Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Page 68
smátt, njóta einnig betri kjara en hinir. Þannig er bændum greitt sem svarar 7 krónum íslenzkum aukalega á lítra fyrir fyrstu 30.000 mjólkurlítrana sem þeir leggja inn árlega, en víða eru jarðir svo litlar, að þær bera ekki meiri bústofn, en sem skilar þessu mjólkurmagni. Nú er það alkunna, að ekki er auðvelt að framleiða mjólk þannig að markaðnum sé fullnægt, en offramleiðsla verði ekki að ráði. Núverandi ástand í mjólkurmálum hér á landi er gott dæmi um það. Við þessu vandamáli hafa samtök norskra bænda brugðizt þannig, að lagður er skattur á kraft- fóður, þegar framleiðsla þykir of mikil, en hann er lækkað- ur eða afnuminn, þegar þörf er á að auka mjólkurframleiðsl- una. Hvort fjármunum er síðan varið til að greiða niður verð á kraftfóðri, er mér ekki kunnugt. Hins vegar hefur verið varið nokkru af þessum fjármunum til að byggja vinnslustöðvar búsafurða, svo sem sláturhús og mjólkurbú. Nú má spyrja, hvað valdi því, að landbúnaður og bændur í Noregi njóta þess mikla stuðnings, sem framangreindar lýsingar óneitanlega bera með sér. Svör við þvi eru marg- þætt. Eitt er það, að bent er á að ríflegur helmingur þess matar, sem Norðmenn neyta, mældur í hitaeiningum, sé innfluttur. Sumt af því er jafnvel innflutt frá löndum, þar sem fólk sveltur. Samstaða virðist vera um, að stefnt skrdi að því, að innflutti hlutinn minnki á næstu árurn og til þess að það takist þarf að auka framleiðslu og fjölbreytni norsks landbúnaðar. Þá er ofarlega í umræðum um landbúnað í Noregi það sjónarmið, að þjóðin þurfi að búa að sínu, ef um erfiðleika í aðdráttum yrði að ræða, eða beinlínis skort- ur á matvælum í heimi þar sem fólki fer sífjölgandi. Á meðan Norðmenn hafa verið að móta þessa stefnu og eru farnir að framfylgja henni að undanförnu, hefur um- ræða um landbúnað uppi á íslandi verið í öðrum farvegi. Hér á landi hefur á sama tíma verið rætt um það í fullri alvöru, að því er séð verður, að flytja inn búvörur, sem hing- að til hafa verið framleiddar í landinu. Þó eru hvoru tveggja áðurgreindra atriða, sem Norðmenn hafa áhyggjur af í land- búnaði sínum enn óhagstæðari á íslandi en í Noregi. Bú- 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.