Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 74

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 74
hendinni og krafsa mig upp en hélt í konuna með hinni. Líklega tekur nokkrar mínútur að lýsa þeim hugsunum sem þutu þarna um huga minn á örfáum sekúndum (en ég telst nokkuð fljóthuga, allt að því fljótfær). Þegar ég krafsaði mig uppúr kom í huga minn að þetta hefðu fleiri gert en ég og þá hefði myndast orðatakið að klóra í bakkann. En næst var að bjarga konunni, og sá ég í hendi mér að þarna var ég í aðstöðu sem ég kæmist líklega ekki í aftur: að halda eða sleppa. Eg lýsi ekki hugrenningum mínum nánar en konunni kippti ég upp, enda var hún með myndavélina mína um hálsinn. Sem við sátum þarna holdvot á bakkanum rifjaðist upp annað orðtak skilt hinu fyrra, er ferðamenn fyrri alda hafa líklega myndað við svipaðar aðstæður. Við höfðum þarna verið að berjast í bökkum svo sem reyndar við höfum gert í óeiginlegri merkingu áður og eigum væntanlega eftir að gera. Undarlegt er það að sum hinna íslensku orðataka skýrðust fyrst fyrir mér er ég bjó í Noregi um nokkurra ára skeið, enda sum þeirra kannski upprunnin þar í landi skóganna. Sólsetrið getur líka verið fagurt í Noregi. Þar er sjóndeildarhringurinn yfirleitt hulinn skógi og þegar sólin sleikir trjátoppana er réttilega sagt að hún sé gengin til skógar, eða gengin til viðar. Sem strákur talaði ég oft um að einhver hefði farið út í buskann eða einhverju hefði verið fleygt út í buskann. Þetta ortak skildi ég þegar mér lærðist að buski er runni á skandinavisku. Auðvelt er að týna einhverju í runnum. Þula ein sem við krakkarnir notuðum var mér næsta torskilin: Ugla sat á kvisti átti börn og missti. Kvistir voru mér vel kunnir á panelveggnum eða hefluðum mublum. En að ugla skildi sitja á slíkum kvisti var óraunverulegt (og en óskiljanlegra hvers vegna hún missti börn sín). I norskunni þýðir orðið kvistur grein og það er eðlileg ugla sem situr á trjágrein. Annars voru mín fyrstu kynni af norskunni ekki án áfalla. Eg hafði lært dönsku í skóla. Þegar ég kom út reyndi ég að notfæra mér það sem ég kunni. Til dæmis vissi ég að ,,afsakið“ er á dönsku ,,unskyld“ og að „gjörið þér svo vel“ er ,,vær- sogod“. Ekki tókst þó betur til en svo að einn fyrsta daginn minn úti var ég í mannþröng i strætisvagni og steig óvart 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.