Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Síða 167
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
167
Meir en árlangt bjó hann við þessi launakjör. Jafnframt því, sem kjör hans urðu
betri á næstu árum og honum óx verkleg reynsla í raftækjagerð, hélt hann ótrauður
áfram sjálfsnámi sínu í rafmagnsfræði með viðtækum lestri, til þess að bæta upp
skort á skólagöngu. Sér til menntunar og menningarauka tókst hann einnig á þessum
árum ferð á hendur suður til Mexico, þaðan norður Kyrrahafsströndina, og síðan
austur yfir Klettafjöllin heimleiðis til Chicago. Var honum ferðin eigi aðeins hin
skemmtilegasta, því að svo margt nýstárlegt bar honum fyrir augu, heldur jók hún
drjúgum hugmyndaauðlegð hans og víkkaði stórum sjóndeildarhring hans. En ferða-
lag þetta er einnig talandi vottur þess, hvernig hann fór eigin ferða í þekkingarleit
sinni, og þræddi þar eigi troðnar götur.
Eftir að hann kom úr vesturför sinni, varð Hjörtur starfsmaður hjá Edison-félaginu
í Chicago um nokkur ár; vann þar að viðgerðum og smíðum rafmagnsvéla og
ósjaldan að nýjum tilraunum og rannsóknum, enda var honum það starf vel að skapi,
eins og þegar hefur verið gefið í skyn.
En sjálfstæðishugur hans var svo ríkur, að hann undi því eigi lengi að vera í
þjónustu annarra. Tuttugu og sjö ára að aldri kvæntist hann eftirlifandi konu sinni,
Júlíönu Friðriksdóttur frá Eyrarbakka, og setti á stofn rafmagnsvélaverkstæði upp
á eigin spýtur, þó hann hefði úr litlu að spila fjárhagslega, en kona hans var hins
vegar nokkurum efnum búin og hvatti hann til stórræðanna. Var hann nú í beinni
samkeppni við fyrri húsbændur sína, en átti þó að fagna mikilli góðvild þeirra og
naut lánstrausts þeirra í fullum mæli, og sýnir það bezt, hverrar tiltrúar og virðingar
hann hafði aflað sér fyrir vel unnin störf í þeirra þágu.
A brattann var að sækja í fyrstu. Hjörtur lét þó ekki hugfallast, en lét erfiðleikana
verða sér vængi til flugs; álit hans fór vaxandi, og talsímafélagið í Chicago veitti
honum um nokkur ár svo mikla atvinnu, að hann græddi vel á fyrirtæki sínu. En þá
gerðist það, að talsímafélagið, sem verið hafði aðalvinnuveitandi hans, tók sjálft að
annast þá starfsemi. Varð það vitanlega Hirti nokkurt áfall, en beindi jafnframt starf-
semi hans inn á nýja braut og víðtækara svið; fór hann nú fyrir alvöru að gera nýjar
uppgötvanir i raffræði og smíða ný raftæki, og nutu hugkvæmni hans og rann-
sóknarandi sín nú í fullum mæli. Lagði hann sérstaklega áherzlu á það að búa til
ýmis rafmagnstæki til kennslu í þeim fræðum á háskólum víðs vegar um landið, enda
er það sagt, að vart geti þá meiri háttar háskólarannsóknarstofu í Bandaríkjunum,
sem eigi hafi einhvern tíma keypt eitthvað af tækjum hans til notkunar við tilraunir
og kennslu í rafmagnsfræði.
Samband hans við háskólana varð einnig til þess, að hann kynntist fjölda hinna
fremstu eðlisfræðinga vestan hafs sér til aukins lærdóms og þroska. Fer hann um
það svofelldum orðum:
„Sannleikurinn er sá, að hin raunverulega menntun mín byrjaði við þau kynni.
Við að tala við þá, spyrja spurninga og kynnast sjónarmiðum þeirra aflaði ég mér
verðmætari fræðslu en ég hefði að líkindum hlotið á skólabekk hjá þeim.“
Einnig var það starfið fyrir háskólana, sem greiddi Hirti braut til frama
og