Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 55
Þetta gerist án þess að ærnar veikist. Þýðing þess arna varðar fyrst og fremst smithættuna fyrir unglömbin. Slæmt ormasmit í unglömbum getur veikt þau svo mjög, vegna iðraskemmda, að viðnámsþróttur þeirra fyrir smiti, sem á eftir kann að koma, er minni en ella hefði orðið. Það er því sérstaklega mikilvægt að forða unglömbunum frá smiti. Mikil hætta er á slíku smiti í burðarhólfum eða á landi sem nýbærunum er úthlutað. Sömuleiðis þarf að minnka smithættu á sumarbeitinni. Þessu má ná með því að gæta að eftirfarandi atriðum: a. Gefa ánum ormalyf fyrir burð til þess að minnka vor- risið í eggjafjölda frá þeim og þar með smithættuna. b. Forðast ber að hafa ær, sem komnar eru að burði eða nýbærurnar og lömb þeirra fyrstu 2—3 vikurnar eftir burðinn á því landi, sem notað var í því sama skyni árið áður. Smithætta frá slíku landi er oft gífurleg. c. Varasamt er að hafa óbornar ær og nýbærur með allt að 2—3 vikna lömb á beitilandi, sem fé, einkum lömb- um er ætlað yfir sumarið. Aðgerðir sem þessar eru yfir- leitt ekki nauðsynlegar þar sem ekki er þröngt á beiti- landinu. 2. Sauðfé og nautgripir á öllum aldri láta frá sér egg þráð- orma með saur, nema rétt að lokinni ormalyfsgjöf. Til þess að varna áframhaldandi smiti, er nauðsynlegt að gefa ormalyf áður en skepnunum er hleypt á sumarhagann. Best væri að hleypa þeim ekki á beitilandið fyrr en 6—10 klst. eftir ormalyfsgjöf. Smithætta á beitilandinu stafar þá einvörðungu frá lirfum, sem lifað hafa veturinn eða þá ormum, sem náð hafa þroska í skepnunni eftir að ormalyfsgjöf fór fram, t. d. ostertagia ormar. Þráðormar geta öðlast viðnám gegn sumum ormalyfj- um, t. d. thiabendazóli, eftir langvarandi notkun. Sumarbeitilandinu væri best að skipta niður í hólf, þannig að þau megi beita til skiptis, þannig að sum hólf- in séu ætíð hvíld. Kemur þá gjarna nokkurt skarð í þroskaferil ormanna, sem aftur minnkar smithættuna. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.