Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 165

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 165
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS 165 fótgangandi. enda voru þeir tvo mánuði á leiðinni frá Wisconsin til Garðar í Norður- Dakota, sem er um 900—1000 enskra mílna vegalengd. Var Hjörtur, sem þá var 13 ára gamall, yngstur í hópnum. Atti hann síðan óslitið heima í Norður-Dakota næstu fimm árin, eða frá 13 til 18 ára aldurs, en eðlilega var allt með mjög frumstæðum svip á því bernskuskeiði ný- lendunnar, og skólaganga unglinga mjög af skornum skammti. Hjörtur hafði byrjað barnaskólanám á sumrum, en slitrótt þó, meðan fjölskyldan átti heima í Dane-héraði í Wisconsin; í Norður-Dakota gekk hann á skóla nokkurn hluta úr tveim vetrum og var fermdur af séra Hans B. Thorgrimsen. A unglingsárum sínum í nýbyggðinni íslenzku vann Hjörtur annars, sem aðrir jafnaldrar hans, algeng landbúnaðarstörf; gætti meðal annars búpenings, en þótti lélegur kúasmali, enda mjög skiljanlegt, að spurull hugur hans hafi verið fastari við annað en kúagæzluna. Djúpstæð þekkingarþrá var honum í blóð borin; hann var síspyrjandi um það. sem fyrir augu hans bar í ríki náttúrunnar, hvort heldur var á himni eða hauðri. Þeim grundvallarþætti í skapgerð hans er vel lýst og rétt í eftirfarandi orðum séra Kristins K. Olafssonar: „Þegar maður reynir að lesa úr þeim drögum, sem liggja að þessum einstaka æviferli, getur margt komið til greina. Sveinninn íslenzki, er lagði út í heiminn með sínum sex ára gamall, átti að baki sér gáfaðan ættstofn, gott foreldri og sterka hneigð í eigin brjósti eftir þekkingu. En umfram þetta var hann sérstæð persóna, sem hafði þrek til þess að vera trúr sínu eigin upplagi. Hans miklu gáfur voru framan af tor- kennilegri vegna þess hann var svo ólíkur öðrum. Eftir hans eigin frásögn var honum sem unglingi svo að segja ómögulegt að læra nokkuð utanbókar, en þó var hann stálminnugur á efni þess, er hreif huga hans. Næmi til að læra utanbókar var gjarnan talið glöggasti vottur um gáfur, og því urðu færri, sem áttuðu sig á, hvað var að gerast í huga liins vaxandi pilts. Hann átti sínar hugsanir og sín áhugamál. Jafnvel áður en hann hvarf frá ættjörðinni, höfðu norðurljósin heillað hann. Hann spurði systur sína, hvað orsakaði þau, og þó hvorki hún né aðrir gætu gefið honum svar, sem nægði, hélzt við hinn vakandi hugur gagnvart náttúrunni umhverfis og þeim öflum, er þar voru að verki. Hneigðin að spyrja, hví og hvernig að allt gerðist, yfirgaf hann aldrei. Þessi heilbrigða forvitni gerði hann athugulan á margt, sem aðrir unglingar gáfu lítinn gaum. Jurtaríkið og stjörnurnar voru sérstaklega hans hugðarmál. Áður en hann hafði nokkur kynni af grasafræði, tók hann að safna grösum og flokka þau eftir eigin hyggjuviti. A svipaðan hátt hafði hann kynni af himintunglunum án tilsagnar. Þannig var athygli og hugsun að þroskast, þó skóla- menntun næði skammt. Þetta var .einn þáttur í þroskasögu hins útflutta drengs.“ (Tímarit Þjóðrœknisjélags Islendinga í Vesturheimi, XXVII, 1946, bls. 70—71.) Og þessi meginþáttur í skapgerð Hjartar lýsti sér eftirminnilega þegar á bernsku- árum hans í Wisconsin, því að svo er sagt, að eitt af því fyrsta, sem hann mundi eftir að hafa haft fyrir stafni, væri það að búa til nokkur tréhjól og láta þau snúast af straumi lækjar, sem rann nálægt frumbýlingsheimili móður hans. Ekki er það því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.