Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 167

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 167
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS 167 Meir en árlangt bjó hann við þessi launakjör. Jafnframt því, sem kjör hans urðu betri á næstu árum og honum óx verkleg reynsla í raftækjagerð, hélt hann ótrauður áfram sjálfsnámi sínu í rafmagnsfræði með viðtækum lestri, til þess að bæta upp skort á skólagöngu. Sér til menntunar og menningarauka tókst hann einnig á þessum árum ferð á hendur suður til Mexico, þaðan norður Kyrrahafsströndina, og síðan austur yfir Klettafjöllin heimleiðis til Chicago. Var honum ferðin eigi aðeins hin skemmtilegasta, því að svo margt nýstárlegt bar honum fyrir augu, heldur jók hún drjúgum hugmyndaauðlegð hans og víkkaði stórum sjóndeildarhring hans. En ferða- lag þetta er einnig talandi vottur þess, hvernig hann fór eigin ferða í þekkingarleit sinni, og þræddi þar eigi troðnar götur. Eftir að hann kom úr vesturför sinni, varð Hjörtur starfsmaður hjá Edison-félaginu í Chicago um nokkur ár; vann þar að viðgerðum og smíðum rafmagnsvéla og ósjaldan að nýjum tilraunum og rannsóknum, enda var honum það starf vel að skapi, eins og þegar hefur verið gefið í skyn. En sjálfstæðishugur hans var svo ríkur, að hann undi því eigi lengi að vera í þjónustu annarra. Tuttugu og sjö ára að aldri kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Júlíönu Friðriksdóttur frá Eyrarbakka, og setti á stofn rafmagnsvélaverkstæði upp á eigin spýtur, þó hann hefði úr litlu að spila fjárhagslega, en kona hans var hins vegar nokkurum efnum búin og hvatti hann til stórræðanna. Var hann nú í beinni samkeppni við fyrri húsbændur sína, en átti þó að fagna mikilli góðvild þeirra og naut lánstrausts þeirra í fullum mæli, og sýnir það bezt, hverrar tiltrúar og virðingar hann hafði aflað sér fyrir vel unnin störf í þeirra þágu. A brattann var að sækja í fyrstu. Hjörtur lét þó ekki hugfallast, en lét erfiðleikana verða sér vængi til flugs; álit hans fór vaxandi, og talsímafélagið í Chicago veitti honum um nokkur ár svo mikla atvinnu, að hann græddi vel á fyrirtæki sínu. En þá gerðist það, að talsímafélagið, sem verið hafði aðalvinnuveitandi hans, tók sjálft að annast þá starfsemi. Varð það vitanlega Hirti nokkurt áfall, en beindi jafnframt starf- semi hans inn á nýja braut og víðtækara svið; fór hann nú fyrir alvöru að gera nýjar uppgötvanir i raffræði og smíða ný raftæki, og nutu hugkvæmni hans og rann- sóknarandi sín nú í fullum mæli. Lagði hann sérstaklega áherzlu á það að búa til ýmis rafmagnstæki til kennslu í þeim fræðum á háskólum víðs vegar um landið, enda er það sagt, að vart geti þá meiri háttar háskólarannsóknarstofu í Bandaríkjunum, sem eigi hafi einhvern tíma keypt eitthvað af tækjum hans til notkunar við tilraunir og kennslu í rafmagnsfræði. Samband hans við háskólana varð einnig til þess, að hann kynntist fjölda hinna fremstu eðlisfræðinga vestan hafs sér til aukins lærdóms og þroska. Fer hann um það svofelldum orðum: „Sannleikurinn er sá, að hin raunverulega menntun mín byrjaði við þau kynni. Við að tala við þá, spyrja spurninga og kynnast sjónarmiðum þeirra aflaði ég mér verðmætari fræðslu en ég hefði að líkindum hlotið á skólabekk hjá þeim.“ Einnig var það starfið fyrir háskólana, sem greiddi Hirti braut til frama og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.