Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 54
Þar sem strjálli beit er, étur ungviðið færri smitbærar lirf- ur. Við slíkar aðstæður aukast líkur á því að viðnámsþrótt- urinn, þótt lítill sé á þessum tíma, sé nægilega öflugur til þess að koma í veg fyrir að vítahringur sá, sem áður var nefndur, nái að myndast. Allt sem veikir viðnámsþrótt skepnu, getur leitt til þráðormasmits, og oft er slíkt smit ein- mitt orsök annars veikleika, sem skerðir viðnámsþróttinn. Sjúkdómsgreining þráðormasmits er gerð með því að telja ormaegg í saursýnum og ákvörðun á pepsinogeni, sem er lífhvati í blóðvökva (plasma) og albúmini (próteinefni) í blóðserúmi og fleiri blóðrannsóknum. Eggjatalning, ein sér, er oft ófullnægjandi þegar sjúk- dómsgreina þarf þráðormasmit, t. d. þegar ungviði á í hlut með lítinn viðnámsþrótt. í því tilfelli getur vægt ormasmit framkallað mikla eggjaframleiðslu, þannig að talning eggja í saur verður ónothæf aðferð til þess að gefa til kynna á hversu alvarlegu stigi smitið er. Lækning með ormalyfjum er algengasta aðferðin til varn- ar ormaveiki. Þegar þéttbeitt er, er þessi aðferð ein sér venjulega gagns- lítil, og sé smit mikið er aðferðin vita gagnlaus. Ormalyfið hreinsar ormana við inngjöf en það verkar ekki áfram. Sé skepnunni hleypt á hið smitaða beitiland aftur smitast hún samstundis aftur. I því tilfelli þegar um ostertagia orma (finnast hér á landi að sögn Guðmundar Knudsen) er að ræða, virkar ormalyf ein- ungis á fullþroska orma, en þeir sem ófullþroska eru halda sig í vegg vinsturinnar og koma fram þegar þeir fullþroska eru horfnir. Smit á sér því stað í skepnunni sjálfri eftir ormalyfsgjöf. Til þess að ráða við ormaveiki er nauðsynlegt að hafa stjórnun á vali beitilandsins til þess að forðast smit. Það eru aðallega tvö atriði sem hafa þarf í huga í því tilfelli þegar þétt þarf að beita á sama land sumarlangt. 1. Eftir burð gengur mikið af ormaeggjum með saur frá ánum í 2—3 vikur (nefnt ris að vori eða ris eftir burð). 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.