Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 9
LANDSBÓK A.SAFNIÐ 1 948 — 1 949
9
geymslu litla íbúð, sem dyravörður hússins hafSi haft í kjallara, og eftir aS hitaveita
var lögS í húsiS fyrir fáum árum, fékk safniS til umráSa nokkra smáklefa í kjallara,
sem áSur höfSu veriS notaSir í sambandi viS upphitun hússins. Þá er upptaliS þaS
geymslurúm, sem safniS hefir fengiS til viSbótar síSan Jón Jakobsson taldi þrengslin
óhæfileg fyrir 30 árum. En á þeim tíma hefir safniS aukizt um nær því 30 þúsund
bindi, og auk þess hefir þaS orSiS aS taka viS þeim bókum aftur, sem komiS hafSi
veriS fyrir í húsi Jóns Magnússonar. Eru þær nú geymdar í kössum, óaSgengilegar
meS öllu.
ÞaS, sem hér hefir veriS sagt, gefur nokkra hugmynd um, hvernig nú muni vera
ástatt. Allt hillurúm er löngu JjrotiS. Rýmt liefir veriS fyrir nýjum bókum meS því
aS setja hinar eldri í kassa, eSa blátt áfram hlaSa þeim á gólfiS. og eru tugþúsundir
bóka þannig meS öllu óaSgengilegar. VerSur þaS geysileg fyrirhöfn aS koma öllu í
röS og reglu jregar úr rætist um geymslurúm.
Héi er nú komiS í jrær ógöngur, aS ekki verSur unnt aS halda safninu starfhæfu
án skjótra úrbóta. VirSist Jrá aSeins um tvennt aS ræSa, sem til frambúSar mætti
verSa:
1) AS reisa stórhýsi handa 'Landsbókasafninu, sem fullnægi þörfum þess um
langan tíma.
2) AS fá Landsbókasafninu allt núverandi safnahús til umráSa.
Ef horfiS væri aS því ráSi aS reisa hús handa Landsbókasafninu, mundi ÞjóSskjala-
safninu nægja gamla húsiS alllengi. Mætti einnig nota jíaS fyrir skjalageymslu
stjórnarráSs og fleiri opinberra stofnana. En þar sem litlar horfur eru á, aS fært
þyki aS svo stöddu aS hefjast handa uni byggingu stórhýsis handa Landsbókasafninu,
skal sleppa öllum bollaleggingum um þaS aS sinni, en víkja aS síSara úrræSinu.
Ef LandsbókasafniS fengi allt safnahúsiS til umráSa, mundi þaS geta slarfaS ])ar
viS sæmileg skilyrSi nokkra áratugi. Þá þyrfti aS sjá ÞjóSskjalasafninu fyrir öSru
húsnæSi, og gæti vel komiS til mála aS reisa ])ví hús viS Lindargötu, á norSanverSri
lóS Landsbókasafnsins, en sú lóS var upphaflega ætluS til viSbygginga í þarfir
Landsbókasafnsins. Hús handa ÞjóSskjalasafninu þyrfti ekki aS verSa mjög dýrt, a. m.
k. miklum mun ódýrara en hús viS hæfi Landsbókasafnsins. Auk þess mætti fresta
byggingu þess um nokkur ár, ef LandsbókasafniS fengi til umráSa húsnæSi beggja
hinna safnanna, sem nú eru í húsinu, ÞjóSminjasafnsins og Náttúrugripasafnsins.
Geit er ráS fyrir, aS LandsbókasafniS fái til umráSa rishæS hússins, þegar ÞjóS-
minjasafniS flytur í hiS nýja hús sitt, og er fyrirhugaS aS flytja þangaS þær bækur,
sem nu eru í kössum eSa hlöSum. Einnig er myndavélum safnsins ætlaSur þar staSur
og væntanlegri bókaskiptastöS, sem verSur aS hafa nokkurt húsrúm. ÞaS er fyrir-
sjáanlegt, aS rishæSin fyllist á skömmum tíma án þess aS nokkurt hillurúm aS
ráSi losni í öSrum geymslum safnsins. Því er þaS brýn og óhjákvæmileg nauSsyn, aS
Náttúrugripasafninu verSi séS fyrir bráSabirgSahúsnæSi nú þegar. í ÞjóSminjasafns-
byggingunni eSa annarsstaSar, og Landsbókasafninu fengiS þaS húsrúm, sem Nátt-
úrugripasafniS hefir nú. Sýningarsal Náttúrugripasafnsins mætti meS litlum tilkostn-