Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Page 165
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
165
fótgangandi. enda voru þeir tvo mánuði á leiðinni frá Wisconsin til Garðar í Norður-
Dakota, sem er um 900—1000 enskra mílna vegalengd. Var Hjörtur, sem þá var 13
ára gamall, yngstur í hópnum.
Atti hann síðan óslitið heima í Norður-Dakota næstu fimm árin, eða frá 13 til 18
ára aldurs, en eðlilega var allt með mjög frumstæðum svip á því bernskuskeiði ný-
lendunnar, og skólaganga unglinga mjög af skornum skammti. Hjörtur hafði byrjað
barnaskólanám á sumrum, en slitrótt þó, meðan fjölskyldan átti heima í Dane-héraði
í Wisconsin; í Norður-Dakota gekk hann á skóla nokkurn hluta úr tveim vetrum og
var fermdur af séra Hans B. Thorgrimsen. A unglingsárum sínum í nýbyggðinni
íslenzku vann Hjörtur annars, sem aðrir jafnaldrar hans, algeng landbúnaðarstörf;
gætti meðal annars búpenings, en þótti lélegur kúasmali, enda mjög skiljanlegt, að
spurull hugur hans hafi verið fastari við annað en kúagæzluna.
Djúpstæð þekkingarþrá var honum í blóð borin; hann var síspyrjandi um það.
sem fyrir augu hans bar í ríki náttúrunnar, hvort heldur var á himni eða hauðri.
Þeim grundvallarþætti í skapgerð hans er vel lýst og rétt í eftirfarandi orðum séra
Kristins K. Olafssonar:
„Þegar maður reynir að lesa úr þeim drögum, sem liggja að þessum einstaka
æviferli, getur margt komið til greina. Sveinninn íslenzki, er lagði út í heiminn með
sínum sex ára gamall, átti að baki sér gáfaðan ættstofn, gott foreldri og sterka hneigð
í eigin brjósti eftir þekkingu. En umfram þetta var hann sérstæð persóna, sem hafði
þrek til þess að vera trúr sínu eigin upplagi. Hans miklu gáfur voru framan af tor-
kennilegri vegna þess hann var svo ólíkur öðrum. Eftir hans eigin frásögn var
honum sem unglingi svo að segja ómögulegt að læra nokkuð utanbókar, en þó var
hann stálminnugur á efni þess, er hreif huga hans. Næmi til að læra utanbókar var
gjarnan talið glöggasti vottur um gáfur, og því urðu færri, sem áttuðu sig á, hvað
var að gerast í huga liins vaxandi pilts. Hann átti sínar hugsanir og sín áhugamál.
Jafnvel áður en hann hvarf frá ættjörðinni, höfðu norðurljósin heillað hann. Hann
spurði systur sína, hvað orsakaði þau, og þó hvorki hún né aðrir gætu gefið honum
svar, sem nægði, hélzt við hinn vakandi hugur gagnvart náttúrunni umhverfis og
þeim öflum, er þar voru að verki. Hneigðin að spyrja, hví og hvernig að allt gerðist,
yfirgaf hann aldrei. Þessi heilbrigða forvitni gerði hann athugulan á margt, sem
aðrir unglingar gáfu lítinn gaum. Jurtaríkið og stjörnurnar voru sérstaklega hans
hugðarmál. Áður en hann hafði nokkur kynni af grasafræði, tók hann að safna
grösum og flokka þau eftir eigin hyggjuviti. A svipaðan hátt hafði hann kynni af
himintunglunum án tilsagnar. Þannig var athygli og hugsun að þroskast, þó skóla-
menntun næði skammt. Þetta var .einn þáttur í þroskasögu hins útflutta drengs.“
(Tímarit Þjóðrœknisjélags Islendinga í Vesturheimi, XXVII, 1946, bls. 70—71.)
Og þessi meginþáttur í skapgerð Hjartar lýsti sér eftirminnilega þegar á bernsku-
árum hans í Wisconsin, því að svo er sagt, að eitt af því fyrsta, sem hann mundi eftir
að hafa haft fyrir stafni, væri það að búa til nokkur tréhjól og láta þau snúast af
straumi lækjar, sem rann nálægt frumbýlingsheimili móður hans. Ekki er það því