarfarsþátta á fjölda jarðvegsdýranna. Til frekari samanburðar hafa nokkrir slíkir þættir verið teiknaðir inn á línuritin 1—2. A línumynd 1 eru færð inn meðaltöl jarðvegshitans í 10 sm dýpi fyrir hverja 5 daga (heil lína) og hitastig í 50 sm dýpi, samkvæmt mælingum sem gerðar voru á grónu landi á Víkurbakka, skammt frá sýnistökustaðnum. Á línumynd 2 eru hins vegar aðeins sýnd 5-daga meðaltöl lofthitans, sem mældur var (í 2 m hæð) á Víkurbakka um kl. 9 að kvöldi. Auk þess eru á báðum mynd- um færðar inn 5-daga summur mældrar úrkomu á staðnum. Af línumyndunum sést vel, að veruleg fylgni milli hita- fars og fjölda jarðvegsdýra er aðeins að vorinu, þegar jarð- vegslífið er að ná sér á strik eftir vetrardvalann, og aftur síðla hausts, þegar jörð tekur að frjósa. Úrkomumagnið í júní skiptir að líkindum verulegu máli fyrir stærð vorhá- marksins hjá jarðvegsdýrunum, en einmitt á þeim tíma er vatnsjöfnuður jarðvegsins oft óhagstæður á Norðurlandi. Með vorhámarkinu skilja leiðir hitafars og dýrafjölda að jafnaði. Þótt sumarið 1970 fari hitalágmark saman við lág- mark flestra dýraflokkanna, er þar annaðhvort um að kenna hinu óvanalega tíðarfari í júlí eða það er hrein og bein til- viljun. Hefur fyrri skýringin áður verið reifuð, enda lík- legri. Samanburður við línumyndina frá 1973 sýnir hins vegar, að lágmark kemur fyrr eða síðar að sumrinu, án til- lits til veðurþátta, eða a. m. k. óháð hitanum. Ekki er þó fyrir það að synja, að úrkoman geti valdið nokkru um sumarlágmarkið eða öllu heldur hlutfall hita og úrkomu, sem kalla má rakastig (humidity). Það er vitað — og kemur raunar vel fram við ,,útrekstur“ moldardýranna úr sýnunum —, að flest jarðvegsdýr forðast þurrk eins og eldinn. Þegar jarðvegshitinn er hæstur yfir sumarið, þarf allmikla úrkomu til að ná því rakastigi í moldinni, sem dýr- unum er hagstæðast, og mun meiri en vor og haust, þegar kaldara er. Þetta kann að vera upphaflega ástæðan fyrir hinni 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.